Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 66

Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 LINSA LISTA- MANNSINS Hvaða þýðingu hafði árið 2015 fyrir þig? Hvað veldur áhyggjum, vekur gleði, kveikir vonir? Þessar myndrænu hugleiðingar opna heim hugmynda. ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 | Sebastio Salgado/Amazonas/Contact Press Images BRASILÍA SEBASTIÃO SALGADO fæddist í Aimorés í ríkinu Minas Gerais í Brasilíu. Hann hefur unnið til verð- launa fyrir ljósmyndir sín- ar. Meðal verka hans eru „Workers“ (1993), „Migrations“ (2000) og „Genesis“ (2013), sem hafa verið sýnd í virtum söfnum og galleríum víða um heim. Hann er einn stofnenda Instituto Terra, stofnunar sem er helguð endurreisn skóga, nátt- úruvernd og fræðslu um umhverfið, sem hann og kona hans, Lelia Deluiz Wanick Salgado, settu á fót eftir að þeim tókst að endurrækta eyddan skóg í Mata Atlantica í Brasilíu. „Þegar athafnasemi mannsins er farin að hafa áhrif á jafnvel einangruðustu staði á jörðu, er nokkur von til þess að við getum fundið jafnvægi? Mitt svar er já.“ „án titils“ eftir Sebastião Salgado Þessi mynd var tekin 2005 á Svikaeyju (Deception Island) við norðurtá Suðurskauts- skagans. Þarna má finna sterklega fyrir einangruninni. Til að komast að þessum hópi hökubandsmörgæsa þurfti að klífa hlíðar gígs, sem er þakinn jökli, að brún í 300 metra hæð. Ég var þarna í leiðangri á vegum Genesis-verkefnisins, sem snýst um að skrá ósnortnustu staði jarðar. Þegar ég kom þarna námu mörgæsirnar tugum þúsunda. Síðan hefur þeim fækkað og 2015 komust vísindamenn að því hvers vegna. Hökubandsmör- gæsirnar lifa nánast eingöngu á átu, sem er að hverfa vegna loftslagsbreytinga. Hlýnun hefur verið mikil á þessum slóðum á suðurskautinu og hafa gríðarstórir ísjakar – margir kílómetrar í þvermál – brotnað frá jöklum og bráðnað. Þegar athafnasemi mannsins er farin að hafa áhrif á jafnvel einangruðustu staði á jörðu, er nokkur von til þess að við getum fundið jafnvægi? Mitt svar er já. Hluti Genesis- verkefnisins snerist um að skjalfesta líf fólks, sem býr á einhverjum afskekktustu stöð- um jarðar, San-þjóðflokkinn í Kalahari-eyðimörkinni, Nenet-þjóðflokkinn í Síberíu. Þetta fólk er ákaflega meðvitað um vistkerfið í kringum sig vegna þess að það á allt sitt undir því; það ýtir undir líffræðilega fjölbreytni og það er hluti af daglegu lífi þess að hlúa að landinu. Vitundin um það hvað við höfum fjarlægst hirðingja- og veiðimannarætur okkar fylgir mér. Við höfum farið í gegnum gagngera breytingu frá landbúnaðarsam- félögum til samfélaga nútímans og á leiðinni misstum við sambandið við landið, sem ræð- ur úrslitum um lífsafkomu okkar. Við getum lifað að miklu leyti eins og við höfum gert, en ef við ætlum að komast hjá því að skemma plánetuna þannig að ekki verður aftur snúið þurfum við að muna uppruna okkar sem kenndi okkur að allt sem við gerum hefur áhrif. Við þurfum að læra að hlúa að landinu á ný með því að skapa nýjar hefðir og gildi, að skapa þá tilfinningu að hverju samfélagi beri skylda til varðveislu sem byggist á vísindum og visku frumbyggja. Við gætum breytt svo mörgu í borgartilveru okkar sem myndi ýta undir lífræna fjöl- breytni. Allt hjálpast að, frá því að gróðursetja blóm kerfisbundið fyrir svangar býflugur á sveimi um borgir til þess að setja torf á húsþök í stað tjörupappa. Með því að breyta sið- um og venjum í daglegu lífi okkar getum við öll lagt okkar af mörkum. © 2015 Sebastião Salgado „Það eru engin mörk á milli þess, sem er raunverulegt, og þess, sem er það ekki.“ „Ástríða augnabliksins, 2015“ eftir Christto Sanz and Andrew Weir Titillinn „Ástríða augnabliksins“ vísar til hraðrar þróunar í Katar. Í Doha eru menn gagnteknir af framtíðinni og þessari ástríðu er oft lýst sem svari við hugmyndinni um framfarir, sem „vestrið“ hefur tranað fram. Konan í verkinu okkar er föst í eftirlík- ingu af raunveruleika, sem um leið er raunveruleiki þar sem persónueinkenni hennar hafa glatast. Þetta er mótsagnakennt ástand, sem afhjúpar að það eru engin mörk á milli þess, sem er raunverulegt, og þess, sem er það ekki. Hún varpar fram sýn sem virðist úr framtíðinni þar sem einkenni Katar eru sett fram í sagnagerð til uppbyggingar þjóðar þar sem nútímavæðing og ör vöxtur eru leiðarstef. Hún tilheyrir vinnumarkaði farandverkamanna, sem eru næstum allir íbúar Katar. Hún er tákn fyrir auðmótanlega þjóðarvitund lands í efnahagslegum, félagslegum og pólitískum hræringum. Kerfið er á skjön við vestrænar hugmyndir um framfarir og tíma. Myndin sýnir hvernig tíminn hefur verið bjag- aður: hvernig Katar er staður sem hefur þróast á stuttum skeiðum, þar sem fortíð, nútíð og framtíð eru allar í smíðum á sama tíma. © 2015 Christto Sanz & Andrew Weir Christto & Andrew KATAR CHRISTTO SANZ er fæddur í San Juan í Puerto Rico og ANDREW WEIR er fæddur í Jóhann- esarborg í Suður-Afríku. Þeir vinna saman að list sinni og búa og starfa í Doha í Katar. Þeir nota ljós- myndir, blandaða miðla og myndbönd til að kanna fé- lagsvitund og sögu. Verk þeirra hafa verið sýnd í Mið-Austurlöndum, Banda- ríkjunum, Mið-Ameríku og Evrópu. HEIMSGALLERÍ UM ÁRIÐ SEM VAR OG ÞAÐ SEM FRAMUNDAN ER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.