Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 70
Knapi berst á fáki fráum í Dölunum. Hvað ætli maður yrði lengi að fara hringinn kringum landið á hesti?
70 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
Hver ríður svo geyst
á gullinbrúvu
hávan of hifin
hesti snjálitum,
hnálega hristanda
hrímgan makka,
eldi hreyfanda
undan stálsköflum?
Glóir á gunnsnörpum
grásteind brynja,
hangir ísskjöldur
hal á öxlum.
Vindur stendur svalur
af veifan skálmar,
norðljósa brúskur
bylgjar á hjálmi.
Með þessum orðum hefst ljóðið Veturinn
eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Nokkuð
augljóst er hvaða hetja ríður með slíkri reisn
um héruð, sjálfur Vetur konungur. Með grá-
steinda brynju og ísskjöld á öxlum. Er hægt að
hugsa sér tilkomumeiri sjón?
Skáldið slær ekki síður um sig, bregður fyrir
sig fornyrðislagi en Bjarni var sem kunnugt er
einn helsti boðberi rómantísku stefnunnar á
Íslandi. Fæddur á Kjalarnesi, þar sem hermt
er að ekki liggi alltaf vel á blessuðu veðrinu.
Ekki síst um vetur.
Síðar í ljóðinu kveður Bjarni:
Elli hann ei kennir
þó eldri sé heimi
og jafngamall guði.
Lifa mun hann öllum
lengur veröldum
og yfir lík þeirra líða.
Margt til í þessu. Ekki er ótrúlegt að þeir
séu á sama árinu, Skaparinn og Veturinn, og
heimurinn við hlið þeirra eins og spriklandi
hvítvoðungur á skinni. Eigi að síður eru engin
ellimörk á þeim kumpánum. Nema síður sé.
Þrátt fyrir virðulegan aldur er hreystin síst á
undanhaldi. Veturinn herjar alltaf af sama
krafti og snerpu á ból, menn og skepnur. Og
eirir engu – þegar sá gállinn er á honum. Það
gerði hann löngu áður en við sem núna gistum
þessa jörð komum og mun halda því áfram
löngu eftir að við verðum farin.
Hitt sætir meiri tíðindum að Veturinn kann
sitthvað fyrir sér undir voðum, ef marka má
Bjarna:
Kemur svo allur
og kreistir í sterka
jörðu járnarma
og jörðu kyssir.
Verður hún þunguð
af þeim viðskiptum,
velur svo ljósmóður
sem Vor nefnist.
Já, sjóðheitar kynlífslýsingar eru aug-
ljóslega ekki nýmæli í íslenskum skáldskap.
Nú eða helkaldar. Betra fyrir dauðlega menn
að halda sér fast meðan á þeim ósköpum geng-
ur. Og spenna beltin. Ég meina, Vetur hinn
rammi kreistir í jörðu járnarma. Eitthvað þarf
undan að láta.
Síðan kemur vorið með tilheyrandi lóusöng
og kæti. Það er þó skammgóður vermir enda
ríður Veturinn alltaf aftur í hlað. Með þjósti.
Líkt og segir í niðurlagi ljóðsins:
Aldrei inn frægi þó
fjarlægist svo
að hann heims
hjóláss sleppi
endum tveim
eða yfirgefi
jarðar neitt
það næst er himni.
Sést því á
sumri miðju
fjalls á skrauthnúfum
skartið vetrar.
Því vill ei heldur
þiðna á vori
himinhrím
á höfði öldunga.
Hundurinn á Hólum í Nesjahreppi við Hornafjörð kann vel að meta fönn.
Féð á Þorvaldsstöðum í Bakkafirði lét sér fátt um finnast.
VETURINN HERJAR ALLTAF AF SAMA KRAFTI