Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 10
Katrín Jakobsdóttir 21,8% Ólafur Jóhann Ólafsson 8,8% Andri Snær Magnason 8,4% Stefán Jón Hafstein 6,8% Þorgrímur Þráinsson 6,4% Jón Gnarr 6,4% Bergþór Pálsson 5,5% Þóra Arnórsdóttir 4,9% Halla Tómasdóttir 3,7% *Í flokknum Aðrir eru þeir sem nefndir voru í um og undir 1% tilvika, alls 68 einstaklingar. Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands? Aðrir* 27,3% R úmlega fimmtungur þátttakenda í könnun sem Félagsvís- indastofnun gerði dag- ana 5.-16. janúar vill að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti Íslands. Katrín nýtur frekar stuðnings kvenna (27%) en karla (17%) og fylgi við hana er meira meðal yngra fólks en þeirra sem eldri eru. Háskólamenntaðir vilja fremur að hún verði forseti (28%) en þátttakendur með annars konar menntun (18-21%). Katrín hefur talsverða sérstöðu í könnuninni þar sem enginn annar en hún nær upp í tveggja stafa prósentutölu. Ólafur Jóhann Ólafsson kemur næstur á eftir Katrínu í könnuninni. Hvorugt þeirra er þó formlega í framboði til embættis forseta Íslands. Nú þegar 22 vikur eru til kosn- inga er enn ekki farið að draga verulega til tíðinda. Þótt nokkrir frambjóðendur séu þegar komnir fram má telja víst að mun fleiri liggi undir feldi og kanni landslagið. Könnun Félagsvísindastofnunar gefur einhverjar vísbendingar um hverjir njóta mestra vinsælda, þótt ólíklega sé hægt að lesa mikið um líklega niðurstöðu kosninga á þessu stigi. Tvíþætt könnun Niðurstöður könnunarinnar byggj- ast á svörum þátttakenda við tveimur spurningum, samkvæmt upplýsingum frá Félagsvís- indastofnun. Fyrst voru þátttak- endur beðnir að svara því hver þeir vildu að yrði næsti forseti Íslands. Ekki var birtur listi með nöfnum heldur skráðu svarendur nafn þess einstaklings sem þeir vilja að verði næsti forseti landsins. Niðurstöður þessarar fyrri spurningar sýna að um tveir af hverjum þremur (65%) eru óá- kveðnir um það hvern þeir vilja sjá sem næsta forseta Íslands. Þvínæst voru óákveðnir svar- endur spurðir áfram að því hvern þeir teldu líklegast að þeir myndu vilja kjósa sem næsta forseta Ís- lands. Í þeim hluta könnunarinnar var birtur listi með nöfnum 15 ein- staklinga sem nefndir hafa verið í umræðunni um næsta forseta landsins. Gátu svarendur hakað við þann einstakling sem þeir töldu lík- legast að þeir myndu vilja kjósa sem næsta forseta landsins eða val- ið að skrá nafn annars einstaklings í opnum svarmöguleika. Í töflu má sjá niðurstöður þar sem búið er að leggja saman nið- urstöður þessara tveggja spurn- inga. Könnunin er netkönnun og fór þannig fram að tekið var 2001 manns lagskipt tilviljunarúrtak úr svokölluðum netpanel Fé- lagsvísindastofnunar. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði sem best samsetningu landsmanna. Gagnaöflun hófst 5. janúar 2016 og lauk 16. janúar. Alls svöruðu 1.188 könnuninni og var nettó svarhlut- fall 61% að teknu tilliti til brott- falls. Á eftir Katrínu Jakobsdóttur kemur Ólafur Jóhann Ólafsson rit- höfundur með 8,8% fylgi en hann hefur ekkert gefið út um mögulegt framboð, þótt nafn hans sé eitt þeirra sem lengi hafa verið nefnd í samhengi við Bessastaði. Andri Snær Magnason er einnig meðal þeirra sem skorað hefur ver- ið á að bjóða sig fram, en ekkert gefið út. Hann nýtur samkvæmt þessu fylgis 8,4% en næst á eftir kemur Stefán Jón Hafstein með 6,8%. Aðeins einn af níu efstu hefur lýst yfir framboði Aðeins einn af þeim tíu efstu á blaði miðað við könnunina hefur formlega sagst vera í framboði, en það er Þorgrímur Þráinsson sem nýtur samkvæmt þessu fylgis 6,4% og er fimmti á þessum lista. Fast á hæla honum fylgir síðan Jón Gnarr, en hann hefur tilkynnt það formlega að hann muni ekki bjóða sig fram. Sú tilkynning kom þó ekki fyrr en þessi könnun var hafin. Bergþór Pálsson nýtur stuðnings 5,5% þeirra sem svara en á hann hefur verið skorað að fara í fram- boð. Sérstök áskorendasíða er starfrækt á Facebook en sjálfur hefur hann sagt að hann fari ekki að hugsa málið fyrr en yfir 10 þús- und manns hafi líkað við síðuna. Þóra Arnórsdóttir fær 4,9% at- kvæða samkvæmt könnuninni en hún bauð sig sem kunnugt er fram í forsetakosningunum 2012 og hlaut næstflest atkvæði á eftir Ólafi Ragnari Grímssyni. Hún hefur í millitíðinni sagt í viðtölum að hún hyggist ekki fara fram aftur. Halla Tómasdóttir er einnig meðal þeirra sem flestir nefna, með 3,7%. Stuðningsmenn Höllu stofn- uðu facebookhóp til að skora á hana í framboð strax í desember en sjálf hefur hún sagst þurfa tíma til að hugsa málið og ræða við sína nánustu. Í flokknum Aðrir eru þeir sem svarendur nefndu í um og undir 1% tilvika, alls 68 einstaklingar. Flestir eru enn óákveðnir TVEIR AF HVERJUM ÞREMUR ERU ÓÁKVEÐNIR UM HVERN ÞEIR VILJA HELST SJÁ SEM NÆSTA FORSETA ÍS- LANDS SAMKVÆMT NÝRRI KÖNNUN FÉLAGSVÍS- INDASTOFNUNAR HÁ- SKÓLA ÍSLANDS. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR NÝTUR MESTRA VINSÆLDA ÞÓTT HÚN HAFI EKKI GEFIÐ KOST Á SÉR TIL EMBÆTTISINS. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Ómögulegt er að spá fyrir um hvað kemur upp úr kjörkössunum í forsetakosningunum í sumar, enda enn ekki ljóst hverjir verða í kjöri. Kannanir gætu þó ef til vill hjálpað einhverjum, jafnvel bæði kjósendum og þeim sem liggja undir feldi vegna mögulegs framboðs, að gera upp hug sinn. Morgunblaðið/Eggert Forsetavaktin 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Fyrri spurning könnunarinnar var opin en í þeirri síðari var óákveðnum svarendum birt- ur listi yfir eftirfarandi 15 ein- staklinga í stafrófsröð: Andri Snær Magnason Ástþór Magnússon Bergþór Pálsson Elísabet Jökulsdóttir Halla Tómasdóttir Hrannar Pétursson Hildur Þórðardóttir Jón Gnarr Katrín Jakobsdóttir Ólafur Jóhann Ólafsson Pawel Bartoszek Stefán Jón Hafstein Sturla Jónsson Þorgrímur Þráinsson LISTINN SEM SVAR- ENDUR FENGU Í KÖNNUNINNI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.