Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 40
H
ún tekur á móti mér með
bros á vör; hárið blautt og
hrokkið eftir sturtuna. Hún
segist illa ráða við lokkana
en mér finnst þeir fara henni
vel. Leikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir er í
fallegum sumarkjól með gulum blómum því
þrátt fyrir að úti sé hávetur er komið vor
hjá henni. Hún býður mér inn í fallega stofu
og við komum okkur vel fyrir. Morgunsólin
brýst fram og litar himininn bleikan en það
þarf enga sól hér, það geislar af Söru þar
sem hún situr á móti mér með heitt te. Það
eru nefnilega þáttaskil í lífi hennar og eftir
erfiðan vetur, eins og hún kallar síðustu þrjú
ár, er nú loksins komið vor.
Mátaði sig inn í bíómyndir
Sara verður fertug á árinu. „Ekki samt fyrr
en í desmeber!“ segir hún með áherslu. Hún
er alin upp á „ættaróðalinu“ Klettum í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem for-
eldrar hennar ráku kjúklingabú. Þar býr
stórfjölskyldan enn og þangað leitar Sara
gjarnan í sveitasæluna sína og hestana. Sara
segist alltaf sveitastelpa þó að hún hafi dval-
ið mikið í borginni sem barn og sextán ára
gömul hóf hún nám í Fjölbraut í Breiðholti.
„Ég fór þangað vegna þess að þar var fjöl-
miðlabraut sem mér fannst spennandi en þar
var líka hægt að taka námið á þremur árum,
sem var ekki algengt þá. Ég var rosa mikið
að flýta mér. Mér lá eitthvað svo á út í
heim,“ segir Sara og brosir.
Hún segir að það hafi blundað í sér leikari
allt frá barnæsku þó að læknisfræði hafi
einnig komið til greina á tímabili. „Ég man
eftir því að þegar ég var krakki og var á
sviði leið mér alveg rosalega vel,“ segir Sara.
„Svo kom tímabilið, táningsárin, þar sem
maður fer aðeins meira inn á við og þá var
ég lítið að spá í þetta. En svo aðeins seinna
man ég eftir að ég fór að máta mig inn í bíó-
myndir og hugsa: Já, ég myndi vilja leika
svona. Ég man eftir þeirri tilfinningu sem
unglingur. Fá að hoppa þarna af húsþaki!
Eða eitthvað svona spennandi,“ segir Sara
og hlær. „Og búningadrama heillaði mig líka
og gerir enn.“
Þakkar Hrafni eldskírnina
Þegar Sara var nítján ára sá hún auglýst
eftir leikkonu í kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Myrkrahöfðingjann. Sara, sem þá var
bæði ómenntuð og óreynd, ákvað að sækja
um. Þegar til kom að mæta í fyrstu prufuna
var Sara stödd í sumarbústað með vinum
sínum og var að hugsa um að hætta við allt
saman. Móðir hennar greip í taumanna. „Ég
man að mamma sagði: Sara Dögg! Þú gerir
það ekki! Þú ferð í þessa prufu!“ segir hún
brosandi. „Ég fór og þetta var langt ferli.
Ég þurfti að leggja alls konar á mig. Ég
man þegar það var komið undir það síðasta
og ég var búin að fara í margar prufur en þá
var ég með svona pínu barnafitu ennþá,“
segir hún og klípur létt í kinnarnar. „Hrafn
sagði, hún þarf að komast í betra form.
Þannig að ég fór til einkaþjálfara í 1-2 mán-
uði. Hrafn þurfti að sjá að ég virkilega vildi
þetta,“ segir Sara sem var tilbúin að taka
því sem að höndum bæri til að hreppa hlut-
verkið.
„Ég las það svo seinna í gömlu viðtali við
hann að fólk þyrfti að vera tilbúið að fara í
ákveðna helför, til að leika í bíómynd hjá
honum,“ segir hún. „Hann var ekkert að
ljúga því!“ segir hún skellihlæjandi. „Þetta
var allt í lagi ef maður hafði ákveðið æðru-
leysi til að bera. Og ég sem betur fer hafði
það, og það hjálpaði mér í gegnum þetta.
Fyrir mér var þetta svo spennandi heimur
og ég upplifði mig svolítið sem „observer“,
ég var að fylgjast með öllu.
Það var kannski til bóta að þetta var
fyrsta myndin mín, ég vissi ekkert hvernig
ætti að gera hlutina. Þannig að ég segi: það
er ekkert í kvikmyndaheiminum sem ég held
að geti komið mér á óvart eftir að hafa unn-
ið með Hrafni Gunnlaugssyni!“ segir Sara og
hlær innilega að minningunni.
„Ég fékk eldskírn og fyrir það þakka ég
honum. Þegar það var versta veðrið var
sagt, já nú skulum við fara út og taka. Það
var kannski 16 stiga frost og þurfti að bræða
ís til að greiða á manni hárið. Allt þetta. En
á sama tíma fannst mér þetta allt gríðarlega
spennandi. Af því að ég hef mjög gaman að
áskorunum. Ég varð algerlega hugfangin,“
segir Sara en eftir þessa reynslu efaðist hún
ekki hvaða frama hún vildi velja.
Leiklistin fékk að bíða
Að þessu loknu fór Sara í inntökuprófin fyrir
leiklistina. Þegar hún var komin í 30 manna
úrtak snerist henni hugur en hún var haldin
sterkri útþrá. „Ég var búin að fara til
Frakklands og aðeins að sjá heiminn en mér
fannst ég ekki hafa lifað nóg. Mér fannst ég
eiga eftir að sjá svo mikið og upplifa. Þessi
útþrá kallaði aftur,“ segir hún og hringdi og
sagðist hætt við umsóknina, ákvörðun sem
margir skildu ekki. „Þetta var mjög sterk
sannfæring, ég fylgdi innsæinu. Sem betur
fer,“ segir hún sem hélt aftur til Frakklandis
og „bara lifði lífinu,“ eins og hún orðar það.
Síðar kom aftur þráin eftir listinni og sköp-
uninni en árið 2001 settist Sara á skólabekk
í leiklist. „En þá var ég líka tilbúin. Ég hafði
líka sótt um í Bretlandi og átti að mæta í
inntökupróf þar og var á fullu í inntökupróf-
unum hér heima. Ég ætlaði aldrei í skólann
hér heima, ég ætlaði að vera úti. En svo hitti
ég konu sem sagði að ég ætti að vera í skól-
anum hér heima og ég fór að hugsa, getur
það verið? Þannig að ég ákvað bara að prófa,
þannig að ég hefði þá valið. Svo daginn sem
svarið frá Leiklistarskólanum var væntanlegt
var inntökupróf í skólanum í London. Svarið
átti að koma 2. apríl og prófið var sama dag
og ég man að ég hugsaði. Nei, ég kemst inn,
ég þarf ekki að fara í þetta próf,“ segir Sara
sem segist aldrei hafa efast um svarið.
„Þetta eru bara töfrar. Við erum höfundar
að okkar lífi. Við skrifum söguna og ráðum
hvernig hún er. Ég trúi því. Ég trúi því að
við getum bara gert nákvæmlega það sem
við viljum,“ segir hún.
Klappað fyrir mistökum
Sara segir tímann í skólanum hafi verið ein-
staklega góðan. „Að fá þessa friðhelgi til að
vinna og skapa, prófa sig áfram og reka sig
á. Eitt námskeiðið sem er mér svo minn-
isstætt var trúðanámskeið. Þar gerði ég
stórkostlega uppgötvun sem hefur fylgt mér
síðan. Það var þannig að ef einhver gerði
mistök, kom of seint eða gerði mistök í
trúðareglunum, þá átti að stoppa og klappa.
Það virkaði svo vel á kerfið. Það er alltaf
sagt að maður eigi ekki að hika við að gera
mistök, maður læri mest af þeim en maður
er hræddur við að gera mistök. Þannig að
þetta var rosalega heilbrigt og ný og hress-
andi nálgun vegna þess að fá bókstaflegt
klapp fyrir að gera mistök gerði það að
verkum að maður gat umfaðmað það og
raunverulega fundist það í lagi. Það fannst
mér algjörlega stórkostlegt! Við lærum alltaf
mest þar, við stækkum mest þegar við rek-
um okkur á veggi og upplifum erfiðleika.“
Laumufarþegi og flugfreyjustarf
Þegar Sara var útskrifuð árið 2005 var henni
boðið starf hjá Leikfélagi Akureyrar. „En þá
vildi bara svo til að það var laumufarþegi, ég
var ófrísk og gat ekki farið,“ segir hún og
hlær. „Þá tók við annars konar sköpun.
Dóttir mín var orðin eins árs þegar ég fór að
leika aftur og þá með sjálfstæðum leikhópi.
Svo bara tók við eitt af öðru,“ segir hún sem
kom við í Borgarleikhúsinu um stund en hef-
ur að mestu verið í sjálfstæðum verkefnum.
Sara hefur unnið í hlutastarfi sem flug-
freyja hjá Flugfélagi Íslands með leiklistinni
en er nú í leyfi frá því starfi. „Þau eru svo
yndisleg hjá Flugfélaginu að þegar það var
mikið að gera í leiklistinni var skilningur á
Trúir á töfra
LEIKKONAN SARA DÖGG ÁSGEIRSDÓTTIR HEFUR HASLAÐ SÉR VÖLL
Í SJÓNVARPI OG KVIKMYNDUM EN HEFUR UNDANFARIN ÁR SETT
FRAMANN Á BIÐ VEGNA BARNA SINNA. EFTIR ERFIÐLEIKA ER BJART
FRAMUNDAN OG VERKEFNIN BÍÐA Í RÖÐUM; KVIKMYND OG NÝ SERÍA
AF PRESSUNNI ERU HANDAN VIÐ HORNIÐ. UMFRAM ALLT ÆTLAR
SARA DÖGG AÐ NJÓTA HVERS AUGNABLIKS.
Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Viðtal
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016