Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 38
Þ að getur vafist fyrir mönnum að svara því, hvenær þeir muna fyrst eftir sér ellegar hvaða einstaki atburður sé þeim elstur í minni. Sjálfsagt gerist þetta enn þá flóknara fyrir þá sem slitu sínum barnsskóm síðustu ára- tugina. Nú eru teknar myndir af afkvæmunum frá fyrsta degi og jafnvel til „sónarmynd“ af barni í móð- urkviði. Enn þá geymist það mér … Því eru menn ekki alltaf vissir í sinni sök um hvað þeir muna og í hvaða tilvikum minningin styðst við frásagnir annarra og ljósmyndir. En þótt færri myndir séu til frá barnsárum eldra fólks en nú tíðkast hafa flestir heyrt af sér sögur, eða að vitnað hafi verið í tiltæki eða tilsvör úr barnæsku þeirra. Og þar sem bestu vinirnir eiga í hlut, mamma, pabbi, amma eða afi, eru minnin jákvæð og stundum í hetjusagnarstíl. Eitt af því sem bréfritari þykist muna með öruggri vissu var að hann lá í lungnabólgu með háan hita og fékk penisilínmixtúru í fyrsta sinn. Hann man litinn og bragðið, að eigin sögn. Ósagt skal látið hvort penisilíngjöfin hafi ráðið úr- slitum, en allt fór vel. Hitt er ljóst, að sjúkdómar sem boðuðu ógn og skelfingu fyrir daga penisilíns voru eftir það einfaldlega meðhöndlaðir. Í henni veröld takast öflin á, góð og ill. Allt frá hinum vonda sjálfum annars vegar og almættinu yfir oss hins vegar, niður í mun veigaminni fjendur. Jafnvel alla leið niður í póli- tíska andstæðinga í friðsamlegu og lýðræðislegu smáríki og metnaðarfull íþróttafélög í Hafnarfirði. Undir aukaáhrifum Þetta er allt hluti af því sem út á við snýr. En að auki á maðurinn í eilífri baráttu við þá sem herja á hann prívat og persónulega, iðulega eru þeir lengi vel ósýnilegir andstæðingar, sumt herjar á sálina en ann- að á skrokkinn, svo sem bakteríur og veirur, mein- vörp og vessar af margvíslegu tagi. Penisilínið var eitthvert versta áfall sem bakteríurnar hefur hent. Nú óttast læknar að bakteríurnar sjái fram á betri tíð með bólgur í maga. Ástæðan er sú að maðurinn hefur verið of góður við sjálfan sig. Pestir, sem hann hefði auðveldlega getað legið úr sér, en þóttist ekki hafa tíma til, hafa kallað á penisilín. Ofnotkunin hefur gef- ið bakteríunum færi. Þær hafa nýtt tímann, safnað liði og leita hefnda. Nú dylst ekki lengur að þær hafa komið sér upp ónæmi við töfralyfinu sem þær fóru svo halloka fyrir. Þessi „aukaáhrif“ af ofnotkun lyfsins geta orðið manninum dýrkeypt. Flest lyf virðast hafa einhverja hættu á aukaverkunum og eru sum hættuleg. Öll of- notkun ýtir mjög undir hættuna á aukaverkunum. Á bannárunum á fyrri hluta seinustu aldar laut áfengi svipuðum lögmálum og þau lyf sem nota ber af varfærni gera nú. Þótt það „lyf“ sé ekki lengur á for- ræði apótekaranna vita allir að það hefur aukaverk- anir. Timburmennirnir eru þær þekktustu, en verri eru þær sem gera menn háða lyfinu. Þessir þættir koma með óbeinum hætti við sögu hér í framhaldinu. Þyrpast í þorpið Nýliðin vika var Davos-vika. Það er ekki bara fínt að láta sjá sig í skíðaþorpinu Davos. Þeir sem eitthvað eru telja það óskráða skyldu að mæta. Nafli alheims- ins flytur sig í þetta fámenna fjallaþorp (í 1.500 metra hæð, rúmlega 10.000 íbúar) í 5 daga á ári, seinni part- inn í janúar. Þarna eru „allir“ eins og það er kallað. „Allir“- úrtakið er þó ekki nema liðlega 2.500 manneskjur. En Víðar er farið hratt niður brekkurnar en í Davos *Weber bætti við að „auka-verkanir lyfjagjafar bankansfæru sífellt vaxandi, en þau já- kvæðu áhrif sem lyfjagjöfin ætti að hafa á meinið sem barist er gegn, minnkuðu jafnt og þétt.“ Reykjavíkurbréf 22.01.16 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.