Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 15
Þ Compton, fengu tilnefningar sem sneru aðhvítum handritshöfundum og hvítum auka-leikurum.Fimm ára verkefniðEn er eitthvað annað í bígerð en að bæta við322 nýjum meðlimum í Akademíuna til aðbreyta þessu?Í nóvember síðastliðnum sagði formaðurÓskarsakademíunnar að fimm ára verkefnisem ber yfirskriftina A2020 væri komið áfulla ferð. Snýst það um að Akademían og kvikmyndaverin vinna að því að æðstu stjórnendur í kvikmyndaheiminum leitist við að endurspegla fjölbreytni samfélagsins þegar kemur að því að ráða, kenna og hvetja ungt hæfileikafólk. Skiptar skoðanir eru um þessa áætlun. Einn hópur segir fimm ára plan allt of þróttlítið mark- mið, þetta gæti gerst fyrr ef vilj- inn væri fyrir hendi. Aðrir segja að kaldur raunveruleikinn sé sá að þetta geti engan veginn gerst fyrr og þá vegna þess að flest kvik- myndaver hafi skipulagt sína dag- skrá langt fram í tímann, hafi ráðið handritshöf- unda, leikstjóra og leikara nokkur ár fram í tím- ann. Þótt allir séu af vilja gerðir sé ekki hægt að rifta gerðum samn- ingum. Svo að áfram gæti heims- byggðin verið að sjá hvítra manna Óskarsverðlaun nokkur ár í viðbót. undar og leikstjórar, þá hafa hvítir verið 98% verðlaunahafa í báðum flokkum alla tíð. Óskarspanellinn er þannig samsettur að um 94% eru hvít, 76% karlmenn og meiri- hlutinn er yfir 63 ára. Hvítir tilnefndir fyrir myndir svartra Ekki eru allir sem segja að spjótin eigi að beinast í svo ríkum mæli að Óskarsnefnd- inni. Þetta sé áhyggjuefni alla 365 daga árs- ins en ekki bara vikurnar í kringum verð- launin. Rót vandans sé ekki að finna innan Akademíunnar. Því þeir sem stjórna kvikmyndaiðn- aðinum; þeir sem ráða leikstjóra, leik- ara og leikkonur í kvikmyndir, séu í raun þeir sem beri ábyrgðina. Kvikmyndaiðnaðinum sé stýrt af hvítum körlum og út frá þeirra sjónarhóli lífsins séu kvikmyndir framleiddar. Þegar blökkufólk fær tilnefningar til leikaraverðlauna hafa margir bent á að þá sé oftar en ekki tilnefnt fyrir hlutverk þar sem það er hvorki kóngar, ráðamenn né valdhaf- ar. Tilnefningarnar ber- ast frekar fyrir hlut- verk þar sem svartir leika þjóna, þræla, verkamenn og fólk í lægri stétt- um þjóðfélagsins. Enn meiri úlfúð vekur að þær kvik- myndir sem fjalla um líf blökkufólks sem tilnefndar eru í ár; myndirnar Creed og Straight Outta „Ég hef lifibrauð mitt af kvikmyndum. Ég get sagt ykkur hvert vandamálið er. Það er ekki það að þeir í tilnefningarnefndinni séu of hvítir. Vandamálið er fólkið sem getur komið því til leiðar að kvikmyndir með svörtum, fólki af rómönskum uppruna, konum og öllu því – að peningarnir skila sér ekki þangað því sú hugmynd er uppi að það sé ekki pláss fyrir „Svartar bíómyndir.““ Whoopi Goldberg leikkona „Það er augljóslega alvarlegt vandamál í Hollywood sem snertir kynþætti, kynhneigð og kyn. En það endar hvorki né byrjar hjá um 6.000 meðlimum Akademí- unnar.“ Eitt vandamálið er það hvað kvikmyndaiðn- aðurinn er ekki að gera. Við erum brjáluð út í Akademíuna en fyrir utan Idris Elba sem afrískur stríðsherra í Beasts of No nation, Samuel L. Jackson í The Hateful Eight, Creed og ýmiss konar tengd atriði í Straight Outta Compton“, sem, hvers virði svo sem það er, mér líkuðu fyrstu 40 mínúturnar af, hvaða svarta fólki eða hvaða svörtu myndum missti Akademían í raun af?“ Wesley Morris, kvikmyndagagnrýnandi New York Times „Fólk kvartar jafnvel þótt við fáum fullt af tilnefningum. Það er eins og það er. Ég hef verið með í þessu í 25 ár. Þú veist aldrei; þetta snýst um heppni. Ég er ekki hissa. Ég er heldur ekki vonsvikinn. Það er fullt af hlutum að gerast sem hefja okkur upp.“ John Singleton, fyrsti blökkumaðurinn sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu leikstjórn Til varnar Akademíunni Kvikmyndagerðarmaðurinn Spike Lee og leikkonan Jada Pinkett Smith hafa lýst því yfir að þau muni sniðganga Óskarsverðlaunahátíðina og á fimmtudag- inn bættist leikarinn Will Smith í hópinn. Á Twitter birtast óteljandi færslur sem innihalda gagnrýni undir yfirskriftinni #OscarsSoWhite. Í fjölmiðlum hafa tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna 2016 verið gagnrýndar harðlega. „Ef maður hugsar 10 ár aftur í tímann stóð Akademían sig betur en nú. Þá voru mun fleiri blökkumenn tilnefndir.“ George Clooney „Hvernig má það vera að annað árið í röð séu allir 20 tilnefndir í flokki leikara hvítir. Og förum ekki einu sinni út í aðra flokka.“ Spike Lee „Á Óskarsverðlaunahátíðum... Hörundslituðu fólki er boðið að afhenda verðlaun... jafnvel skemmta gestum.“ Jada Pinkett Smith „Af hverju las Óskarsnefndin allar hvítu tilnefningarnar fyrst upp?“ Ricky Gervais „Þetta eru erfiðar en mikilvægar umræður og það er kominn tími á róttækar breytingar.“ Cheryl Boone Isaacs, formaður Óskarsakademíunnar. „Þetta hefur fengið mig til að hugsa um ómeðvitaða fordóma og hvað er metið að verðleikum í menningu okkar.“ Lupita Nyong’o „Ég er meðlimur Akademíunnar og hún endurspeglar ekki mig. Hún endurspeglar ekki þjóðina.“ David Oyelowo Gagnrýnisraddir Það er varlega til orða tekið að Hollywood hafi farið á hliðina þegar tilkynnt var um til- nefningar til Óskarsverðlauna í ár. Það kraumaði í pottinum á síðasta ári þegar allir leikarar og leik- konur sem tilnefnd voru voru hvít. Það sauð upp úr þegar það gerðist annað árið í röð. Cheryl Boone Issacs, formaður Óskars- akademíunnar, brást við „alhvítri“ niðurstöðu á síðasta ári með því að bæta við 322 nýjum meðlimum í um 6.000 manna kosningapanel- inn. Var það gert með það fyrir augum að auka fjölbreytnina, ekki bara hvað varðar kynþætti heldur einnig kynhneigð og kyn. Þessar tilraunir Issacs virðast ekki hafa skil- að neinu enn sem komið er að minnsta kosti. Því þetta er staðreyndin: Í þeim flokkum sem fá mesta athyglina, leikurum og leikkonum í aðal- og auka- hlutverkum sem og leikstjórum, er enginn svartur tilnefndur. Og aðeins einn er ekki hvítur eða hvít; mexíkanski leikstjórinn Alej- andro González Iñárritu. Í 87, brátt 88, ára sögu Óskarsverðlaun- anna hafa 2.947 manns farið heim með gyllta styttu. Aðeins 31 þeirra var svartur. 7% Óskarsverðlaunahafa í flokki karlkynsleikara hafa verið svört. Árið 2002 varð Halle Berry fyrsta svarta konan sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Og hingað til sú eina. Í flokki leikstjóra hefur svartur einstaklingur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Ef farið er yfir þá flokka sem fá hvað mesta athygli utan leikaranna, handritshöf- Hvernig verður panelnum í Akademíunni breytt? Slíkt gæti líka reynst flókið. Bæði eru meðlimir akademíunnar þangað komnir til að sitja fyrir lífstíð í nefndinni, samkvæmt núgildandi reglum. Og þeir sem bætast við, þar á meðal þeir nýjustu 322, þurfa að upp- fylla þau skilyrði sem sett eru fyrir því að komast í nefndina. Viðkomandi þarf að hafa langa reynslu af kvikmyndaiðnaðinum. Og þegar kvikmyndaiðnaðurinn hleypir ekki svörtum að í handritsskrif, leikstjórn og leik í meiri mæli öðlast þeir ekki reynslu til að komast í dómarasætin. Þetta snýst þá líka um pening. Rannsóknir sýna að það er mun erfiðara fyrir blökku- menn að fá fjármagn til að framleiða stór- myndir. Það sama á við um konur. Jöfn kynjaskipting eftir 700 ár? Þótt umræðuna um svarta versus hvíta tilnefnda til Óskarsverðlaunanna í ár beri hæst um þessar mundir er akademían ár- lega gagnrýnd fyrir hlut kvenna í tilnefn- ingum. Um 16% allra tilnefninga til Ósk- arsverðlauna hafa farið til kvenna frá því byrjað var að veita verðlaunin, árið 1928. Sú misskipting endurspeglar staðreyndir sem leikkonan Geena Davis rakti í erindi sínu á Inspiral WE2015 í Hörpu en hún kom hingað til lands á miðju síðasta ári. Í Hollywood-kvikmyndum eru konur til dæmis 17% mannfjöldans í hópsenum. Þróunin sé of hæg, það hæg að miðað við hana í dag muni hlutföllin verða jöfn árið 2815 eða eftir 700 ár. Davis segir að þessu sé hægt að breyta á einni nóttu, með því einfaldlega að skrifa konur inn í handritin. Það sé ódýrt og einfalt. Blökkumenn í Bandaríkjunum og víðar segja að það sama eigi við um þá. Þetta sé bara spurning um vilja. 24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.