Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 35
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Jólin eru ekki fyrr búin í öllu sínu veldi en næsta djamm hefst affullum þunga. Þeir sem ætluðu að vera búnir að núllstillast fyrirþennan tíma misstu pínulítið af lestinni (en svona er þetta bara).
Ef það eru ekki þorrablótin sem eru að ryksuga upp frítímann þá
eru það árshátíðirnar sem eru um það bil að bresta á.
Vinkona smáhestsins vaknaði upp við vondan draum í vikunni þeg-
ar hún áttaði sig á því að það væri árshá-
tíð um helgina. Þegar smáhesturinn
spurði í sakleysi sínu í hverju hún ætlaði
á árshátíðina hló hún og tilkynnti að hún
passaði ekki í nein föt. Hún sagði þetta
líkt og ekkert væri eðlilegra. Smáhest-
urinn lagði ekki alveg í að spyrja hvernig
í ósköpunum þetta hefði eiginlega getað
gerst en smátt og smátt rifjaðist það upp
fyrir honum að ræktarferðir, salatát og
vatnsdrykkja hefðu dálítið vikið fyrir út-
landaferðum, ostum, eðalvínum og öðr-
um huggulegheitum. Stundum er lífið
bara svo gott og innihaldsríkt að það
gefst ekki tími í svita, rækt og allt það.
Smáhesturinn ætti að þekkja þetta.
Hann má ekki hugsa um sætabrauð
og sykursnúða þá belgist kvið-
urinn á honum út og andlitið
verður eins og tungl í fyll-
ingu.
Það er enginn að halda því
fram að það sé eitthvað að
þessu útliti, alls ekki, en lífið
hefur þó kennt smáhestinum
að tilveran í heild sinni verður
betri ef hann stígur varlega til
jarðar þegar kemur að sæt-
indum og afurðum af hveiti-
ökrum.
Í byrjun árs ákvað smá-
hesturinn að halda áfram að
iðka sykurbindindi sitt (sem
fokkaðist upp í desember),
sem gefst alltaf ægilega vel
þegar það er ástundað. Þetta afmarkaða
sykurbindindi gengur út á að borða allan
venjulegan mat en sleppa sælgæti,
súkkulaði, kökum og sykurhúðuðum af-
urðum. Hann borðar alveg ávexti og ein-
staka sinnum, ef hann fer í boð, þá borð-
ar hann það sem er í boði (til þess að búa
ekki til vonda stemningu). Nema hvað
þarna í byrjun árs varð sykurbindindið
eitthvað svo erfitt að smáhesturinn
stalst til að kaupa sér gosdrykk með
gervisætu. Hann gerði þetta jafnvel þótt
hann vissi að gervisætan myndi mögu-
lega drepa hann einhvern tímann síðar á
lífsleiðinni eða valda skemmtum á líf-
færum. Eitt eða tvö glös … Hvað er það
á milli vina hugsaði hann meðan syk-
ursæta gosið rann ljúflega niður.
Það versnaði þó í því þegar börnin
opnuðu ísskápinn og spurðu mömmu
sína, alveg gapandi hissa, hvað þessi gos-
flaska væri eiginlega að gera í ísskápn-
um. Það er búið að ala þessi börn svo
þrusuvel upp að þau vita að það er ekki
keypt neitt svona óþarfa glundur nema á
hátíðisdögum. Smáhesturinn treysti sér
ekki alveg til að ræða það við börnin að hann hefði verið að bugast í
sínu sjálfskipaða sykurbindindi og sagði þess í stað: „Ég keypti
þetta óvart.“
Börnin horfðu á móður sína undrunaraugum og spurðu hvernig í
ósköpunum hún hefði eiginlega farið að því. Smáhesturinn reyndi að
breyta um umræðuefni …
Nokkrum dögum síðar fór fjölskyldan í nýlenduvöruverslun.
„Mamma, manstu þegar þú keyptir þetta óvart,“ sögðu börnin og
glottu. Svona svo því sé haldið til haga þá ruglast náttúrlega enginn
á sódavatni og svörtu gosi nema vera með alvarlega sjónskerðingu.
martamaria@mbl.is
Þessi kjóll ýtir
barminum ekki
niður og býr til
fallegar línur.
Hann er úr
Lindex.
Grænn pallíettu-
kjóll og kápa í stíl
frá Emilio Pucci.
„Ég keypti
þetta óvart“
Það er allt í lagi að brúka
litapallettu vorsins á
árshátíðinni. Þessi er úr
vorlínu Gucci 2016.
Morgunblaðið
gefur út sérblað
föstudaginn
12. febrúar um
Tísku &
förðun
Fjallað verður um
tískuna vorið 2016 í
förðun, snyrtingu,
útliti og fatnaði
auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 16 mánudaginn 8. febrúar.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is