Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 14
Hörð við- brögð í Hollywood ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ ER ENGINN BLÖKKUMAÐUR TIL- NEFNDUR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA FYRIR LEIK, HVORKI Í AÐAL- NÉ AUKAHLUTVERKI. ÞÁ ER HELDUR ENGINN TILNEFNDUR FYRIR LEIKSTJÓRN EN ÞESSIR ÞRÍR FLOKKAR FÁ JAFNAN MESTA ATHYGLI ALMENN- INGS OG FJÖLMIÐLA YTRA. GAGNRÝNISRADDIR SEGJA ÓSKARSAKADEMÍUNA EKKI FYLGJA RÉTT- INDABARÁTTU SVARTRA EFTIR OG VERÐA ÞESS Í STAÐ HVÍTARI OG HVÍTARI. ÞEIR SEM KOMA TIL VARN- AR SEGJA AÐ FYRST OG FREMST SÉ VIÐ ÞÁ AÐ SAK- AST SEM FJÁRFESTA OG RÁÐA Í HLUTVERK. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Sylvester Stallone Eddie Redmayne Charlotte Rampling George Miller Mark Rylance Leonardo DiCaprio Alejandro Gonzalez Inarritu Lenny Abrahamson Christian Bale Adam McKayBrie LarsonMatt Damon Rooney MaraTom McCarthy Saoirse Ronan Mark Ruffalo Cate Blanchett Bryan Cranston Kate Winslet Jennifer Lawrence Rachel McAdams Jennifer Jason Leigh Alicia Vikander Michael Fassbender Tom Hardy Úttekt 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Margir hafa bent á að ötul baráttu blökku- manna í Bandaríkjunum fyrir jafnrétti ætti ár- ið 2016 að hafa skilað breytingum inn til Óskarsakademíunnar. Sé hins vegar horft til síðustu 20 ára eru breytingarnar afar litlar. Heildartalan, yfir alla flokka Óskarsverðlauna, er sú að aðeins 32 blökkumenn hafa verið tilnefndir til Óskars- verðlauna. Það gerir um 8% allra tilnefninga. Í ár þykir keyra um þverbak þegar ekki einn blökkumaður er tilnefndur í fimm aðal- flokkum Óskarsverðlaunanna. Aðeins fjórir svartir karlleikarar hafa unn- ið Óskarsverðlaun í flokki aðalleikara og ein svört leikkona. Margir leikarar, hvítir sem svartir, hafa vak- Sidney Poitier var fyrsti blökkumaðurinn til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, árið 1963 í myndinni Lilies of the Field. Aðeins fimm Óskarsverð- laun fyrir aðalhlutverk ið máls á því að þau hlutverk sem svartar leikkonur hafa verið tilnefndar til Ósk- arsverðlauna fyrir snúast sjaldan um persónu sem nýtur valda eða mikilvægrar stöðu. Lupita Nyong’o sem var valin best í flokki aukaleikkvenna á síðustu Óskarsverðlauna- hátíð lék þræl. Halle Berry lék fátæka, ein- stæða móður, Whoopi Goldberg vann Ósk- arsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem falsspámiðill, Hattie McDaniel var þjón- ustustúlka. Eina svarta konan sem leikið hef- ur persónu af hærri stigum eða með sterka stöðu í þeim heimi sem kvikmyndin sýnir og fengið Óskarsverðlaun fyrir er Jennifer Hud- son sem lék tónlistarkonuna Effie White í Dreamgirls. Hlutverk svartra karlkynsleikara sem hlot- ið hafa náð Akademíunnar eru aðeins fjöl- breyttari. Jamie Foxx fékk Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á tónlistarmanninum Ray Charles og Forest Whitaker fyrir hlutverk sitt sem forseti Úganda. Denzel Washington fékk þá Óskarsverðlaun fyrir að leika spillta löggu í Training Day og Morgan Freeman hlaut Óskarsverðlaun fyrir að kenna hvítri konu að slást í Million Dollar Baby en ekki fyrir túlkun sína á Nelson Mandela. Enginn blökkumaður hefur unnið Óskars- verðlaun fyrir leikstjórn, búningahönnun, besta handrit í upprunalegri útgáfu eða stutt- myndum. Og Óskarsverðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki hafa ekki farið til svartra í 9 ár. Denzel Washington var valinn besti leikari í að- alhlutverki árið 2001 fyrir Training Day. Halle Berry vann Óskarinn árið 2001 fyrir leik sinn í Monster’s Ball. Jamie Foxx fékk Óskarinn árið 2004 fyrir túlk- un sína á goðsögninni Ray Charles. Forest Whitaker tók Óskarsverðlaunin árið 2006 fyrir The Last King of Scotland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.