Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 31
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Boðið er upp á foreldramorgna í mörgum kirkjum
landsins en í Árbæjarkirkju eru þeir í safnaðarheimilinu
á þriðjudögum kl. 10-12. Boðið er upp á morgunverð
og einu sinni í mánuði eru sérstakir fyrirlestrar.
Huggulegir foreldramorgnar*Kona þarfnast karlmanns eins og fiskurþarfnast reiðhjóls.
Irina Dunn
Nýjasta Stjörnustríðsmyndin hefur
notið mikilla vinsælda hér á landi og
erlendis. Star Wars: Episode VII -
The Force Awakens hefur fengið
góða dóma og færir fólk inn í þessa
ævintýraveröld. Fólk tengist per-
sónunum sterkum böndum en í þess-
ari nýju mynd eru nokkrar nýjar
sögupersónur og má þar helstar
nefna Finn, Rey og Poe Dameron.
Breska vefsíðan channelmum.com
komst að því að 77% foreldra gætu
hugsað sér að gefa barni sínu nafn
innblásið af Stjörnustríðsmynd-
unum. Vel getur verið að hið sama
eigi við um íslenska foreldra.
Samkvæmt Wikipediu heita 23 Ís-
lendingar nafninu Finn að fyrsta
nafni og tveir að seinna nafni. Þeim á
áreiðanlega eftir að fjölga.
Rey er hinsvegar ekki á manna-
nafnaskrá en útsjónarsamir gætu
jafnvel gefið barninu sínu nafnið
Freyja eða Þórey í staðinn. Gælu-
nafnið gæti verið Rey. Nú eða gefið
dreng nafnið Reynir eða Reyr.
Nafnið Poe eða Pó er ekki á skrá
hjá Mannanafnanefnd en svo virðist
sem einhverjir drengir heiti Spói að
millinafni sem er líka stutt og lag-
gott.
NAFNAINNBLÁSTUR FRÁ KVIKMYNDUM
Stuttum nöfnum í anda
Stjörnustríðs fjölgar
Fleiri strákar eiga áreiðanlega eftir að fá nafnið Finn á næstunni eftir persón-
unni í Stjörnustríði. Rey er hinsvegar ekki leyfilegt nafn á Íslandi.
Poe Dameron er flugmaður.
Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun
fyrir fjögurra til sex ára krakka fer
af stað sunnudaginn 24. janúar í
Mengi, Óðinsgötu 2, undir nafninu
Krakkamengi. Benedikt Hermann
Hermannsson, tónlistarmaður og
kennari, leiðir Krakkamengi en í
hvert skipti koma tveir tónlistar-
menn úr ólíkum tónlistargeirum og
vinna með þátttakendum. Kynna
tónlistarmennirnir hugmyndir sínar
og vinnuaðferðir fyrir börnunum og
í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum
það ferli að búa eitthvað til og semja
með þeim tónlist sem svo verður
flutt. Í þessari fyrstu smiðju verða
Kristín Anna Valtýsdóttir og Vík-
ingur Heiðar Ólafsson í hlutverki
gestaleiðbeinenda.
Námskeiðið hefst klukkan 10.30
og mæta foreldrarnir með börn-
unum. Það er ókeypis og því nauð-
synlegt að skrá sig. Fullt er á þetta
fyrsta námskeið en áhugasamir ættu
endilega að fylgjast með á Face-
book-síðu Mengis. Önnur smiðja
verður haldin viku síðar með nýjum
gestaleiðbeinendum.
KRAKKAR Í MENGI
Tónlistarmaðurinn og kennarinn Benedikt Hermann Hermannsson.
Morgunblaðið/Golli
Tilraunanámskeið í
tónlistarsköpun
Vefsíðan channelmum.com, sem er
ein helsta foreldravefsíðan á Bret-
landi spáir því að þrívídd-
arprentuð fóstur verði á meðal
tískustrauma ársins 2016. Slíkir
skúlptúrar sem eru gerðir eftir
þrívíddarmyndböndum af fóstrum
í móðurkviði hafa notið nokkurra
vinsælda að undanförnu.
Á Bretlandi kostar slík prentun
af fóstri sem er um 20 cm að
lengd um 75.000 kr. en algengar
er að fólk fái sér mynd af höfði
og öxlum fyrir um 32.000 kr.
Þessa þjónustu er meðal annars
hægt að fá hjá wolfprint3d.com,
sem er með samstarfsaðila í fjöl-
mörgum nágrannalöndum Íslands
en svo virðist sem ekki sé ennþá
boðið upp á þetta hérlendis.
„Ég grét þegar ég sá þetta í
fyrsta sinn. Ég fór í þrívídd-
arsónar með báða strákana mína
en þetta var allt öðruvísi. Það er
mjög erfitt að útskýra tilfinn-
inguna. Það er hægt að snerta
þetta. Systur minni fannst það
mjög skrýtið en mér fannst þetta
æðislegt. Mér finnst ég vera nán-
ari þessu barni en hinum börn-
unum á meðan á meðgöngunni
stendur,“ segir verðandi móðirin
Hannah Bramley á vefsíðu fyr-
irtækisins.
„Ég vildi ekki aðeins minnast
læknisheimsókna og mælinga. Mig
langaði að minnast meðgöngunnar
á annan hátt,“ sagði hin eistneska
Maarja í samtali við fréttastofu
Reuters.
„Það sem við erum að reyna að
gera er að skapa jákvæðar tilfinn-
ingar, minningu um þennan
töfrandi tíma,“ sagði Timmu Toke
frá Wolfprint í sama viðtali.
Mögulegt er að þessir skúlptúr-
ar kunni líka að verða notaðir í
læknisfræðilegum tilgangi, til að
undirbúa aðgerðir á til dæmis
skarði í vör, að sögn kven-
sjúkdómalæknisins Marek Sois.
Maarja sagði að ef þrívídd-
arprentað fóstur gæti veitt henni
svo mikla gleði gæti hún vart
ímyndað sér hvernig það yrði að
halda á nýfæddu barni sínu þegar
það loks kæmi í heiminn.
NÝ TÍSKA MEÐAL TILVONANDI FORELDRA
Þrívíddarprentuð
fóstur njóta vinsælda
Skúlptúrinn er prentaður út eftir myndbandi úr þrívíddarsónar.
Mynd/wolfprint3d.com
ÞAÐ ALLRA NÝJASTA Í ÞVÍ
SEM TÍÐKAST AÐ GERA Á
MEÐGÖNGU ER AÐ
PRENTA ÞRÍVÍDDARSKÚLP-
TÚR AF FÓSTRI MEÐAN Á
MEÐGÖNGU STENDUR.
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Við leitum að
listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir
Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur,
Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar,
Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400