Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Side 33
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 Hjá Parka færðu hágæða innréttingar. Innréttingarnar eru sérsniðnar að þínum óskum og þörfum hvað varðar liti, áferð og þægindi. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Vandaðar innréttingar * Ein mesta mýta okkar tíma er aðtækni sé tjáskipti. Libby Larsen tónskáld Á hverju heimili er eitthvað smálagt sem þarf að laga, það getur verið listi sem þarf að líma, ljós sem á eftir að hengja upp og skakkur hurðahúnn. Brightnest er app með leiðbein- ingum um viðgerðir á þessum minniháttar atriðum. Fyrir handlagið heimilisfólk Mest notaða alfræðirit netsins, Wikipedia, er 15 ára um þessar mundir en eins og stendur má þar finna um 40.000 síður á íslensku um allt milli himins og jarðar en alls eru 38 milljónir wikipediusíðna til. Í tilefni afmælisins hafa fjölmiðlar meðal annars fjallað um fyrirbæri sem engum hefði dottið í hug að væri hægt að skoða á á Wikipediu en er hægt. Þannig fjallar sérstök síða á Wiki- pediu um fyrirbærin „lyktin af nýj- um bíl“, „kynlíf í geimnum“ og „neglur skrapa krítartöflu“. Wikipediuverkefnið er opið sam- vinnuverkefni. Efnið er að mestu komið frá notendum og er sífellt að breytast. Gjarnan hefur sú gagnrýni komið upp að ekki sé allt rétt sem er að finna á Wikipediu en Vísindavef- urinn hefur til dæmis bent á hið gagnstæða og sagt að það að allir geti breytt efni alfræðiritsins geri það aðeins áreiðanlegra – því fleiri sem lesi og geti leiðrétt, því betra. Það hefur þó komið fyrir á þessum 15 árum að rangar upplýsingar hafi ratað á Wikipediu – og þaðan í fjöl- miðla. Með frægari dæmum er þegar tónskáldið Maurice Jarre lést árið 2011 og margir af helstu fjölmiðlum heims fóru að vitna í orð sem Wiki- pedia sagði vera ein af hans frægari og innihélt fagra speki um tónlist. Það kom á daginn að það var írskur háskólanemi sem hafði gert sér að leik að skálda þessi orð og setja á Wikipediu og eigna tónskáldinu. Rit- stjórar Wikipediu áttuðu sig fljót- lega á því að þetta var vitleysa og voru komnir í það að fjarlægja um- mælin en fjölmiðlar höfðu þá þegar tekið þau upp. Næstu daga birtust svo leiðréttingar, svo sem í Guardi- an. EFTIRLÆTI MARGRA Á Wikipediu er grein um gæludýr sem hafa fölsuð prófskírteini. Wikipedia 15 ára Microsoft lofar því að allra mestu svefnpurkurnar, sem hingað til hafa þurft þrjár eða fjórar vekjara- klukkur til að vakna örugglega, muni ekki framar sofa yfir sig. Nýtt app fyrir Android að nafni Mimic- ker Alarm á að hjálpa fólki við að komast fram úr á erfiðum morgn- um. Appið er svolítið skondið því það er ekki hægt að slökkva á hljóðinu sem það gefur frá sér þegar það er komið að því að vakna nema leysa ákveðin verkefni. Þegar vekjaraklukkan er stillt kvöldið áður geta notendur valið hvaða verkefni þetta eru. Þetta get- ur verið að taka sjálfu af sér með ákveðinn svip, brosi til dæmis, taka mynd af einhverju rauðu og fara með ákveðna ljóðlínu eða syngja. Það er líka hægt að stilla það þann- ig, ef fyrir eru innbyggðir hreyfisk- ynjarar, að viðkomandi þurfi hrein- lega að fara á fætur og vera á hreyfingu í nokkrar mínútur. Ný morgunverk Getty Images/iStockphoto Nýtt app Microsoft kemur í veg fyrir að fólk sofi yfir sig.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.