Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Matur og drykkir E inn af „nýjustu“ óvinum nútímamannsins er án efa sykurinn en hann má finna í fleiri vörum en við gerum okkur grein fyrir. Ým- islegt sem við teljum meinhollt er stútfullt af þessu hvíta dufti sem því miður kætir bragðlaukana hjá mörgum. En hægt er að njóta sætinda án sykurs. Helgin kallar á sætmeti Blaðamaður ákvað að prófa á sjálfum sér sykurleysi og hefur nú þraukað í tvær vikur, án mikilla vandræða. Það sem kemur mest á óvart er hvað viðbætti sykurinn leynist víða og stend ég oft í matvörubúðinni og grand- skoða innihaldslýsingar. Margt fær að vera kyrrt í hillunum. En nú er komin helgi og þá langar mann oft í eitthvað sætt. Ekki eru pönnsur eða sykraðar kökur á dagskrá á næstunni þannig að úr varð að skoða hvaða góðgæti mætti búa til, án sykurs. Íslenskir matgæðingar eru duglegir að blogga og deila með okkur girnilegum uppskriftum af sykurlausu sætmeti. Því ekki að prófa? Getty Images/iStockphoto LJÚFFENGIR EFTIRRÉTTIR OG KÖKUR ÁN SYKURS Sykurlaus sætindi SLEPPTU NAMMIBARNUM OG KOMDU FJÖLSKYLDUNNI Á ÓVART UM HELGINA OG PRÓFAÐU SYKURLAUS SÆTINDI. HÆGT ER AÐ BÚA TIL LJÚFFENGAR KÖKUR OG EFTIRRÉTTI ÁN SYKURS OG ERU MATARBLOGGARAR DUGLEGIR AÐ DEILA MEÐ OKKUR UPPSKRIFTUM. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 150 g möndlur 75 g pekanhnetur (eða t.d. valhnetur) 40 g kakóduft 50 g kakósmjör eða kókosfeiti (palmín eða kókosolía) 30 g smjör ½ tsk vanilluessens KREM 425 g döðlur 100 g kakóduft 125 g palmín (eða kókosolía) 1 tsk. vanilluessens ½ tsk flögusalt OFAN Á 2 msk heslihnetu- eða möndluflögur Setjið möndlurnar og pekanhneturnar í mat- vinnsluvélina og malið þær, ekki rosalega fínt. Setjið kakóduftið út í og þeytið því saman við. Bræðið á meðan kakósmjör og smjör saman í potti við vægan hita, takið það af um leið og það er bráðið, hrærið vanillunni saman við og hellið þessu svo yfir hnetublönduna og hrærið saman í vélinni. Hellið blöndunni í smelluform sem búið er að pensla með ögn af olíu. Dreifið fyrst úr henni með sleikju og notið svo fingurgómana til að slétta betur úr henni og jafna í formið. Setjið það svo í frysti á meðan kremið er útbúið. Byrjið á að taka steinana úr döðlunum og setj- ið þær í matvinnsluvélina. Látið hana ganga þar til þær eru orðnar að mauki. Bræddu á meðan palmínið. Setjið kakóduftið, vanilluna, saltið og brædda palmínið út í og látið vélina ganga þar til kremið er alveg slétt og fínt. Ef það er aðeins of gróft og þurrt má bræða ögn meira palmín og setja út í. Náið svo í botninn í frystiskápinn, setj- ið kremið á hann og sléttið vel úr því með sleikju. Stráið 2 msk. af heslihnetuflögum (má líka nota t.d. möndluflögur) yfir og kælið kökuna vel í ísskáp – það má líka stinga henni smástund í frysti ef maður er að flýta sér. Af matarbloggi Nönnu Rögnvaldardóttur á nannarognvaldar.wordpress.com. Óbökuð súkkulaðidöðlukaka BOTN 5 dl möndlumjöl 6 eggjahvítur 1-2 msk sukrin eða önnur sæta Þeytið eggjahvítur þar til þær eru stíf- ar. Bætið við sukrin og blandið í lokin möndlumjöli varlega við. Skiptið í tvennt og setjið á bökunarpappír og búið til hringbotn sem er ca 20 cm í þvermáli. Bakið við 150 °C í 20 mín- útur. KREM 6 eggjarauður 1½ dl rjómi 1 dl sukrin eða önnur sæta 150 g smjör nokkrir dropar af vanilludropum (valfrjálst) Setjið rjóma, rauður og sykur í pott og hrærið í við meðal hita. Takið af hit- anum þegar þykknar og bætið smjöri við. Passið að hræra allan tímann í pottinum. Setjið í kæli í að minnsta kosti tvo tíma til að þykkja kremið. Skreytið með ristuðum möndluflög- um, jafnvel má nota bláber eða jarð- arber. Kakan er líka góð ein og sér. Uppskrift af http://www.disukokur.is/ Möndlukaka með unaðslegu kremi 200-225 g döðlur 2 1/2 dl vatn 3 stappaðir bananar 1 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 150 g möndlumjöl 150 g spelt 2 egg 2 msk ólífuolía 2 tsk vanilludropar Sjóðið döðlurnar í vatninu í nokkrar mínútur þar til þær verða mjúkar. Maukið döðlurnar í blandara með vatninu. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið eggj- um, ólífuolíu, vanilludropum, stöppuðum banönum og döðlumauki saman við. Smyrjið eða spreyið muffinsform með feiti og hellið deiginu í. Uppskriftin dugar í 12 múffur. Bakið við 200°C í 15-20 mínútur. Af matarbloggi Tinnu Bjargar Friðþórsdóttur: tinnabjorg.com Sykurlausar bananamúffur Það er örugglega einhverjir sem gretta sig þegar þeir sjá orðið svartbaunir sett við hliðina á brow- nies en ég lofa, þetta virkar! 1 dós svartar baunir 3 meðalstór egg 5 msk kókosolía (var með bragðlausa) 150 g Sukrin Gold 55 g ósykrað kakó 1.5 tsk vanillu-essens eða -dropar ½ tsk vínsteinslyftiduft eða glútenlaust lyftiduft 100 g saxað sykurlaust súkku- laði (valfrjálst) (Ef þið viljið glúten- og sykurlaust súkkulaði mæli ég með IQ súkku- laðinu) Sigtið bauninar og skolið vel. Setjið í blandara ásamt eggjum og blandið vel saman. Bætið við rest- inni af hráefnunum (fyrir utan súkkulaði) og blandið vel. Saxið súkkulaði niður og bætið út í og blandið með sleif. Setjið bökunarpappír í eldfast mót, ca 20x28 cm og setjið deigið í. Smyrj- ið því jafnt út og bakið á 180°C í 30-35 mínútur. Reyndar er deigið svo gott og þykkt að það er alveg hægt að sleppa því að baka það og bera fram sem súkkulaðimús. Af matarbloggi Hafdísar Priscillu Magnúsdóttur: disukokur.is Svartbauna brownies
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.