Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Kannanir sýna að fjölmargir múslímakarlar líta svo að ef kona sýni bert hold sé hún að gefa til kynna að hún sé vændiskona. Kvenfyrirlitning er víða rótgróin í heimi ísl- ams og skipulagðar hóp- árásir ungra karla á konur á almannafæri, arabíska heitið er Taharrush gamea, eru al- gengar í arabalöndum. Fyrir fimm árum hlaut egypsk kvikmynd, 678, verð- laun en hún fjallaði einmitt um slíkar árásir sem stund- um enda með nauðg- unum. Mikið var um árásir á konur í upp- hafi upp- reisnarinnar í Egyptalandi 2011. Frægt er að allir breskir fjöl-miðlar steinþögðu á fjórða ára-tugnum um samband hins kvensama Játvarðar prins (og síðar konungs í nokkra mánuði) við frú Wallis Simpson, fráskilda, banda- ríska konu. Bretar sem komu til Bandaríkjanna urðu margir stein- hissa þegar þeir fréttu þar af málinu. Vafalaust voru eigendur blaðanna og ritstjórar sannfærðir um að ekki mætti treysta almenningi fyrir svona hættulegum fréttum. Hafa yrði vit fyrir pöpulnum. En eru málefni innflytjenda og hælisleitenda þess eðlis að verjandi sé að þegja um óþægilegar stað- reyndir af ótta við að þær ýti undir fordóma og útlendingahatur? Margir hafa bent á að slík þögg- unarleið sé í raun ófær á tímum nets og samskiptamiðla, einhver í lögregl- unni muni á endanum leka. Og ef um sé að ræða tilfinningaþrungin mál geri þöggunin illt verra. Hún auki enn útbreidda tortryggni fólks í garð yfirvalda og líka fjölmiðla, taki þeir þátt í leiknum. Yfirmenn sænsku lögreglunnar ákváðu síðustu mánuði að meina fjölmiðlum aðgang öllum upplýsingum um lögreglumál þar sem hælisleitendur komu við sögu. Það á jafnt við um mál þar sem þeir hafa verið vitni, fórnarlömb eða ger- endur. Slík mál fengu sérstaka merkingu, töluna 291. Uss...En nú er blaðra lögregl- unnar sprungin og það með látum. Virðuleg blöð eins og Dagens Nyhe- ter, sem styður jafnaðarmenn, flokk Stefans Löfvens forsætisráðherra, lýsa hneykslun sinni á þessu leyni- makki. Til að gera málið enn eldfim- ara er komið í ljós að lögreglan sagði beinlínis ósatt um hópárásir hæl- isleitenda frá múslímaríkjum á kon- ur, þær voru áreittar kynferðislega. Hvað gera menn þegar kvenfrelsi og samúð með með hælisleitendum stangast á? Það fyrra víkur hjá mörg- um Svíum. Ivar Arpi, leiðarahöfundur á Svenska Dagbladet, fjallar í grein í Spectator um áhrif pólitískrar rétt- hugsunar í landinu á umræður um hælisleitendur, hvernig beitt er harkalegri þöggun, ekki síst með því að klína rasistamerkinu á alla sem spyrja óþægilegra spurninga um að- lögun múslíma að samfélaginu. Í Aftonbladet hafi verið sagt að það væri rasismi að benda á að gerend- urnir í hópárásunum í Köln væru frá N-Afríku og arabalöndum. Þýskir karl- ar hefðu líka áreitt konur á Oktober- fest í Bæjaralandi. Og Arpi segir marga Svía fullyrða núna að vandinn sé karlar almennt, ekki ungir músl- ímakarlar og menningarhefðir þeirra. Fer lögreglan í framboð? En mörg dæmi munu vera um slíkar hópárásir hælisleitenda og innflytj- enda frá múslímasvæðum í Svíþjóð síðustu árin, m.a. á Sthlm-tón- listarhátíðinni, bæði 2014 og 2015, þar sem ungir, afganskir karlmenn voru að verki. Lögreglan sagði op- inberlega að afbrot og handtökur hefðu verið „tiltölulega fá, miðað við fjölda þátttakenda“. Í innri skýrslu lögreglunnar, sem var haldið leyndri, kemur hins vegar fram að menn hafi orðið skelkaðir og reynt að finna leiðir til að stöðva hópana. Var það ætlun sænsku lögregl- unnar að þagga niður allar umræð- ur um hælisleitendur til að tryggja að þær yrðu ekki pólitískt fóður fyr- ir Svíþjóðardemókratana, SD? Pó- púlistaflokkinn er nú þriðji stærsti flokkurinn á þingi, hann berst hat- rammlega gegn því að fleiri innflytj- endur fái að setjast að í landinu. Nær 160 þúsund hælisleitendur eru nú í Svíþjóð. En Löfven hefur nú skellt í lás, takmarkað mjög strauminn eftir að hafa galopnað landamærin í nokkra mánuði. Álagið á innviði ríkisins var orðið of mikið, sagði hann. Og kannanir sýna hann og jafnaðarmenn í frjálsu falli. Athyglisvert er að sjá að einn af æðstu yfirmönnum lögreglunnar hefur beinlínis viðurkennt að pólitík hafi stýrt gerðum hennar. „Stund- um þorum við ekki að segja hvernig hlutirnir eru í raun og veru vegna þess að við álítum að það myndi gagnast Svíþjóðardemókrötum,“ sagði Peter Ågren, lögreglustjóri í miðborg Stokkhólms. Sumir aðrir yfirmenn fullyrða annað, segjast vera „alveg ópólitískir“. En áður en Dan Eliasson, rík- islögreglustjóri Svíþjóðar, tók við embætti sínu, mun hann hafa tvítað að hann „ældi“ þegar hann sæi Jimmy Åkesson, leiðtoga SD, á sjónvarpsskjánum! SD hefur síðustu mánuði reynt að hrista af sér fasista-orðspor sem flokkurinn fékk á sig vegna fortíðar margra félaganna en einnig ýmissa hatursfullra ummæla. En hvað sem mönnum finnst um hættuna af flokknum hlýtur það að vera líka hættulegt ef lögreglan er komin á kaf í pólitík. Blaðran sem alltaf spring- ur að lokum EIGA YFIRVÖLD AÐ SPORNA VIÐ UPPGANGI ÞJÓÐERN- ISÖFGAFLOKKA MEÐ ÞVÍ AÐ ÞEGJA UM STAÐREYNDIR SEM GETA GAGNAST FLOKKUNUM Í STJÓRNMÁLABARÁTTUNNI? SÆNSKA LÖGREGLAN VIRÐIST ÁLÍTA ÞAÐ RÉTTA STEFNU. Stúlkur í Kaíró. TAHARRUSH GAMEA Sýrlenskir hælisleitendur hafa margir sýnt hug sinn og mótmælt ofbeldi gegn konum í Köln í Þýskalandi eftir skipu- lagðar hópárásir sem um 1000 ungir múslímar gerðu þar á konur á gamlárskvöld. AFP * Það er ekki þannig að ég geti ekki þagað yfir leynd-armálum en þeir sem ég segi þau geta ekki haldið sérsaman. Abraham Lincoln, Bandaríkjaforseti 1861-1865.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN BRETL m gerðórnvöld neska njósnaranumvegna morðsins á rúss nenkó í London var laumað í tebolla Litvinenkósð 2006. Geislavirku efni nn var þá ku leyniþjónustunnar og hafði gagnrýorðinn starfsmaður bres tVladímír Litvinenkó sagði m.a. í bók að PútPútín forseta harkalega. hefði látið skipuleggja mannskæð ræði í nokkrum rússneskum borgum ð 1999 en markmiðið hefði verið að ko ruliða Tétsena r kennt usem va rstaðan er að morðið áes leyrússn pulagt ssun sínaaranumnjós aðyfir þ B ALHÖFÐIANAVERC æðingatandarískir sB ppggjast hafa use istjörre kerfinuól m 10go ekki séðsinnum meiri massa e ggisthnöttinn í stjörnukíki á stærðfræ egarðilíkönum Neptúnus til þess stærð an vera til er só ÞÝSKA BERLÍN R í lok febrúa manni sem jú og gegndi m útrýmingarbúðunu var tekin af lífi í gask aðallega gyðingar. Zaf ermorðum nær 3.700 m niðurstöðu fykomdómstó Í og hanna vstórlegum hefur verið m farið erm r komið, essa, þá hafiflí s 996 var talið m v En skýrsluhöfunda verið nær 130 nn í opinberar mábá i

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.