Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 29
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Sykurlaus rjóma- og jarðarberjaskyrís 3 heil egg 3 eggjarauður 15 dropar stevia og 4 msk xylitol 500 g jarðarber 2 tsk vanilluextrakt stór dós vanillu skyr.is (500 g) 5 dl rjómi Byrjið á að þeyta rjómann og blandið skyrinu varlega saman við hann. Geymið í ísskáp á meðan þið útbúið restina. Vigtið 500 grömm af hreinsuðum jarðar- berjum og maukið þau í gróft mauk í matvinnsluvél eða blandara. Setjið eggin, eggjarauðurnar, steviu og xylitol í hrærivél og þeytið af fullum krafti í fimm mín- útur eða þar til blandan er orðin mjög ljós og létt og hefur þykknað vel. Blandið rjómaskyrblöndunni var- lega saman við eggjablönduna ásamt jarðarberjamauk- inu og vanilluextrakti. Hrærið varlega saman með sleikju þar til þetta er komið vel saman. Hellið í box og frystið í a.m.k. 6–8 tíma. Athugið að þegar ísinn hefur frosið í gegn er hann frekar harður. Það er því þjóðráð að taka hann úr frystinum og leyfa honum að standa á borði í 15-20 mínútur og skafa hann svo í fallegar kúlur. Af matar- blogginu eldhusperlur.com. 50 g valhnetur, saxaðar smátt 35 g kókosmjöl 1,5 msk carob (ekki ósvipað súkkulaði en inniheldur ekki koffein) 60 ml agavesíróp eða acacia hunang 50 g sesamfræ eða kókosmjöl (gæti þurft meira) Saxið valhneturnar mjög smátt. Setjið í skál. Bætið hunangi og ca- robi út í skálina og hrærið vel. Kælið deigið í um 30 mínútur. Mótið litlar kúlur í höndunum (gott að nota plasthanska). Veltið upp úr sesamfræjum eða kók- osmjöli. Kælið. Af matarbloggi: cafesigrun.com. Valhnetu- og hunangsnammi 80 g cashewhnetur, malaðar 80 g möndlur, malaðar 2 msk carob (dökkt ef það er til, annars ljóst) 0,5 tsk kanill 1 tsk rifinn sítrónubörkur (+ til að skreyta) 2 msk sítrónusafi 2 stórir, vel þroskaðir bananar 35 g stórar kókosflögur 1 msk kókosolía 110 g döðlur, saxaðar gróft 1 tsk vanilludropar (úr heilsubúð) 3 msk appelsínusafi Rífið sítrónubörkinn fínt á rifjárni og setjið til hliðar. Setjið cashewhnetur og möndlur í matvinnsluvél og bland- ið í um 30 sekúndur eða þangað til fínmalað. Bætið carobi og kanil út í vélina og blandið nokkrar sekúndur. Setjið í stóra skál. Fyrir kremið skuluð þið afhýða annan bananann og setja í matvinnsluvélina ásamt kókosolíu, kókosflögum og sítrónu- safa. Blandið í um 10 sekúndur eða þangað til gróflega mauk- að. Setjið kremið í litla skál og geymið í ísskápnum. Saxið döðlurnar gróft og setjið í matvinnsluvélina. Blandið í um 30-60 sekúndur eða þangað til vel maukaðar. Skafið hliðar matvinnsluvélarinnar og bætið vanilludropum og app- elsínusafa út í. Blandið áfram í um 30 sekúndur. Hrærið nú döðlumaukinu saman við hnetublönduna í stóru skálinni. Deigið á að vera þannig að það sé auðvelt að klípa það saman en alls ekki of maukað eða blautt. Bætið sítrónuberkinum út í stóru skálina. Setjið plastfilmu í 22 sm kringlótt mót og þrýstið hnetu- blöndunni vel ofan í. Skerið hinn bananann í sneiðar og raðið ofan á botninn. Setjið botninn í frysti í 10 mínútur (eða í ísskáp í 30 mínútur) eða lengur (þó ekki lengur en 30 mínútur í frysti ef nota á kökuna strax). Takið botninn úr frystinum og hvolfið varlega ofan á kökudisk. Takið kremið úr ísskápnum og smyrjið því ofan á. Skreytið með kókosflögum, blómum eða niður- sneiddum ávöxtum. Af matarbloggi: cafesigrun.com. Banana- og hnetukaka með sítrónu-kókoskremi 2 vel þroskaðir bananar, frekar stórir 100 g hveiti 100 g hafragrjón 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk kanell salt á hnífsoddi 1 stórt egg 50 g smjör Blandið saman þurrefnum. Maukið banana í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Setjið hveiti- og hafragrjónablönduna út í skálina og síðan eggið og hrærið þetta snöggt saman – það er best að hræra ekki meira en þarf til að blanda þessu saman. Bræðið svo smjörið á pönnu, hellið meirihlutanum af því saman við og hrærið lauslega en skiljið svolítið bráðið smjör eftir á pönnunni til að steikja upp úr. Soppan á að vera þykk en ef hún er of þykk má þynna hana með ögn af mjólk eða köldu vatni. Setjið deigið á pönnuna með lítilli ausu. Hægt er að setja nokkrar lummur í einu á pönnuna. Steikið þær við frekar vægan hita í svona 4-5 mínútur á annarri hlið- inni, eða þangað til það sjást lítil loftbólugöt ofan á þeim. Snú- ið þeim við og steikið í svona 2 mínútur á hinni hliðinni (þynnri og minni lummur þurfa auðvitað heldur styttri tíma). Af matarbloggi Nönnu Rögnvaldardóttur á nannarognvald- ar.wordpress.com. Bananalummur Nönnu 125 g þurrkaðar döðlur, saxaðar gróft 200 ml appelsínusafi eða eplasafi 50 g heslihnetur, afhýddar og malaðar 50 g cashewhnetur, malaðar 100 g möndlur, malaðar 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 vel þroskaður banani, stappaður 1 msk kókosolía 1 tsk kanill 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjáv- arsalt) 45 g kókosmjöl 100 ml lífrænt framleiddur barna- matur án sykurs; epla-, peru eða apri- kósumauk Saxið döðlurnar gróft og setjið í lítinn pott ásamt appelsínusafanum. Sjóðið döðlurnar í um 10-15 mínútur. Ef þið notið heilar heslihnetur með hýði, þurr- ristið þá hneturnar á heitri pönnu. Til að þurrrista á pönnu er best að hita hana í fullan hita og rista hneturnar í 2-3 mínútur eða þangað til hýðið fer að losna. Kælið og nuddið hýðinu af. Setjið heslihnetur, cashewhnetur og möndlur í matvinnsluvélina og blandið í 10-15 sekúndur eða þangað til hneturnar eru orðnar nokkuð fínt mal- aðar (en ekki duftkenndar). Setjið í stóra skál. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél með u.þ.b. helmingnum af appelsínu- eða eplasafanum, gætið þess að deigið verði ekki of blautt. Bætið afgangn- um af vökvanum út í ef þarf. Setjið í stóru skálina. Stappið bananann. Bætið kókosolíu, banana, salti, kókosmjöli, kanil og vínsteinslyftidufti út í skálina og hrærið mjög vel. Afmælisdöðluterta Klæðið 24 sm bökunarform að innan með bök- unarpappír. Hellið deiginu út í formið og þrýstið vel niður í botninn. Bakið við 180°C í um 20-25 mínútur. Þegar kak- an er komin úr ofninum, stingið hana alla þá með litlum, beittum hnífi og smyrjið barnamatnum strax yfir kökuna í þykku lagi. Leyfið kökunni að kólna í um klukkustund. Skreytið með ferskum vel þroskuðum ávöxtum t.d. kiwi, mandarínum, jarðarberjum, hálfum vín- berjum o.s.frv. Einnig er gott að setja banana- sneiðar ofan á sem og kókosflögur. Af matarbloggi Sigrúnar Þorsteinsdóttur: cafe- sigrun.com. Kjöt innan úr 1 ungri kókos- hnetu (fæst frosið í asíu- búðum) 2 bananar 5 dl frosin bláber 1-2 msk hunang – má sleppa Setjið kókoskjöt og banana í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið frosnum blá- berjum útí og blandið smá stund. Bætið smá hunangi út í ef ykkur finnst ísinn mega vera sætari, ann- ars ekki. Ísinn er tilbúinn núna en má líka setja í frysti. Af síðunni lifraent.is. Kókoshnetu- og bláberjaís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.