Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Fjölskyldan Nýtt krílasálmanámskeið hefst í Laugarneskirkju fimmtudaginn 21. janúar.Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Tímarnir eru milli 13 og 14 og er skráning nauðsynleg. Nánar á laugarneskirkja.is. Sálmar fyrir kríli Þ að getur verið mikið að gera á stórum heimilum og óreiða flækir lífið frekar en hitt. Í byrjun árs er gott tækifæri til að endurskipuleggja sig og fá alla í fjölskyldunni til að hjálpa til við að skapa ró á heim- ilinu. Hérna koma nokkur góð ráð til þess að minnka draslið. 1. Afgreiddu ruslpóstinn Settu ruslpóstinn strax í endur- vinnslu þannig að hann dreifist ekki um allt hús. Athugaðu líka hvaða póst hægt er að losna við alfarið með því að afþakka fjölpóst. Það er mikið áreiti frá auglýsingapósti, sem getur líka skapað gerviþarfir hjá fullorðnum og ekki síður hjá ungum og áhrifagjörnum börnum. Líka er mikilvægt að opna og takast á við gluggapóst um leið og hann berst. Annars safnast hann bara upp. 2. Hrein borð í eldhúsinu Það getur komið sér vel að geyma sem flest eldhústæki inni í skáp ef það er pláss. Hrein borð í eldhús- inu gera það að verkum að auð- veldara er að vinna í eldhúsinu, þrífa og ganga frá. Líka er góð regla að ganga strax frá eftir mat- inn því það er fátt sem dregur úr manni kraftinn eins og eldhús í óreiðu að morgni. Yfir daginn getur hreinlega ver- ið fljótlegra að vaska upp einstaka bolla og diska heldur en að stafla þessu í uppþvottavélina. Þannig verður líka örugglega nóg pláss í uppþvottavélinni fyrir kvöldmat- ardiskana og auðveldara að ganga frá síðar. Til að minnka uppvask og frá- gang má líka haga því þannig að hver og einn fjölskyldumeðlimur eigi sitt eigið vatnsglas sem hann noti endurtekið yfir daginn. 3. Til atlögu við þvottafjallið Þvottafjallið getur verið eins og sí- stækkandi skrímsli, annaðhvort er það þvottakarfan sem er troðfull eða staflarnir af hreinum þvotti hrannast upp. Í þessum máli eins og svo mörgum öðrum er best að fást við vandamálið strax. Gakktu strax frá hreinum fötum og ekki henda óhreinum fötum á gólfið, þau ganga ekki sjálf í óhreina tauið. Best er ef allir á heimilinu átta sig á þessu. Þvotturinn verð- ur ekki að eins miklu fjalli ef gengið er strax frá. Mikilvægt er líka að fækka fötunum í skáp- unum, þannig verður ekki eins mikið að hugsa um. Gott er að hafa poka hjá þvottavélinni og setja þar föt sem eiga að fara til Rauða krossins eða annað í end- urnýtingu. Börn vaxa hratt og því eru stundum of lítil föt í skúffunum hjá þeim sem gera það erfiðara fyrir að ganga frá því plássið hefur minnkað. Þeir sem vilja prófa nýja aðferð til að brjóta fötin saman, þannig að auðveldara sé að sjá hvað er í skúffunni ættu að slá inn „Kon- Mari folding“ á Google. 4. Finndu stað fyrir dótið Leikdót barnanna á ekki heima á gólfinu nema þegar það er verið að leika með það. Það er mikilvægt að dótið eigi sér sinn stað. Þannig verður auðveldara fyrir börn að ganga sjálf frá og líka að finna það sem á að leika með. Það er gott fyrir börn að þurfa að ganga frá dótinu sínu á hverju kvöldi, taka það sem hefur orðið eft- ir inni í stofu eða ann- ars staðar og setja það á sinn stað. Þetta kennir þeim ábyrgð og lætur þau átta sig á því að meira er ekki alltaf betra. Til viðbótar er heimilið líka hreinna fyrir foreldr- ana, þegar þeir geta loksins sest niður um kvöldið. Reyndar er þetta góð regla fyrir fleira en dót. Ef hlutir eiga sér sinn stað er miklu auðveldara að ganga frá þeim. 5. Minnkaðu skrautið Það er gaman að eiga fallega hluti og stilla þeim til sýnis uppi í hillu eða ofan á kommóðu. Þessir hlutir fjölga sér smám saman þangað til einn getur verið farið að skyggja á annan. Stundum njóta færri hlutir sín betur en fleiri. Fækkaðu þess- um skrautmunum, taktu kassa með þér í stofuna og fækkaðu hlutum markvisst. Taktu það í burtu sem þér finnst ekki fallegt eða hefur mikla merkingu fyrir þig. Þetta á áreiðanlega eftir að veita þér meiri ró og gleði. Ef þú saknar einhvers þá er bara að setja hlutinn á sama stað aftur. Færri hlutir þýða líka að það er færra til að þurrka af og þrífa. 6. Pláss til að hengja af sér Það er mikilvægt að það séu alltaf laus herðatré í fataskápnum í and- dyrinu. Þannig er líklegra að gestir og heimilismeðlimir hengi af sér þegar þeir koma inn. Troðfullur fataskápur er ekki mjög aðlaðandi. Fyrir börn er líka gott að notast við snaga eða hengi en það virðist sem börnum sé tamara að nota herðatré sem sverð í leik heldur en rauverulegt áhald. Ef börn vita hvar þau eiga að hengja af sér, skilja eftir skóna og geyma skólatöskuna verður strax mun ólíklegra að þessir hlutir fari á flakk á heim- ilinu þar sem einhver ann- ar dettur um þá. Innblástur í greinina fékkst m.a. frá becom- ingminimalist.com og alphamom.com. NOKKUR GÓÐ TILTEKTARRÁÐ FYRIR FJÖLSKYLDUR Minnkaðu draslið á heimilinu Hrein borð í eldhúsinu gefa meira vinnupláss og auðveldara er líka að þrífa eldhúsið þannig. Getty Images/iStockphoto ÞAÐ DREYMIR MARGA UM EINFALDARA LÍF OG ÞAÐ ÞARF AÐ SKERA NIÐUR Á FLEIRI STÖÐUM EN Í MATARÆÐINU Í BYRJUN ÁRS. Í ÞESSU EINS OG ÖÐRU ER GOTT AÐ VERA STAÐFASTUR EN HÉR KOMA SEX GÓÐ RÁÐ SEM HJÁLPA TIL VIÐ AÐ MYNDA GÓÐAR VENJUR, MINNKA DRASLIÐ OG RÓA HUGANN UM LEIÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þvottafjallið er vissulega áskorun. Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir segjast vera „algjörir dagbókapervertar“. Í leit sinni að hinni full- komnu dagbók ákváðu þær að búa hana til sjálfar. Á síðu þeirra munum.is segir að dagbókin sé hönnuð með það að leiðarljósi „að auka líkur á hámarks árangri með því að auðvelda markmiðasetningu, tíma- stjórnun, hvetja til framkvæmda og efla já- kvæða hugsun,“ en þar er einnig að finna nánari upplýsingar. „Hún þurfti að vera falleg, fara vel í tösku, hafa nóg pláss til að skrifa niður klukkustund fyrir klukkustund, vera markmiðadrifin, hafa pláss fyrir matseðil vikunnar, æfingu dagsins og umfram allt að gefa innblástur. Við reyndum að hafa þetta allt að leiðarljósi við hönnun bókarinnar og erum mjög ánægðar með útkomuna og þau frábæru viðbrögð sem bókin hefur fengið,“ sagði Erla í viðtali á mbl.is. NÝSTÁRLEGAR DAGBÆKUR Tímastjórnun og jákvæð hugsun Bókin fæst í tveimur litum. Þóra Hrund Guð- brandsdóttir og Erla Björnsdóttir. Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.