Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Side 49
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Nú styttist í afhendingu
Óskarsverðlaunanna og
áhugamenn um kvikmyndir
eru spenntir að sjá þær
myndir sem berjast um helstu verð-
launin. Þar á meðal eru The Reve-
nent og The Big Short sem nú eru
sýndar hér á landi.
2
Tveir ljósmyndarar segja um
helgina frá verkunum á sýn-
ingum sínum. Á laugardag
kl. 14 mun Friðgeir
Helgason ræða um verkin á sýning-
unni „Stemning“ í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í Grófarhúsi og á sunnu-
dag kl. 15 mun Ingvar Högni Ragn-
arsson segja frá verkunum í „Upp-
sprettum“ í Gerðarsafni.
4
Einleikurinn Eldklerkurinn,
um séra Jón Steingrímsson,
verður sýndur í tvígang í
Tjarnarbíóí í mánuðinum og
fyrst á sunnudagskvöldið klukkan 19.
Hann var frumsýndur fyrir tveimur
árum og hlaut afar góðar viðtökur.
5
Gísli Sigurðsson, rann-
sóknarprófessor hjá Stofnun
Árna Magnússonar í íslensk-
um fræðum, mun á sunnudag
klukkan 14 veita leiðsögn í Safnahúsinu
við Hverfisgötu. Gísli mun sérstaklega
fjalla um mynd- og bókmenntir í hand-
ritunum en á sýningunni eru meðal
annars 14 handrit af Jónsbók. Aðgang-
ur er ókeypis.
3
Myndlistarmaðurinn Kristinn
Már Pálmason opnar í dag,
laugardag, klukkan 13 sína
tuttugustu einkasýningu í
Dead Gallery, Laugarvegi 29. Sýn-
inguna kallar listamaðurinn „Svartur
punktur“ og gefur að líta ný málverk.
MÆLT MEÐ
1
þátt í þessari mynd líka. Þær klipptu myndina
og unnu kraftaverk. Það er ekki hlaupið að því
að koma svona stórum sögum saman. Ég vildi
ekki að saga ömmu og afa týndist í sögu Lehr-
manns, sem er mjög stór. Og öfugt. Sjálfur
stend ég svo nálægt málinu að gott var að fá
ferska sýn á það. Sindri, Titti og Þuríður stóðu
sig öll frábærlega að því leyti. Hjálpuðu mér
að skilja ansi margt. Eins og með alla kvik-
myndagerð þá verður maður að vera tilbúinn
að færa fórnir; henda jafnvel því sem er manni
kærast í ruslið. Kill your darlings, eins og sagt
er.“
Eins og áður segir verður Njósnir, lygar og
fjölskyldubönd frumsýnd í Bíói Paradís næst-
komandi fimmtudag. Að sögn Helga er næsta
skref að kynna myndina gagnvart hinum
ýmsu hátíðum en aðilar í Svíþjóð og Þýska-
landi hafa þegar sýnt henni áhuga. Spurður
um Bretland kveðst Helgi ekki vera kominn
svo langt en að sjálfsögðu verði reynt að
koma myndinni á framfæri þar.
Steinninn farinn úr skónum
Myndin á sér tæplega þriggja áratuga að-
draganda og Helgi viðurkennir að þungu fargi
sé af sér létt. „Það er frábært að þessu langa
og stranga verkefni sé lokið. Ég hef verið að
freista þess að ná réttu jafnvægi í myndina
fram á síðasta dag en nú er hún loksins tilbú-
in. Héðan af verður engu breytt. Þetta hefur
verið eins og að vera með stein í skónum. Nú
er ég loksins búinn að losa hann úr og geng
eðlilega á ný. Þá get ég farið að snúa mér að
öðrum verkefnum.“
Málið er viðkvæmt í föðurfjölskyldu Helga
og hann vonar innilega að myndin ýfi ekki
upp gömul sár. „Andinn í fjölskyldunni hefur
verið góður enda loksins búið að grafa stríðs-
öxina, að ég held. Ég sýndi drög að myndinni
á ættarmóti sem fjölskyldan hét á Ísafirði í
fyrra og var vel tekið. Eftir að sýningu lauk
kom að vísu dálítil þögn sem var svolítið
þrúgandi en síðan virtust allir vera sáttir.
Myndin hefur reyndar breyst svolítið síðan
sem þýðir að kannski erum við ekki vinir
lengur.“
Hann hlær.
„Þetta er mikið tilfinningamál og það tekur
ekki bara á að vinna efni sem stendur manni
svona nálægt, heldur líka að sýna öðrum það.
Hvað ætli Freud myndi segja ef ég legðist á
sófann hjá honum? Ég hef stundum velt því
fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að losa mig
út úr þessu en niðurstaðan hefur alltaf verið
að halda áfram. Og nú verður ekki aftur snú-
ið!“
„Þetta er mikið tilfinningamál og
það tekur ekki bara á að vinna
efni sem stendur manni svona
nálægt, heldur líka að sýna öðr-
um það,“ segir Helgi Felixson
kvikmyndagerðarmaður.
Morgunblaðið/RAX
Hjónin Margarethe Häsler og Tryggvi Jóakimsson ásamt sonum sínum, Aðalbirni, Felix og Tryggva.
Mágkonurnar Gertrude og Margarethe Häsler
á Ísafirði áður en slettist upp á vinskapinn. Með
þeim eru synir þeirrar síðarnefndu, Felix og
Tryggvi og Aðalbjörn í vagninum.
Ísafjörður fyrir seinna stríð. Myndin er líklega tekin 1935 eða 1936.