Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 39
úrtakið rís undir nafni þar sem það tekur til ríkustu
manna veraldar og þeirra valdamestu. Við bætast
háttskrifaðir og háttskrifandi blaðamenn og á þessa
miklu rjómatertu setjast svo kirsuber eins og Kevin
Spacey (Underwood myndi passa vel þarna), Leon-
ardo DiCaprio og Bono, svo hluti skreytinganna sé
nefndur.
Í liðinni viku var Mario Draghi í Davos, æðsti mó-
gúll Seðlabanka evrunnar. Enda mætti halda því
fram að hefði Draghi ekki verið þar við núverandi að-
stæður væri ofsagt að „allir“ hefðu verið þar. Banka-
stjórinn skynjaði óróleika stórmenna og burgeisa yfir
brothættu ástandi og jafnframt að hann væri senni-
lega einn af fáum sálusorgurum sem þessir áheyr-
andur kynnu að taka mark á.
Áhorfendahópurinn hefur spurt sig hátt og í hljóði
hvort skollin væri á ný kreppa eða hvort kreppan frá
2008 hafi aðeins legið niðri, eins og íslensk eldgos
gera, og væri nú að gjósa aftur á nýrri sprungu.
Draghi sagði, að sögn Evans-Pritchards, sem þarna
var: „Við höfum margvísleg verkfæri í okkar vopna-
búrum, markmið okkar liggja ljós fyrir og við höfum
viljastyrk til að beita okkar verkfærum.“
Það þekkir hver á sjálfum sér að góðar fréttir eru
teknar með minni fyrirvara en þær lakari. Því var
gerður góður rómur að hreystitali bankastjórans.
Þeir sem fylgdust með mönnum í návígi í aðdraganda
heimatilbúnu heimskreppunnar, t.d. frá ársbyrjun
2007 til haustsins 2008, gleyma því seint hvernig af-
neitunin yfirskyggði önnur viðbrögð.
Jafnvel menn, sem heimurinn leit á sem risa á sviði
efnahagsmála tóku forystu í þeim viðbrögðum og
hjarðeðlið lét þá ekki að sér hæða.
Þeim sem leyfðu sér að andæfa í þessu andrúms-
lofti var kurteislega en ákveðið sýnt að þeir væru á
röngu róli og ábyrgðarlaust tal gæti jafnvel grafið
undan stöðu sem væri þó á flesta lund traust. Senn er
áratugur frá þessum atburðum, sem ættu þó enn að
vera í fersku minni.
Nýlega virtist háskólakennarinn Gylfi Magnússon
viðra þá kenningu sína að þessi kreppa hefði með ein-
hverjum hætti átt rót í að sala íslenska ríkisins á
tveimur bönkum af þremur (ekki þeim sem féll fyrst
á Íslandi) hefði ekki verið nægjanlega „gagnsæ“.
Klisjan var ekki greind nánar. Háskólakennarinn er
frægur fyrir einstæða þekkingu sína á kúbversku
efnahagsumhverfi. Það þarf þó ekki að þýða að þegar
af þeirri ástæðu séu aðrar fullyrðingar af slíku tagi
endaleysa. En hvað sem því líður þá virðist þessi
kenning vera það.
Andmæli úr öflugri átt
En í Davos var á meðal annarra „allra“ æðsti yfir-
maður svissneska bankans UBS. Hann lét ekki eftir
sér að „kaupa“ huggunarorð Draghis og gerði at-
hugasemd. Gjarnan er litið á slíka sem veisluspilla í
svo sérlegum selskap.
En þar sem í hlut átti Dr. Axel Weber lögðu menn
við hlustir. Dr. Weber var áður aðalbankastjóri
Seðlabanka Þýskalands og vildi frú Merkel hann sem
eftirmann Trichet, bankastjóra evrubankans, en
Weber afþakkaði. Hann sat þó lengi í stjórn þess
banka og var þar í hópi mestu áhrifamanna.
Weber sagði, „að það sem Seðlabanki evrunnar
gæti náð fram væri augljóslega háð skýrum takmörk-
unum. Vandinn er sá, að peningastefnan (bankans) er
komin að endamörkum sínum.“
Weber bætti við að „aukaverkanir lyfjagjafar bank-
ans færu sífellt vaxandi, en þau jákvæðu áhrif sem
lyfjagjöfin ætti að hafa á meinið sem barist er gegn,
minnkuðu jafnt og þétt.“
Axel Weber sagði ennfremur að „óróleikinn í efna-
hagslífi heimsins, sem við erum nú vitni að, eru fyrstu
merkin um timburmennina og vitnisburður um gjald-
ið sem við verðum að greiða að lokum.“
Hann sagðist samt búast við því að Seðlabanki
Draghis „væri líklegur til að reyna að þvinga vextina
enn lengra niður á „neikvæða svæðið“. En sú gjörð
myndi hitta menn sjálfa fyrir. Það er mjög mikil
hætta á því, að með slíkri stefnu verði lausafénu að
lokum bolað út úr hagkerfinu.“
Morgunblaðið/RAX
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39