Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Bækur Ljóð Guðrúnar Hannesdóttur eru órím-uð og einföld við fyrstu sýn. „Þeimhefur verið ágætlega tekið, árið 2007 fékk ég nýgræðingurinn ljóðstaf Jóns úr Vör og bókin Humátt var tilnefnd til Fjöruverð- launanna í ár, mér til mikillar gleði. Ég ætla að halda ótrauð áfram. Það er þannig með ljóðlistina að þegar maður hefur eitt sinn ánetjast henni verður ekki aftur snúið,“ segir Guðrún í samtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. Guðrún yrkir um hin aðskiljanlegustu efni, daglegt líf, pólitík og fleira. Sumum finnst þeir verða varir við nokkuð forn minni og þjóðsagnablæ í ljóðunum. Hvernig skyldi standa á því? „Ég hugsa svo oft til fólksins í landinu hér áður fyrr, sem lærði að elska orð og smíðaði dýrgripi úr orðum í allsleysinu. Enda er ég næstum sjálf fædd með annan fótinn í þeim heimi. Ég hef grúskað lengi í gömlum skáld- skap, safnað og gefið út þrjár bækur með höfundalausum vísum fyrir börn. Það gerði ég vegna þess að mig langaði til að spreyta mig á að myndskreyta erfitt efni en líka vegna eigin dálætis á sögum,vísum og þulum. Þær fylgdu mér frá barnæsku. Sjálf hef ég lesið alveg þindarlaust frá því ég varð læs og veit fátt yndislegra.“ Þráðurinn að ofan Guðrún vill ekki taka svo sterkt til orða að hún skrifi ljóðin ósjálfrátt „en þetta er oft eitthvað sem býr í undirmeðvitundinni, eitt- hvað sem ég hef velt fyrir mér lengi og kem- ur svo skyndilega. Það er eins og þegar ég byrjaði að teikna; ég hafði aldrei fengið nokkra tilsögn og ekkert lært. Enda beið ég með það lengi að byrja en þá var undir- meðvitundin búin að leggja sínar línur.“ Þetta dálæti á efni úr fortíðinni hefur lifað með fólki hér fram á þennan dag. Hvers vegna heldurðu að svo sé? „Daglegt líf í landinu var náttúrlega í föst- um skorðum svo öldum skipti, verkaskipt- ingin skýr og kyrrstaðan alger. Kyrrstaðan ól svo af sér hið stórmerka fyrirbæri kvöld- vökuna sem var nokkurs konar eilífðarleik- hús, lýsing: einn lampi; þátttakendur og leik- endur: ein rödd og hugmyndaflug heimafólks. Kvöldvakan var eiginlega æv- intýralegt afkvæmi neikvæðra þátta, ein- angrunar, ljósleysis, þrengsla og vinnuhörku. Og er sálfsagt ástæðan fyrir því að þessi þjóð er jafn áhugasöm um skáldskap og jafn skrifbrjáluð og hún er enn í dag. Þetta er þráðurinn að ofan. Um kvöldvökuna hefur margt verið skrifað, meira að segja heilu doktorsritgerðirnar. En svo var annað fyrirbæri sem sjaldnar er fjallað um, rökkursvefninn sem á undan henni fór. Þá lagði fullorðna fólkið sig til svefns til að nýta gagnslaust rökkrið og spara ljósmetið. En þeir sem þurftu minni svefn, börn, unglingar og gamalmenni vöktu og máttu hafa hægt um sig þangað til kom- inn var tími til að kveikja og vinna. Það var oftast í verkahring eldri kvenna að muna, semja, segja sögur eða kveða þannig að frið- ur og athygli ríkti – allt eftir eðli áheyrenda. Af nógu var að taka, sögur, ferskeytlur þulur og gátur. Engir málsmetandi menn voru þessa stund í því að hlusta á börn, vinnukon- ur eða gamalmenni frekar en oft endranær. Þess vegna var hægt var að fara með hvað eina að sínum hætti. Það getur nærri hvort ekki hafi oft þurft að bæta í minniseyðurnar og prjóna viðbætur sér til skemmtunar. Enda segir Laxness að íslenskur skáld- skapur og barnagælur væru „mikistil súr- realismi og metfé þeirrar aðferðar“. Þetta efni geymdist í minni og færðist frá kynslóð til kynslóðar. Það væri ekki ónýtt ef hægt væri að skoða þennan subkúltur og áhrif hans á seinni tíma skrif betur en gert hefur verið og meta og þakka sem vert væri. En bæði þessi munnlega geymd og upplestur á kvöldvökunni hefur áreiðanlega skipt sköpum við að móta okkur sem þjóð. Enn sjást þess merki því á dögunum sé ég frétt í Morg- unblaðinu um að börn og unglingar séu á fullu að taka þátt í vísnasamkeppni, með því að botna fyrriparta, með glæsilegum ár- angri.“ Guðrún hefur skoðun á umræðu síðustu vikna um starfslaun listamanna. „Það er nú ein skuggahliðin á fjörinu. Mér er nær að halda að það fár allt risti ekki eins djúpt og virðist. Gæti verið eitthvert annað óþol og pirringur á sínum venjulegu villigöt- um. Allt orkar að vísu tvímælis sem gert er, sérstaklega í mannfæð og návígi hjá smá- þjóð. En mér hefur sýnst úthlutunarnefndir og stjórn Rithöfundasambandsins hafa unnið að fullum heilindum og fagnaðarefni að nú á að skoða verklag og fyrirkomulag og sjá hvort hægt sé að gera það enn betra.“ Fyrir hverju er þá barist? Telur þú nauðsyn á starfslaunum? „Ég hvet menn til að fylgjast með um- ræðunni og mynda sér á skoðun á málinu, úr nógu er að moða akkúrat núna. Ég segi nú bara eins og Winston Churchill, forsætisráð- herra Breta, sem var að því spurður í miðju stríðinu hvort ekki væri nær að taka þá pen- inga sem rynnu til lista og setja þá í stríðs- reksturinn gegn Þjóðverjun. Fyrir hverju værum við þá að berjast? var hans svar. Þetta svar hans gengur ljósum logum á netinu og víðar enda hitti hann naglann á höfuðið. Listir og skáldskapur er nefnilega einn sterkast þátturinn í okkar lífi, hvort sem við komum auga á það þessa stundina og sá sem gefur okkur best þrek til að lifa.“ HÓF AF SEMJA LJÓÐ Á MIÐJUM ALDRI Ljóðið býr í undirmeðvitundinni „Það er þannig með ljóðlistina að þegar maður hefur eitt sinn ánetjast henni verður ekki aftur snúið,“ segir Guðrún Hannesdóttir ljóðskáld. Morgunblaðið/Styrmir Kári GUÐRÚN HANNESDÓTTIR BYRJAÐI SEINT AÐ YRKJA EN HEFUR NÚ SENT FRÁ SÉR FIMM LJÓÐABÆKUR. HUMÁTT KOM ÚT FYRIR JÓLIN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Kvöldvakan varævintýralegt af-kvæmi neikvæðra þátta, einangrunar, ljósleysis, þrengsla og vinnuhörku. Ég hef alltaf lesið töluvert. Fyrir nokkrum árum las ég einungis bækur sem fjölluðu um líf og störf kvenna í arabaheiminum og leit ekki við öðru. Líklega á ég tvo metra af bókum um þau efni. En svo fannst mér nóg komið, opnaði hugann og hóf að lesa annað. Ég verð að viðurkenna að helst les ég tölvupóst en það gildir ekki hér! Við starfsfólkið í Efstaleiti 9 ákváðum að taka þátt í átakinu „Allir lesa“ og nú stefnir Rauði krossinn á ekkert annað en sigur. Ég held upp á bókina „Á eigin veg- um“ eftir Kristínu Steinsdóttur. Þessi bók hafði einkennilega mikil áhrif á mig. Sagan fjallar um eldri konu, ekkju sem ber út blöð. Hún er ekki einmana, en er mikið ein. Áhuga- mál hennar er að sækja jarðarfarir. Það voru til tvö eintök á heimilinu, en ég sendi annað eintakið út í heim, merkti mér og hvatti lesendur til að láta bókina ganga. Ætla ekki að telja upp íslensku bækurnar sem ég hef lesið undanfarið, en 1. nóvember ár hvert hefst jólalesturinn með þá nýútkominni bók Arnaldar Indriðasonar. Ég keypti bók eftir höfundinn Kim Leine í Nuuk fyrir nokkru, „Spámennirnir í Botnleysufirði“ heitir hún á íslensku. Hafði les- ið bók eftir sama höfund, Kalak, sem er sjálfsævisaga hans. En hvað um það, í stuttu máli er Spámennirnir frábær bók. Hún er margverðlaunuð og fæst nú í afar góðri þýðingu Jóns Halls Stef- ánssonar. Það hafa ekki margar bækur verið skrifaðar um lífið á Grænlandi, miklu frekar ferðabækur. Hef lagt mig fram að lesa allt sem ég kemst yfir um lífið á Grænlandi. Ég hef alveg sérstaka tengingu við bókina „Litli prinsinn“ eftir franska flugmanninn Antoine de Saint-Exupéry. Þegar ég fór í ferðalag með vinum mínum eftir stúdentspróf ákvað ég að kaupa eitt eintak útgefið í hverju landi sem ég heimsótti. Eftir að ég kom heim hélt ég þessu áfram. Reglan var sú að ég yrði sjálf að fara til landsins. Í dag á ég tæplega 30 bækur, en enga á grænlensku. Auglýsi ég eftir styrk úr sjóðum til að þýða hana. Þýðandinn er fundinn og gæti hafist handa! BÆKUR Í UPPÁHALDI KRISTÍN S. HJÁLMTÝSDÓTTIR Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segist hafa alveg sérstaka tengingu við bókina Litli prinsinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.