Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Heilsa og hreyfing K omið er á markað maga- belti sem á að hjálpa fólki að brenna kviðfitu og minnka bumbuna. Beltið heitir Celcius-brennslubelti og fæst í Nettó um allt land. Ekki eru neinir rafstraumar gefnir með þessu belti, eins og var í tísku fyrir einhverjum árum, heldur er þetta einfalt teygjubelti með frönskum rennilás. Fyrirtækið Celcius auglýsir á vefsíðu, face- book, instagram og twitter. Á twitter-síðu fyrirtækisins má lesa: „Þú notar brennslubeltið í rækt- inni, vinnunni, göngu, golfi, jóga. Vísun á 100% árangur. Sentímetr- arnir fjúka.“ Verið að plata fólk Sigríður Einarsdóttir íþróttakenn- ari segir að eina leiðin til að brenna kviðfitu sé með hreyfingu. Hún hefur ekki mikla trú á þessu nýja magabelti sem á að örva brennslu á magasvæði. „Þarna er verið að plata fólk. Þú getur ekki brennt fitu af einhverju einu svæði, fitan fer jafnt af lík- amanum við brennslu. Það er ekki hægt að ákveða að brenna bara kviðfitu. Auglýsingin er bara það sem fólk vill heyra,“ segir Sigríður. „Ég get ekki ímyndað mér að þú getir sett á þig belti og það byrji einhver brennsla, það þarf súrefni í brunann, þú þarft að fara í þolæfingar eða eitthvað. En þeir segja að þetta virki best með hreyfingu en þá ertu komin í þolæfingar sem duga einar og sér. Hvort beltið hjálpi? Mér finnst það ólíklegt,“ segir hún. Á að auka svitamyndun Á vefsíðunni er einnig talað um að það hjálpi við vökvalosun á maga- svæði. Sigríður segir að vökvatap jafngildi ekki að missa fitu og tek- ur dæmi af vafningum sem hafa verið notaðir og eiga að stuðla að minna mittismáli. „Þá verður mikil vökvalosun og fólk upplifir að það sé að grennast, en maður tekur enga fitu af sér með því að vera með vafninga,“ segir hún og bend- ir á að þótt beltið auki svitamynd- un hafi það lítið að segja í sam- bandi við fitubrennslu. „Þú getur líka bara klætt þig í fullt af fötum og farið út að labba ef þú vilt auka svitamyndun!“ segir hún. Beltið er sagt veita góðan stuðning við neðra bak og segir Sigríður það vel geta verið. „Þetta veitir örugglega stuðning við neðra bak, þú færð tilfinningu að þetta styðji vel við þig. En maður er líka hræddur við það að vera háður slíkum stuðningi því þá ferðu að slaka meira á þeim vöðv- um sem þú átt að vera að nota til að halda þér uppi, það er vara- samt að vera háður einhverju svona,“ segir Sigríður. Klassísk fitubrennsluloforð Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur tekur í sama streng og Sigríður. „Þetta eru þessi klassísku loforð. Yfirleitt er þetta bara bjánalegt, það er verið að lofa einhverju sem stenst ekki nánari skoðun. Að lofa fitu- brennslu á ákveðnu svæði stenst ekki,“ segir Fannar sem segir að eina leiðin til að losna við fitu af einum stað sé með fitusogi. Fannar segir þessi belti ekki ný af nálinni. „Svipuð belti hafa verið til mjög lengi en hafa verið seld fyrir fólk með bakvandamál. Það veitir stuðning og eykur hitann á bakinu. En ef þú vilt auka svita- myndun geturðu bara klætt þig í kuldagalla. Þetta er ósköp einfalt, þetta snýst um mataræði og hreyfingu. Ef það er verið að lofa einhverju svona stóru þá er það yfirleitt kjaftæði. Ég er búinn að vera 16 ár í bransanum og hef ekki ennþá séð svona nýjungar sem standast,“ segir Fannar. Fannar segir að það sé útilokað að beltið hjálpi til við fitubrennslu. „Hreyfingin er aðalatriðið, þú færð alveg sama árangur þótt þú notir ekki beltið og hreyfir þig bara,“ segir hann. „Þetta hjálpar mögu- lega bakinu en fitubrennsla? Þú getur alveg gleymt því,“ segir Fannar að lokum. AUGLÝST AÐ NÝTT MAGABELTI ÖRVI BRENNSLU „Það er ekki hægt að ákveða að brenna bara kviðfitu. Auglýsingin er bara það sem fólk vill heyra.“ Getty Images/iStockphoto „BUMBUNA BURT“ ER LOFAÐ Á HEIMASÍÐU CELCIUSPORT.COM SEM SELJA MAGABELTI Á TÆPAR ÁTTA ÞÚSUND KRÓNUR. SÉRFRÆÐ- INGAR TELJA SLÍKT EKKI BERA ÁRANGUR OG AÐ VERIÐ SÉ AÐ PLATA FÓLK TIL AÐ KAUPA SÉR SKYNDILAUSN SEM EKKI VIRKI. MARKAÐSSTJÓRI CELCIUS HEFUR FULLA TRÚ Á VÖRUNNI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Celcius-brennslubeltin eiga að vinna á kviðfitu. Fannar Karvel Steindórsson Sigríður Einarsdóttir Bumban burt? Oft er lögð mikil áhersla á að teygja vel eftir æfingar til að koma í veg fyrir harðsperrur. Rannsóknir hafa ekki staðfest með afgerandi hætti að það sé tilfellið. Harðsperrur eru merki um að vöðvinn hafi tekið vel á. Teygjur eftir æfingu eru hins vegar góð leið til að fá slökun í vöðvann eftir átök og þær hleypa þannig blóðflæði að vöðvanum. Koma teygjur í veg fyrir harðsperrur? Ellý Ármannsdóttir er markaðs- stjóri hjá Celsíus sem flytur inn brennslubeltin. Hún segir að beltið virki vel við fitubrennslu og sé víða notað af íþróttafólki erlendis. Ellý segir að þetta sé ný vara og ekki sambæri- leg við eldri tegundir belta. Hún segir beltin mjúk og herði ekki að lík- amanum en þau eru gerð úr Neoprene-efni. „Beltið hitar svæðið og hægt er að nota það við æfingar og í vinnuna. Þá hitn- ar vöðvinn og þú ert rennandi sveitt og þá verður brennslan enn meiri. Það er mjög gott að nota þetta í ræktinni, jóga eða golfi,“ segir hún. „Þetta er vin- sælt í Ameríku og fólk hefur náð gríðarlega miklum árangri af að nota þetta. Ég persónulega hef prófað þetta og 10 sentimetrar eru farnir af mér,“ segir Ellý sem hefur notað þetta í vinnuna og göngutúra. Ellý segir að öll gagn- rýni eigi rétt á sér en að hún hafi fulla trú á vörunni. „Þetta er al- veg magnað og þetta er líka á viðráðanlegu verði,“ segir hún. „Það rennur af þessu svæði. Þetta er að virka.“ Virkar ótrúlega vel Ellý Ármannsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.