Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 47
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
þarf að gera viðeigandi ráðstafanir. Fjöldi Ís-
lendinga býr í Taílandi eða dvelst þar hluta
úr árinu og Viravan segir sitthvað annað geta
komið upp. Fólk týni eigum sínum eða fjár-
munum eða því sé stolið. Þá renna dvalarleyfi
fólks annað veifið út og þá þarf að aðstoða
það.
Einnig er mjög algengt að aðstoða þurfi
fólk við að fá leyfi til að gifta sig en hjóna-
bönd milli Íslendinga og Taílendinga eru
mjög algeng. Bæði á Íslandi og í Taílandi.
Aðra þarf að aðstoða við að skilja. Eins og
gengur.
Ennfremur þarf Viravan reglulega að að-
stoða fólk sem hefur veikst eða slasast og
jafnvel lent á spítala. Í því sambandi segir
hann brýnt að fólk sé með tryggingamál sín á
hreinu. Annað geti haft mikinn kostnað og
óþægindi í för með sér.
Að sögn Viravans kemur um helmingur
allra mála upp í Bangkok en fjölmörg mál
koma líka upp í borginni Pattaya, þar sem
margir Íslendingar búa, auk þess sem hún er
vinsæll ferðamannastaður, og á eyjunni Phu-
ket, sem einnig er vinsæll ferðamannastaður.
Komi upp slys eða veikindi segir hann fólk
yfirleitt flutt til Bangkok enda sé öll aðstaða
og þjónusta betri þar.
Fyrir kemur að íslenskir ríkisborgarar eru
teknir höndum í Taílandi og segir Viravan al-
gengast að fíkniefni komi þá við sögu. Fyrir
fáeinum árum kom upp stórt mál þegar Ís-
lendingur var gripinn þegar hann reyndi að
smygla fíkniefnum frá Japan til Taílands.
Hann fékkst á endanum fluttur til Íslands.
Flúði úr landi
Í eitt skipti var íslenskur maður leystur úr
haldi gegn tryggingu en flúði í framhaldinu
úr landi. Viravan tapaði ekki fjárhagslega á
þeim gjörningi, þar sem fjölskylda mannsins
borgaði tryggingaféð, en trúverðugleiki hans
beið óhjákvæmilega hnekki. „Ég leysti mann-
inn út á mína ábyrgð.“
Um tuttugu Íslendingar hafa látist í Taí-
landi á vakt Viravans og þá þarf að gera ráð-
stafanir til að koma jarðneskum leifum þeirra
heim. Hann segir þau mál að vonum með
þeim erfiðari. Bæði er um að ræða ferða-
menn og fólk með varanlega búsetu í Taí-
landi.
Ferðin til Phuket, eftir hamfarirnar, er að
sjálfsögðu eftirminnilegasta málið sem Virav-
an hefur komið að á ferli sínum sem vara-
ræðismaður. Óvenjulegasta málið snýr á hinn
bóginn að dauðsfalli. Eigur manns, föt, dag-
bók og fleira, fundust þá fyrir tilviljun undir
steini á víðavangi. Grunur lék á að maðurinn
væri íslenskur og að hann hefði fyrirfarið sér.
Fyrir vikið var samband haft við ræð-
ismannsskrifstofuna. Viravan fór á stúfana og
í ljós kom að lögregla á viðkomandi svæði
hafði í sinni vörslu tvö lík sem ekki höfðu
verið borin kennsl á. Annað var augljóslega
af Asíumanni en hitt gat verið Evrópubúi.
DNA-rannsókn leiddi í ljós að um umræddan
Íslending var að ræða.
Vill hjálpa fólki
Eins og fram hefur komið fylgir heilmikil
vinna ræðismennskunni í Taílandi. Viravan
telur það þó ekki eftir sér. Spurður hvað
hann fái út úr starfinu svarar hann: „Það
fylgir þessu ákveðin virðing og staða í sam-
félaginu. Ég er samt ekki í þessu út af því.
Ég tók þetta verkefni að mér vegna þess að
ég hef yndi af því að hjálpa fólki, ekki síst
þegar það er í vandræðum. Það er mjög auð-
velt að snúa þessu við. Þegar ég er sjálfur á
ferðalagi finnst mér gott að vita af ein-
hverjum sem getur aðstoðað mig ef í harð-
bakkann slær.“
Viravan hefur kynnst fjölmörgum Íslend-
ingum gegnum starf sitt og vingast við
marga. Hann ber Íslendingum vel söguna.
Þeir séu gegnumsneitt vingjarnlegir og
spaugsamir; þegar þeir eru allsgáðir.
Hann hlær.
Það eru mikil viðbrigði að koma frá litlu
landi eins og Íslandi, ekki síst til borgar eins
og Pattaya sem aldrei sefur. Eins og gengur
færast sumir of mikið í fang við djammið en
Viravan sér þó ekki annað en langflestir Ís-
lendingar skemmti sér vel í Taílandi.
Landið engu líkt
Hann hefur sótt Ísland heim í þrígang og
þess vegna kynnst þjóðinni á heimavelli líka.
„Það er margt líkt með Íslendingum og Taí-
lendingum. Báðar þjóðir eru lífsglaðar, trúað-
ar, umhyggjusamar og setja fjölskylduna yf-
irleitt í fyrsta sæti. Er það vel.“
Að hans mati er það engin tilviljun að svo
margir landar hans sækja til Íslands en á
annað þúsund Taílendingar búa á Íslandi.
„Ég er í ágætu sambandi við marga þeirra og
hitti marga þeirra á markaðnum við höfnina,
þegar ég er á Íslandi,“ segir Viravan og á að
sjálfsögðu við Kolaportið.
Viravan þykir landið afskaplega fallegt.
„Unni fólk náttúrunni verður það að koma til
Íslands. Landið er engu líkt og eiginlega úti-
lokað að lýsa því með orðum. Við á ræð-
ismannsskrifstofunni hérna í Bangkok höld-
um úti Facebook-síðu um ferðalög til Íslands
og áhuginn er mjög mikill. Taílendingum sem
sækja Ísland heim fjölgar ár frá ári og ég
veit af stórum hópi sem er að fara núna í
maí. Mín tilfinning er sú að 95% þessa fólks
séu mjög jákvæð og gætu vel hugsað sér að
fara aftur. Partur af átakinu okkar var að
senda atvinnuljósmyndara til Íslands í fyrra
og sýning á myndunum hans verður opnuð í
Bangkok seinna á árinu. Það verður veisla
fyrir augað.“
AP
*Mér skilst að engirræðismenn Íslandsséu eins uppteknir og
við feðgarnir hér í
Bangkok. Hvergi koma
upp fleiri mál.
Undanfarið hafa tveir íslenskir
námsmenn, búsettir í Grikklandi,
verið að taka próf á ræðismanns-
skrifstofunni. „Mál sem tengjast
veikindum eða lögreglu eru sjald-
gæf,“ segir hann.
Íslendingum
fjölgar vonandi
Hann segir Íslendinga yfirleitt
heillast af Grikklandi og mun fleiri
hefðu örugglega áhuga á að sækja
landið heim, væri það ekki svona
dýrt. „En núna þegar efnahagslífið
er að rétta úr kútnum á Íslandi för-
um við án efa að sjá fleiri íslenska
ferðamenn í Grikklandi,“ segir
hann.
Eftirminnilegasta málið segir Ly-
beropoulos hafa verið þegar hann
aðstoðaði íslenskt par við að leita til
kvensjúkdómalæknis í Grikklandi.
„Þau vildu upplifa örugga og
ánægjulega þungun, rétt eins og
Enda þótt nafnið ljóstri ekkiupp um hann þá er YannisLyberopoulos, aðalræð-
ismaður Íslands í Aþenu, höfuðborg
Grikklands, hálfur Íslendingur.
Móðir hans var Emilía Kofoed-
Hansen en hún lést árið 2004. Fyrir
vikið er hann í góðu sambandi við
land og þjóð og hefur komið hingað
árlega, dvalið í eina til tvær vikur
hið minnsta, frá því hann man eftir
sér. „Ísland er einstakt land og von-
andi kemur það til með að halda sín-
um einkennum um ókomna fram-
tíð,“ segir Lyberopoulos en hann er
í góðu sambandi við frændgarð sinn
hér á landi.
Yannis Lyberopoulos var skip-
aður ræðismaður árið 2009 og að-
alræðismaður í fyrra. Hann tók við
hlutverkinu af föður sínum, Con-
stantine Lyberopoulos, að beiðni ut-
anríkisþjónustunnar. Faðir hans
hefur stundað viðskipti með þorsk-
hrogn og saltfisk á Íslandi í meira
en hálfa öld. Hann er nú áttræður.
Yannis Lyberopoulos þykir vænt
um starfið enda þótt það sé launa-
laust. „Það er heiður að bera þá
ábyrgð að tryggja öryggi Íslendinga
í Grikklandi og að þeir njóti dval-
arinnar hérna,“ segir hann.
Lyberopoulos segir starfið alls
ekki tímafrekt. Mál er varði Íslend-
inga komi upp einu sinni í mánuði
eða svo en fyrirspurnir frá Grikkj-
um varðandi Ísland á að giska einu
sinni í viku.
Að sögn Lyberopoulos eru fram-
lengingar á vegabréfum og útgáfa
neyðarvegabréfa algengustu verk-
efnin sem hann þarf að fást við.
þau væru heima á Íslandi. Kven-
sjúkdómalæknir þessi er vinur okk-
ar hjónanna og gat sem betur fer
hjálpað þeim heilmikið. Allt fór eins
og best verður á kosið.“
Óvenjulegasta málið var þegar
Lyberopoulos tókst að losa Íslend-
ing undan hárri lögreglusekt vegna
bílsins sem hann hafði komið með
frá Íslandi.
Lyberopoulos ber Íslendingum
vel söguna. Segir þá vingjarnlegt
fólk og blátt áfram. „Grikkir kunna
upp til hópa vel að meta Íslendinga
og gera oftar en ekki meira fyrir þá
en fólk af öðrum uppruna. Gríska
sjónvarpið hefur til dæmis verið að
sýna tvær auglýsingar sem teknar
voru upp á Íslandi – og það á ís-
lensku.“
YANNIS LYBEROPOULOS, AÐALRÆÐISMAÐUR Í AÞENU
Seifsdýrkendur, einn
þeirra klæddur sem Forn-
Grikki, fara með bæn við
athöfn sem fram fór við
Ólympshof Seifs í Aþenu.
Reuters
Heiður að tryggja öryggi Íslendinga
Yannis Lyberopoulos er íslenskur í
móðurætt.
* En núna þegarefnahagslífið erað rétta úr kútnum á
Íslandi förum við án
efa að sjá fleiri ís-
lenska ferðamenn.