Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Side 17
Til að halda kjörþyngd velja sumir að borða lítið af öllu. Samkvæmt rann-
sókn sem birtist í PLOS ONE þar sem fylgt var eftir fimm þúsund manns
í fimm til sjö ár kom í ljós að þeir sem leyfðu sér allt í smáskömmtum
söfnuðu fitu um sig miðja. Sumir juku magamálið um 120%.
Lítið af öllu ekki gott fyrir línurnar
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is
Sorbact - Græn sáralækning
Klíniskar rannsóknir sýna
bata á sveppasýkingu*
hjá yfir 85% þátttakenda
*candida albicans
Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og
sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta
að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar
á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur.
Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi.
Sveppasýkingar
- í húðfellingum -
Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð
Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst
og magafellingar. Engin krem eða duft.
F
ljótlegasta leiðin til að fara utan er að sjálfsögðu að fara
með þotu yfir hafið en mörgu fólki líður ekki sem best í
háloftunum. Líkamlegir eða andlegir kvillar láta gjarnan
kræla á sér. Sumir eru flughræddir, aðrir fá bjúg, flug-
þreytu eða verki í líkamann. Margir eiga erfitt með að sofna í
flugvélum og enn aðrir eru að reyna að sinna litlum börnum.
En margt er til ráða til að láta sér líða betur á flugi, bæði fyrir
áhafnir og farþega. Vefsíðan fittofly.com gefur frábær ráð um
allt milli himins og jarðar sem tengist velferð á flugi.
Stútfullur vefur af upplýsingum og ráðum
Vefurinn er í umsjá Geirþrúðar Alfreðsdóttur, flugstjóra hjá
Icelandair, en margir sérfræðingar, hver á sínu sviði, skrifa
greinar á vefinn og er mikil áhersla lögð á fagmennsku. Grein-
arar fjalla um ýmis mál tengd ferðalögum. Þar má til að
mynda finna ráð varðandi öryggismál í útlöndum og er þar
bent á ýmsar leiðir til að forðast að lenda í þjófnaði, svo eitt-
hvað sé nefnt. Hægt er að lesa um réttindi flugfarþega, ráð við
flughræðslu, hættuna á blóðtappa, flug á meðgöngu, hollt nesti
á ferðalögum, bjúg á fótum, þurrt loft í flugvélum og margt
fleira.
Mælt með léttum æfingum
Eitt af því sem fjallað er um er kyrrseta á flugi. Kyrrsetan í
flugi veldur því að fólk verður stíft og stirt og er mælt með því
að gera léttar hreyfingar, en þær er hægt að gera í sætinu.
Sérstaklega er mælt með léttum æfingum á lengri flugleiðum
til þess að örva blóðrásina og minnka þannig líkur á bólgum
og bjúgmyndun sem stundum vilja myndast við slíkar að-
stæður. Einnig er mælt með að standa upp og ganga um far-
þegarýmið ef færi gefst.
Hægt að minnka eða lækna flughræðslu
Á vefnum eru gefin góð ráð við flughræðslu, sem er ein al-
gengasta tegund fælni. Erlendar kannanir sýna að fimmti til
tíundi hver fullorðinn er flughræddur og mun fleirum er ekk-
ert vel við þennan ferðamáta. Konur eru frekar flughræddar
en karlar og er flughræðsla algengust hjá fólki á aldrinum frá
tvítugu til fertugs. Margir telja það tengjast ábyrgðartilfinn-
ingu sem fylgir foreldrahlutverkinu. Margt er hægt að gera til
að minnka eða lækna flughræðslu og er vel farið yfir þessi mál
í grein Eiríks Arnar Arnarssonar, prófessors í sálfræði.
Hægt að slaka á í flugvél
Ef þú hyggur á ferðalög á næstunni er upplagt að kynna sér
málin á fittofly.com. Það er hægt að njóta þess að slaka á í
flugvél, horfa á góða bíómynd, lesa góða bók eða spjalla við
ferðafélagana og umfram allt að láta sér líða vel. Sumir ná
meira að segja að fá sér góðan lúr. Margir eru á leiðinni á
framandi slóðir og því gott að koma vel hvíldur og endur-
nærður á áfangastað.
FIT TO FLY: FRÆÐSLUVEFUR FYRIR FLUGÁHAFNIR OG FLUGFARÞEGA
Að njóta flugsins
Getty Images/iStockphoto
Á vefnum fittofly.com eru gefin mörg góð ráð sem tengjast vellíðan í flugvél.
Á VERALDARVEFNUM MÁ FINNA ÍSLENSKU
HEIMASÍÐUNA FITTOFLY.COM EN ÞAR MÁ FINNA
ÝMSAN FRÓÐLEIK UM HVERNIG HÆGT SÉ AÐ
LÁTA SÉR LÍÐA VEL UM BORÐ Í FLUGVÉLUM.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
*Heilsa fæst ekki keypt; þaðþarf að vinna fyrir hennimeð heilsusamlegu líferni.
Dr. Joel Fuhrman.
Flest þekkjum við einhvern sem
líður illa í bíl. Fólk upplifir vanlíð-
an og ógleði og endar það oft
með uppköstum. En hvað er bíl-
veiki og hvers vegna þjáist sumt
fólk af henni?
Bílveiki er ein tegund af ferða-
veiki sem fólk getur fundið fyrir í
bíl, flugvél, skipi, lest eða í tívolí-
tæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú
að heilanum berast misvísandi
boð frá ýmsum skynfærum lík-
amans um stöðu hans og afleið-
ingin er vanlíðan.
Góð ráð við bílveiki eru að hafa
augun á sjóndeildarhringnum en
ekki einblína á hluti sem þeysa
fram hjá. Það gæti einnig hjálpað
að sitja í framsætinu og ekki lesa
bók á ferð. Ekki vera nýbúin að
borða fyrir langa bílferð og þá
sérstaklega ekki brasaðan mat og
ekki neyta áfengis og/eða annarra
lyfja rétt fyrir eða meðan á ferð
stendur. Rannsóknir hafa sýnt að
engifer getur dregið úr áhrifum
ferðaveiki. Piparmynta og te eru
gömul húsráð sem hægt væri að
prófa fyrir brottför. Sumir taka
andhistamínlyf nokkrum klukku-
tímum fyrir brottför eða ógleði-
lyf.
Getty Images/iStockphoto
Ráð við bílveiki