Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 15
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 útivist og stangveiði; ef rólegt er í veiðinni fer ég að mynda og þegar ég fer í gönguferðir, sem ég geri mikið af, finnst mér gaman að búa til sögu með myndum. Þannig geta aðrir að einhverju leyti ferðast með mér, með því að skoða myndirnar. Þess vegna burðast ég alltaf með stóra myndavél.“ Hann segir Húnavatnssýslu frá- bært svæði fyrir þá sem hafa áhuga á veiði og útivist. „Hér er stutt í allt; maður keyrir í örfáar mínútur og er þá kominn að ein- hverju vatni og hér eru frábærar laxveiðiár.“ Vildu á landsbyggðina Eiginkona Róberts Daníels er Erna Björk Jónmundsdóttir, sem fyrr segir. „Við erum bekkjarsystk- ini úr grunnskólanum í Bolung- arvík en ástæðan fyrir því að við fluttum norður var að foreldrar mínir bjuggu á Blönduósi þá. Við vorum komin með lítið barn og langaði að komast í svipaðar að- stæður og voru í Bolungarvík. Við vildum fara út á landsbyggðina enda er varla gerlegt að koma sér upp heimili í Reykjavík, það er svo dýrt. Við sáum fyrir okkur betra líf úti á landi og vildum vera búin að festa rætur áður en barnið byrjaði í skóla. Við höfðum oft komið í heimsókn til pabba og mömmu á Blönduósi og hrifist af staðnum. Þess vegna varð bærinn fyrir val- inu og við erum rosalega ánægð hérna.“ Þau eiga þrjú börn. Daníel Máni er alveg að verða 15, Ísól Katla er 12 ára og Óskar Sólberg 6 ára. „Ég er mikill fjölskyldumaður og hér er mjög mikið í boði fyrir börnin varðandi tómstundir og stutt í allt; hér er ákveðið frelsi sem ég hreifst svo mjög af í Bol- ungarvík á sínum tíma. Þau hafa sama frelsi hér og við höfðum þar.“ Stefnt er að því að Háskólinn á Ak- ureyri (HA) verði kolefnishlutlaus í framtíðinni. Eitt skref á þeirri veg- ferð var stigið á dögunum, þegar sex „græn“ bílastæði voru formlega tekin í notkun á lóð skólans. Stæðin eru ætluð fyrir ökutæki sem geta tekið við innlendri orku og eru fjögur þeirra búin rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Þar geta starfs- menn og nemendur hlaðið bílana sér að kostnaðarlausu. Ekki er um hrað- hleðslustöðvar að ræða heldur nota eigendur eigin búnað til að setja í samband við hefðbundna 16 ampera innstungu. Bílar standa yfirleitt í nokkra klukkutíma á dag við skólann og því nýtist tíminn til hleðslu. Myndin er tekin við vígslu stæð- anna. Frá vinstri: Jón Ómar Jóhanns- son frá bifreiðastæðasjóði, Trausti Tryggvason, umsjónarmaður hjá HA, Kristín Ágústsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs HA, Guðmundur Haukur Sigurðarson frá Vistorku, Ólafur Búi Gunnlaugsson, forstöðumaður fasteigna og rekstrar hjá HA, Eyjólfur Guðmundsson rekt- or og Óskar Þór Vilhjálmsson tækni- maður. AKUREYRI Ljósmynd/Ragnar Hólm Sérstök stæði fyrir „græna“ bíla við HA „Hann er að gera svo frábæra hluti fyrir bæinn okkar, mynd- irnar hans frábærar og alltaf er hann glaðlegur og jákvæður.“    „Hann sér endalausa fegurð í Húnavatnssýslu og deilir með okkur hinum, jafnt á vetri sem á sumri. Við sem sjáum mynd- irnar hans opnum augun fyrir okkar fallega stað og fyllumst þakklæti og stolti.“    „Hann hefur fært og frætt okk- ur í héraði svo mikið um nátt- úruna og fegurðina sem við höfum hér allt í kringum okkur í máli mjög svo fallegra mynda.“    „Hefur unnið ötullega að því að koma okkar svæði á kortið með jákvæðu viðhorfi og flott- um myndum sem birtar eru á veraldarvefnum.“    „Með fallegum ljósmyndum sín- um af Blönduósi og nágrenni hefur Róbert Daníel glatt marga, bæði þá sem búa á svæðinu en ekki síður brottflutta fyrrverandi íbúa þess. Myndirnar hans hafa vakið athygli margra á fegurð svæðisins og áhugaverðum stöðum í sýslunni. Myndirnar hafa hlotið verðskuldaða athygli og má leiða að því líkur að með myndum sínum hafi Róbert Daníel stuðlað að meiri hagsæld á svæðinu með því að laða að margan ferðamanninn.“ Hvað sagði fólk sem tilnefndi Róbert Daníel? Helstu nýjungar í íslenskum landbúnaði verða kynntar á sýningu samhliða handverkshátíð að Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit aðra helgina í ágúst. Nýir framkvæmdastjórar há- tíðarinnar eru Katrín Káradóttir og Guðný Jóhannesdóttir. Handverk og landbúnaður Hálfrar aldar afmæli Garðaskóla í Garðabæ verður fagnað með hátíð í skólanum 11. nóvember. Þá verður sögusýn- ing og eru fyrrverandi nemendur hvattir til að senda skól- anum efni. Áttu þú gamla mynd, minningu eða sögu? Varst þú í Garðaskóla? Óskar Sólberg, sonur Róberts, með grágæsarunga. Helsingjar með unga.Riðið á ísilögðu Laxárvatni í fallegu veðri. Ganga á Spákonufelli. hágæða vítamín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.