Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 31
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Það getur verið gott fjölskyldusport að púsla en á púslmarkaði Spilavina gefst tækifæri til að býtta, selja og kaupa notuð púsl og jafnvel ný. Spilavinir opna kjallarann hjá sér og setja upp borð fyrir púsluspilasölu laugardaginn 30. janúar milli 13 og 16. Púslmarkaður í Spilavinum*Oft kemur grátur eftir skellihlátur. Málsháttur Ferðafélag barnanna stendur fyrir stjörnu- og norðurljósagöngu laug- ardagskvöldið 30. janúar. „Af hverju eru stjörnur mismun- andi á litinn og hvers vegna sjást norðurljósin bara stundum? Sævar Helgi Bragason, verkefnisstjóri við Háskóla Íslands og kennari í Há- skólalestinni, svarar öllum spurn- ingum um norðurljósin, stjörn- urnar og vetrarbrautina í gönguferð sem helguð er him- ingeimnum,“ segir á vef Ferða- félags barnanna, ferdafelag- barnanna.is. „Þátttakendur safnast saman við skrifstofu FÍ í Mörkinni 6, kl. 20 á laugardagskvöldið og aka í hala- rófu út fyrir borgarmörkin, upp í Heiðmörk, framhjá Rauðhólum og að Elliðabænum við Elliðavatn. Þar leggjum við bílunum (passa að raða þeim vel svo að allir komist fyrir) og göngum aðeins meðfram vatn- inu,“ segir þar ennfremur. Lögð er áhersla á að allir séu vel klæddir. „Það má jafnvel stinga einhverri sessu eða gamalli frauð- dýnu ofan í bakpokann því auðvitað er allra best að skoða himingeim- inn liggjandi á jörðinni og þá er gott að liggja / sitja á einhverju sem einangrar rassinn frá jörðinni! Auk þess að klæða sig afar vel, mælum við með því að fólk taki með sér kíki og nesti, sérstaklega er gott að taka með sér eitthvað heitt á brúsa, því í kuldanum er gott að fá heitan drykk í kropp- inn.“ Gert er ráð fyrir að ferðin taki um tvær klukkustundir. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni Ferða- félags Íslands og Háskóla Íslands sem ber nafnið: Með fróðleik í far- arnesti. Þátttaka er ókeypis og allir vel- komnir. Ekki þarf að panta heldur aðeins að mæta. FERÐAFÉLAG BARNANNA Norðurljós eru magnað fyrirbæri. Stjörnu- og norður- ljósaganga Umboðsaðili: Celsus ehf Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. „Spirulina frá Lifestream er lífrænt fjölvítamín fjöl- skyldunnar og eykur hjá okkur einbeitingu og orku út daginn. Okkur finnst það mjög gott hrist í appelsínusafa, eins bý ég oft til döðlunammi með Spirulina eða Veggies grænmetisduftinu. Þó við borðum mjög hollt fæði finnum við mikinn mun með Lifestream vörunum. Við erum ótrúlega heilbrigð öll og leggjumst ekki í flensur eða kvefpestir. “ Laus við flensur & pestir „Ég get ekki hugsað mér að vera án Lifestream Spirulina sem hefur hjálpað mér í gegnum allt.“ Ásdís Einarsdóttir, verslunarstjóri hefur notað Lifestream Spirulina síðan á sinni fyrstu meðgöngu og brjóstagjöf. Hún velur Lifestream vörurnar fyrir fjölskyldu sína til að viðhalda góðri heilsu, orku og einbeitingu. 100 næringarefni Leikfangafyrirtækið Lego kynnti í fyrsta sinn legókall sem er með einhverja fötl- un. Aðdáendavefsíðan promobricks.de birti mynd af legóstráki í hjólastól. Myndin var tekin á leikfangasýningu í Nürnberg. Kallinn verður hluti af nýjum kassa í Lego City-línunni sem inniheldur margar fígúrur og annað tengt skemmti- ferð í garðinn eins og leiktæki og íssala. Talið er að Lego hafi með þessu brugðist við herferðinni #ToyLikeMe þar sem skorað var á leikfangaframleið- endur að hafa fötluð börn með í vörulín- um sínum. MEIRI FJÖLBREYTILEIKI Legóstrákur í hjólastól Strákurinn verður í Lego City-pakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.