Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 26
Afgangar af saltfiskrétti 2 baguette rifinn ostur Skerið innan úr brauðinu í eins konar „v“ og takið „v“ úr (um1/3 af brauðinu). Tætið saltfiskréttinn í ragú. Hitað í 2-3 mínútur í örbylgjunni. Setjið ofan í bagu- ette-brauðið og stráið ostinum yfir og hitið í ofni á 180°C í 5 mín. Stillið á grill í lokin til að brúna ostinn. Saltfisk-baguette Afgangar af saltfiskrétti 10 stk kokteil-tómatar ½ gúrka 2 tsk kapers 1 poki blandað salat ¼ sítróna grænar ólífur Takið afganga af saltfiskrétt- inum og tætið gróft og blandið saman. Skerið tómata og gúrku og blandið við ásamt kapersi og ólífum og setjið blönduna út á salatið. Bleytið með ólífuolíu og kreistið einn bát af sítrónu yfir. Sniðugt er að nota aðra grænmetisafganga sem þið eig- ið til. Gott með heitu baguette- brauði. Spánskt salt- fisksalat Matur og drykkir Kryddjurtir í matargerð *Gott er að vita hvenær á að setja kryddjurtirí matinn. Harðgerar kryddjurtir eins og t.d.timían, rósmarín og óreganó eiga að fara íréttinn snemma í elduninni til að þær nái aðgefa hámarks bragð en einnig til að linastundir tönn. Fíngerðari kryddjurtir, eins ogbasil, kóríander, tarragon og steinselja fara hins vegar síðastar í pottinn. Annars missa þær sitt ferska bragð og fallega lit. Þ egar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl,“ segir Salka Valka hans Hall- dórs Laxness. Fátt hefur ver- ið jarðbundnara eða hvers- dagslegra en saltfiskur í gamla daga þegar þessu fleygu orð voru rituð. En saltfiskurinn hans Óskars er langt frá því að vera hvers- dagslegur því þótt hann sé fljótlegur og auðveldur að matbúa er þetta hinn besti veislumatur. Hér fáum við ís- lenska saltfiskinn með spænsku yfirbragði, stútfullan af hráefni sem kitlar bragð- laukana svo um munar. Lífið er saltfiskur! ÓSKAR FINNSSON SÝNIR NÚ LISTIR SÍNAR MEÐ SALTFISK OG ÚTBÝR KLASS- ÍSKAN SPÆNSKAN OFNRÉTT EN LÆRA MÁ HANDTÖKIN Á MBL.IS Í KORTER Í KVÖLDMAT. AFGANGANA MÁ SVO NÝTA Í TVO GÓÐA RÉTTI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Óskar var ekki lengi að galdra fram frábæran saltfiskrétt. Morgunblaðið/Ásdís 700 – 800 g útvatnaður salt- fiskur – frá Ekta 400 g kartöflur 1 stk paprika 50 g kasjúhnetur 1 stk fennel ólífuolía 1 stk chili ½ msk engifer, rifið 2 hvítlauksrif, rifin 1 dós niðursoðnir tómatar, saxaðir 50 – 100 g rúsínur 15 stk ólífur 2 msk parmesan, rifinn pipar tabasco (má sleppa) Sjóðið kartöflur og stillið ofn á 180°C. Þurrsteikið kasjúhneturnar og setjið þær til hliðar. Saxið papriku, chili og fennel og steikið á pönnu í stutta stund. Bætið við söxuðum lauk, engifer og hvítlauk á pönnuna. Bætið við tómötum og ólífum og kryddið með pipar og smá tabasco. Leyfið sósunni að malla í smá stund. Bætið við steiktu hnetunum og rúsínum. Hellið sósunni í eldfast fat. Raðið fiskflökum ofan á og rífið parmesan yfir fiskinn. Bakið í ofni á 180°C í 12-14 mínútur. Berið fram með soðnu kartöflunum. Ofnbakaður saltfiskur ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ ÚTBÚA ÚR AFGÖNGUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.