Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 37
V
erslunarkeðjan Zara
er þekkt fyrir að
herma eftir hönnun
stóru tískuhúsanna
og framleiða undir eigin
nafni. Það kom Fionu Crib-
ben, írskum fatahönnuði sem
búsett hefur verið hérlendis
í áraraðir, heldur betur í
opna skjöldu að Zara væri að
herma eftir skartgripalínu
hennar.
„Ég hef rætt þetta við vini
mína sem þekkja vel til í
þessum geira. Það er víst
vaninn hjá Zöru að herma
eftir hönnun, og líka hjá
sjálfstæðum hönnuðum sem
eru með eigin fyrirtæki. Þá
bíða þau í tvö ár áður en
þau setja varning á markað
sem er þá eftirherma litlu
hönnunarhúsanna en fjóra til
sex mánuði með stóru tísku-
húsin,“ útskýrir Fiona en lína
hennar er fjögurra ára. Lín-
an samanstendur af skart-
gripum unnum úr hval-
tönnum. Fiona segir það
óalgengt að sjá skartgripi úr
hvaltönnum og þannig hljóti
að vera að Zara hafi fengið
hugmyndina að armböndunum
frá henni. Nýir hönnuðir eru yfirleitt frekar frjáls-
ari í hönnun sinni og þykir hönnun þeirra því oft-
ast of nýstárleg fyrir kúnnana. En Zara leitar
þá uppi og bíður í um tvö ár með að selja
eftirlíkinguna.
Fiona segir þó ekki óalgengt að stór tískuhús
líki eftir hönnun annarra. „Þegar ég vann sem
hönnuður hjá Victoria’s Secret voru þau með gríð-
arlegt safn af flíkum eftir aðra hönnuði sem þau
hermdu eftir og sendu í framleiðslu. Eftirlíkingar
eru bara hluti af því að vinna fyrir stærstu merk-
in.“
Fyrrverandi nemandi Fionu úr Listaháskólanum
sendi henni mynd af armböndum sem hún rakst á í
Zöru í Kaupmannahöfn sem voru gríðarlega lík
hönnun Fionu og segir hún það hafa verið áfall.
„Annars vegar er ég frekar upp með mér að
Zöru lítist vel á hönnun mína en hinsvegar er
keðjan væntanlega að stórgræða á þessu og það
væri gott að fá einhverja prósentu af því. Ef
þeir ynnu þannig að þeir hefðu samband við
hönnuði og byðu þeim hluta af gróðanum gegn
því að selja útgáfu af hönnun þeirra, myndi það
gera þetta miklu heiðarlegra,“ útskýrir Fiona.
Fiona segist hafa talað við lögfræðing á Íslandi
sem sagði að það væri auðvitað hægt að kæra
tískukeðjuna en það eru ýmis ákvæði sem gera það
að verkum að það er ólíklegt að Fiona myndi vinna
málið. „Ég er ekki búin að fá einkaleyfi fyrir hönn-
uninni til að mynda. Zara hefur einnig útfært þetta
ólíkt hönnun minni á fimm vegu sem gerir það að
verkum að þeir kæmust sennilega upp með þetta.“
Aðspurð segist Fiona hafa lent í þessu áður en
fyrir tveimur árum hermdi COS-verslunarkeðjan í
eigu H&M eftir eyrnalokkum frá henni.
„Vörurnar mínar eru unnar úr ekta gulli, en
Zara fjöldaframleiðir armböndin úr ódýrum efn-
um sem eiga varla eftir að endast lengi.“
Ef vörurnar eru á Bandaríkjamarkaði mun Fiona
þó kæra keðjuna. Hún mun þá hafa samband við
bandarískt fyrirtæki sem hjálpar fólki í þessum að-
stæðum ef því finnst tilefni til og tekur síðan helm-
ing af gróðanum sem vinnst fyrir málið.
ELIE SAAB
Indland var innblástur hátískulínu Elie
Saab fyrir sumarið 2016. Fallegur út-
saumur og textíll einkenndu línuna sem
var í náttúrulegum og mildum litum.
Kögur og spennandi fylgihlutir gerðu
jafnframt mikið fyrir heildarsvipinn.
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
ERFITT AÐ KÆRA HÖNNUNARSTULD
Zara hermir eftir
hönnun Fionu Cribben
FATAHÖNNUÐURINN FIONA CRIBBEN FÉKK ÞÁ ÓSKEMMTILEGU VITNESKJU Í VIKUNNI
AÐ SPÆNSKA VERSLUNARKEÐJAN ZARA VÆRI AÐ HERMA EFTIR HÖNNUN HENNAR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Ljósmynd/Fiona Cribben
Fiona Cribben komst að
því að Zara væri að
herma eftir fjögurra ára
gamalli hönnun hennar.
Hringar Fionu
Cribben eru úr
14-18 karata
gulli og ekta
hvaltönn.
DIOR
Það var teymi af ungu fólki
sem hneigði sig eftir
hátískulínu Dior að þessu
sinni þar sem tískuhúsið
er í svolitlu millibils-
ástandi eftir að yfirhönn-
uður þess, Raf Simons sagði skil-
ið við það. Teymið hélt í gamlar
hefðir hússins sem voru helst
áberandi í sniðum og formum fatn-
aðarins. Þó vantaði eitthvað í lín-
una, hún var auðvitað afskaplega
fögur en aðeins of hefðbundin.
AFP