Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 8
Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is * Sagt hefur verið að stjórnmál séu næstelsta atvinnu-greinin. Ég hef komist að því að þau eru nauðalíkþeirri elstu. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti 1981-1989. 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 Lars Løkke Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, er í sumum fjölmiðlum utan landsins líkt við nasistafor- ingja, svo mikil er heiftin. Er- lendur fréttaritari í Dan- mörku sagði að næst myndu Danir „klippa allt hár af hæl- isleitendum og nota það í rúmdýnur“, með tilvísun í eitt af því sem alræmt varð í of- sóknum nasista gegn gyð- ingum. Nasistar rændu eigum gyðinga og sex milljónir þeirra enduðu í gasklefum. Hætt er við að mörgum fórn- arlamba gasklefanna myndi finnast lítið gert úr þjáningum sínum með samlíkingunni. Í lögum margra Evrópuríkja eruákvæði um að eigi hælisleit-endur eignir fram yfir ákveðna hámarksfjárhæð megi skylda þá til að greiða sjálfir hluta þess kostn- aðar sem þeir valda. Nefna má sem dæmi Sviss, Holland, Noreg og tvö þýsk sambandsríki. Und- anfarin fjögur ár hafa hælisleit- endur í Hollandi verið látnir borga til baka sem nemur um 100 millj- ónum ÍSK af þeim kostnaði sem hælisumsóknir þeirra hafa kostað ríkið, að sögn Guardian. „Það er óviðeigandi að leggja hald á per- sónulegar eigur fólks en þegar fólk á raunverulega eignir er sann- gjarnt að láta það greiða fyrir út- gjöldin,“ hefur breska blaðið eftir talskonu hollenska flóttamanna- ráðsins. En sáralítið hefur verið minnst á slíka löggjöf í Evrópu fyrr en núna þegar Danir hafa samþykkt svipuð lög, skerði réttindi hælisleitenda til að draga úr straumnum, eins og mörg önnur ríki álfunnar gera nú. Þeir lengja einnig tímann sem hæl- isleitendur þurfa að bíða til að geta fengið nána ættingja sína, þ. á m. börn, til Danmerkur úr einu ári í allt að þrjú fyrir suma. En sá hluti laganna vekur minni athygli en peningarnir þótt hann virðist vera mun harkalegri. Fordæmingar hafa hellst yfir danska þingið frá erlendum fjöl- miðlum, mannréttindasamtökum og stjórnmálaleiðtogum. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Dani hunsa með lögunum „norrænar mannúðarhefðir“. Fullyrt er líka að þau séu andstæð ákvæðum al- þjóðlegra mannréttindasáttmála. Hér skal tekið fram að hælisleit- endurnir njóta alls sem danska vel- ferðarkerfið, líklega það rausn- arlegasta í heimi, býður upp á. Allir Danir sem geta sýnt fram á sára þörf fyrir fjárhagsaðstoð fá svonefnda kontanthjælp er getur numið hátt í 300 þúsund ÍSK á mánuði fyrir barnafjölskyldu. En eigi fólk meira en 10.000 DKR (tæp 200 þúsund ÍSK) skerðast bæturnar og framvegis mun það líka gilda um hælisleitendur. Stjórnarsinnar segja að mark- miðið sé að tryggja að allir sitji við sama borð í velferðarkerfinu. Ef hælisleitendum sé hyglað sér- staklega auki það á andúð á þeim meðal almennings, segja sumir sem taka undir þessi rök stjórnarsinna. En þegar danskir ráðherrar fengu á mánudag að kynna málið á þingi Evrópusambandsins, voru sumir fulltrúarnir fokreiðir Dönum. Louis Michel, fyrrverandi utanrík- isráðherra Belgíu, var eldrauður af bræði og öskraði svo hátt að þing- forsetinn varð loks að fá flokks- bræður hans til að þagga niður í honum. Og virðuleg blöð eins og Financial Times og Guardian hafa birt skopmyndir þar sem Danir eru sakaðir um ómerkilega fégræðgi og í leiðurum eru þeir sagðir níðast á umkomulausu fólki. Vinni til að aðlagast Lögin umdeildu hlutu stuðning mið- og hægriflokkanna sem styðja minnihlutastjórnar Venstre, flokk Rasmussen en einnig þorra þing- manna jafnaðarmanna. Kannanir sýna einnig að meirihluti kjósenda styður þau þótt sumir áhrifamenn í umræddum flokkum hafi andmælt þeim kröftuglega. Um 21.000 hælisleitendur komu til Danmerkur í fyrra og nær allir Sýrlendingar sem hafa sótt um landvist síðustu árin hafa fengið hana. Ráðamenn í Kaupmannahöfn segja þó að takmörk séu fyrir því hve mörgu fólki frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum, með öðrum orðum múslímum, landið geti tekið við. Ekki hafi tekist nógu vel að tryggja aðlögun aðkomufólksins, hvorki í Danmörku né annars stað- ar í Evrópu. Sú aðlögun sé ekki síst háð því að fólkið fái vinnu en sé ekki um alla framtíð háð bóta- kerfinu. Einnig eru vaxandi kröfur um það í Danmörku að veitt sé stóraukin fjárhagsaðstoð til að reka flóttamannabúðir í grann- löndum Sýrlands. Það sé betra en að nauðstöddu fólkinu sé í reynd sagt að leggja upp í lífshættulegt ferðalag yfir hafið og Balkanskaga. Vandi danskra ráðamanna er að þegar upp er staðið er augljóst markmið nýju laganna fyrst og fremst að gera landið minna aðlað- andi fyrir hælisleitendur. Danir hafa, miðað við fólksfjölda, tekið við fleiri hælisleitendum en flest önnur ESB-ríki en þó mun færri en Svíar og Þjóðverjar. Ríkis- stjórnin er háð stuðningi Danska þjóðarflokksins sem berst gegn auknum fjölda innflytjenda og vill herða enn meira þau skilyrði sem sett hafa verið um aðbúnað hæl- isleitenda og banna sameiningu fjölskyldna. Með nýju lögunum er hann búinn að fá hluta sinnar stefnu í gegn. Danmörk verði minna freistandi HÁVAÐINN VEGNA NÝRRA LAGA Í DANMÖRKU UM SKERT RÉTTINDI HÆLISLEITENDA ER MIKILL ÞÓTT ÞEG- AR GILDI SVIPUÐ LÖG NÚ Í MÖRGUM EVRÓPULÖND- UM EÐA SÉU Í BÍGERÐ. KANNANIR BENDA TIL ÞESS AÐ MIKILL MEIRIHLUTI DANA STYÐJI NÝJU LÖGIN. Kristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, á fundi ESB-þingsins á mánudag. Sumir þingfulltrúar fóru hörðum orðum um nýju lögin um hælisleitendur. AFP STJÓRNLAUS HEIFT HEIMURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.