Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 28
fiskinn. Grillið eða ofnbakið fiskinn í
um 8 mínútur eða þar til fiskurinn er
passlega eldaður (varist að ofelda
hann).
Bræðið smjörið á meðan í potti og
hrærið síðan sítrónusafa og hveiti sam-
an við. Bætið rjómanum smátt og
smátt saman við og hrærið þar til sós-
an er byrjuð að þykkna en látið hana
alls ekki sjóða. Bætið að lokum kapers
út í sósuna og hellið yfir fiskinn. Berið
fram t.d. með rótargrænmeti, kart-
öflumús og litríku salati. Frá Gulur,
rauður, grænn og salt: grgs.is.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016
SÍTRÓNUR FRÁBÆRAR Í MAT OG KÖKUR
Sítrónan í
aðalhlutverki
SÍTRÓNUR ERU STÚTFULLAR AF C-VÍTAMÍNI OG
MEINHOLLAR. ÞÆR ERU FRÁBÆRAR Í ALLA MAT-
ARGERÐ OG HENTA MJÖG VEL MEÐ LAMBI, KJÚK-
LINGI, FISKI OG Í EFTIRRÉTTI OG KÖKUR.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
1 pakki kjúklingaleggir
1 sítróna, börkur og safi
3-4 msk ólífuolía
3 stilkar ferskt rósmarín, saxað
1 hvítlauksrif, pressað
salt og pipar
Rífið með fínu rifjárni hýðið af sítrón-
unni. Látið í skál ásamt ólífuolíunni, söx-
uðu rósmaríni, safa úr sítrónunni og
pressuðu hvítlauksrifi. Blandið saman
og saltið og piprið. Látið kjúklingalegg-
ina í skál eða poka og hellið blöndunni
saman við. Nuddið kryddinu vel í kjúk-
linginn. Látið í ofnfast mót og eldið við
200°C hita í um 25-30 mínútur eða þar
til þeir eru orðnir gylltir og stökkir. Frá
Gulur, rauður, grænn og salt: grgs.is.
Kjúklingaleggir með
sítrónu og rósmaríni 150 g ósaltað smjör
2 stór egg
2,5 dl hrásykur
1 tsk vanilluextract
1/2 tsk salt
1 sítróna
1,5 dl hveiti eða fínmalað spelt
Hitið ofn í 150 gráður með blæstri. Byrjið
á að bræða smjörið í potti og leyfið því að
kólna aðeins. Rífið börkinn af sítrónunni
með fínu rifjárni, athugið að taka einungis
gula hlutann af hýðinu. Kreistið safann úr
sítrónunni og setjið til hliðar. Þeytið sam-
an egg, sykur og vanillu þar til létt og ljós.
Minnkið hraðann og bætið salti, sítrónu-
skræli og safa út í ásamt smjörinu. Sigtið
hveitið út í og blandið varlega saman við
með sleikju. Hellið í smurt form, ca. 20
cm í þvermál og bakið í 35 mínútur. Kælið
í forminu, setjið á kökudisk, stráið flór-
sykri yfir og skreytið t.d með rifsberjum.
Frá eldhusperlur.com.
Sítrónu „brownie“ kaka
Matur og drykkir
100 gr kornax hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
100 g smjör (mjúkt)
100 g flórsykur
1 egg
2 tsk sítrónusafi eða
2 tsk rifinn sítrónubö
Kveikið á ofninum, 180°
Þeytið saman smjörið
sykurinn þar til það er lé
ljóst. Þeytið sítrónusafan
sítrónubörkinn og eggið
við smjörið. Sigtið þurre
saman við og hrærið sam
hrærið þó eins lítið og þ
ist upp með.
Setjið eina til eina og h
matskeið af deigi í cupca
formin og bakið í 10 – 2
útur eða þar til pinni kem
Sítrón
sít
Fiskréttur með kapers og
sítrónurjómasósu
Fyrir 4
800-900 g hvítur fiskur (t.d.
þorskur eða ýsa)
1 tsk paprikuduft
1 tsk laukduft (onion powder)
1/2 tsk sykur
2 tsk sjávarsalt
2 msk smjör
safi úr 2 sítrónum
1 msk hveiti
250 ml rjómi
50 g kapers
Blandið paprikudufti, laukdufti, sykri
og sjávarsalti saman í skál og stráið yfir