Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 43
kemur að hafinu, sjávarútveginum, auðlinda- nýtingu og svo framvegis. Við erum líka tals- menn þess að huga að loftslagsmálum, meðal annars vegna norðurslóða, og höfum lagt fram okkar stefnu í því sambandi. Að sjálf- sögðu fylgja þessu líka viðskiptatækifæri og við erum með sérstakt viðskiptaráð sem horfir á norðurslóðir, til dæmis varðandi möguleika á að byggja hér umskipunarhöfn og svo framvegis. Ég er því algjörlega ósam- mála því að við séum að missa frá okkur ein- hver tækifæri á norðurslóðum en það er mikilvægt að fylgjast áfram vel með þróun mála og tryggja að hún verði okkur í hag.“ Best yrði að fá Hillary Clinton – Kosningabaráttan í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna í haust hefur verið óvenjulitrík. Auðkýfingurinn Donald Trump fer með himinskautum í skoðanakönnunum og vinstrimaðurinn Bernie Sanders virðist vera að sækja í sig veðrið. Hvernig líst þér á þessar kosningar? „Já, þessi barátta er stórmerkileg; við er- um annars vegar að tala um öfgamann til hægri og hins vegar mann sem daðrar við sósíalisma. Hver hefði átt von á því? Mín til- finning er sú að vinni Trump forkosning- arnar fari repúblikani ekki í Hvíta húsið. Ég sé þjóðina ekki fyrir mér veita honum braut- argengi. Það er samt athyglisvert að harðar skoðanir, eins og hann er með varðandi inn- flytjendur og fleira, virðast eiga upp á pall- borðið vestra. Það er reyndar ekkert ein- angrað fyrirbæri í Ameríku; við höfum séð þetta í Evrópu líka. Í því sambandi er nær- tækast að horfa til uppgangs Svíþjóð- ardemókrata. En það er vissulega rétt að Donald Trump er mjög óhefðbundinn for- setaframbjóðandi. Ég tel mjög líklegt að demókrati verði fyr- ir valinu. Bernie Sanders á klárlega mögu- leika og það getur vel verið að Bandaríkin hafi gott af því að fá mann eins og hann í Hvíta húsið. Ég tel líklegra að Hillary Clin- ton verði næsti forseti. Okkur skiptir mestu, hver sem niðurstaðan verður, að geta átt í góðum samskiptum við Bandaríkin. Við skul- um heldur ekki útiloka að rými skapist fyrir óháð framboð við þessar óvenjulegu að- stæður, eins og til dæmis Michael Bloom- berg. Hann var farsæll borgarstjóri í New York og á margan hátt frambærilegur for- seti. Þetta verða mjög spennandi kosningar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Bragi fundar með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Gunnar Bragi heldur ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Gunnar Bragi ræðir við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ljósmynd/NATO 31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.