Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Side 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Side 43
kemur að hafinu, sjávarútveginum, auðlinda- nýtingu og svo framvegis. Við erum líka tals- menn þess að huga að loftslagsmálum, meðal annars vegna norðurslóða, og höfum lagt fram okkar stefnu í því sambandi. Að sjálf- sögðu fylgja þessu líka viðskiptatækifæri og við erum með sérstakt viðskiptaráð sem horfir á norðurslóðir, til dæmis varðandi möguleika á að byggja hér umskipunarhöfn og svo framvegis. Ég er því algjörlega ósam- mála því að við séum að missa frá okkur ein- hver tækifæri á norðurslóðum en það er mikilvægt að fylgjast áfram vel með þróun mála og tryggja að hún verði okkur í hag.“ Best yrði að fá Hillary Clinton – Kosningabaráttan í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna í haust hefur verið óvenjulitrík. Auðkýfingurinn Donald Trump fer með himinskautum í skoðanakönnunum og vinstrimaðurinn Bernie Sanders virðist vera að sækja í sig veðrið. Hvernig líst þér á þessar kosningar? „Já, þessi barátta er stórmerkileg; við er- um annars vegar að tala um öfgamann til hægri og hins vegar mann sem daðrar við sósíalisma. Hver hefði átt von á því? Mín til- finning er sú að vinni Trump forkosning- arnar fari repúblikani ekki í Hvíta húsið. Ég sé þjóðina ekki fyrir mér veita honum braut- argengi. Það er samt athyglisvert að harðar skoðanir, eins og hann er með varðandi inn- flytjendur og fleira, virðast eiga upp á pall- borðið vestra. Það er reyndar ekkert ein- angrað fyrirbæri í Ameríku; við höfum séð þetta í Evrópu líka. Í því sambandi er nær- tækast að horfa til uppgangs Svíþjóð- ardemókrata. En það er vissulega rétt að Donald Trump er mjög óhefðbundinn for- setaframbjóðandi. Ég tel mjög líklegt að demókrati verði fyr- ir valinu. Bernie Sanders á klárlega mögu- leika og það getur vel verið að Bandaríkin hafi gott af því að fá mann eins og hann í Hvíta húsið. Ég tel líklegra að Hillary Clin- ton verði næsti forseti. Okkur skiptir mestu, hver sem niðurstaðan verður, að geta átt í góðum samskiptum við Bandaríkin. Við skul- um heldur ekki útiloka að rými skapist fyrir óháð framboð við þessar óvenjulegu að- stæður, eins og til dæmis Michael Bloom- berg. Hann var farsæll borgarstjóri í New York og á margan hátt frambærilegur for- seti. Þetta verða mjög spennandi kosningar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Bragi fundar með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Gunnar Bragi heldur ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Gunnar Bragi ræðir við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ljósmynd/NATO 31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.