Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 10
Condé Nast getur þess að Victoria sé hálfsystir listamannsins Ólafs Elíassonar.
Í matarumfjöllunum evrópskra mat-
artímarita hefur borið nokkuð á
nafni íslensks matreiðslumanns,
Victoriu Elíasdóttur, sem rekur veit-
ingastaðinn Dóttir í Berlín. Bloom-
berg-fréttastofan fjallaði til dæmis
um veitingastaðinn á síðasta ári og
sagði hann einn þann besta í borg-
inni. Nú í vikunni útnefndi ferða-
tímarit Condé Nast Victoriu einn
áhugaverðasta unga kokk heimsins
en í grein sem birtist meðal annars á
vefhluta blaðsins voru 10 kokkar um
víða veröld nefndir til sögunnar, sem
þykja upprennandi stjörnur.
Þess er sérstaklega getið í grein-
inni að Victoria sé systir listamanns-
ins Ólafs Elíassonar og að upp-
haflega hafi hún komið til Berlínar
að áeggjan bróður síns. Þangað kom
hún fyrst til að sjá um eldamennsku
fyrir níutíu manna starfslið í stúdíói
Ólafs ásamt ýmsum fleiri verkefnum
en í framhaldinu bauðst henni að
opna sinn eigin veitingastað í borg-
inni.
Hráefnin sem notuð eru á veit-
ingastaðnum Dóttir eru mörg hver
íslensk, svo sem þurrkað sjáv-
arþang, en mikil áhersla er lögð á
fiskrétti á matseðlinum.
Victoria er 27 ára gömul og þykir
hafa komist ótrúlega langt miðað við
ungan aldur. Victoria er fædd í Dan-
mörku en ólst meðal annars upp á
Íslandi.
Victoria Elíasdóttir lofuð í hástert
Veitingastaðurinn Dóttir í Berlín þykir einn af þeim betri í borginni.
Vettvangur
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016
Ég uppgötvaði um áramótin að mér hafðiláðst að láta nýjan launagreiðanda geraráð fyrir viðbótarlífeyrissparnaði í sér-
eignarsjóð. Ég hef alltaf lagt fyrir tiltekinn hluta
launa minna með þeim hætti og þannig fengið
framlag frá launagreiðanda sem nemur 2% af
launum. Í upphafi skrifaði ég undir samning við
einhvern séreignarsjóðinn, tilkynnti þáverandi
launagreiðanda þá ákvörðun og hef lítið haft af
málinu að segja eftir það. Ég varð því svolítið
hvekkt þegar ég uppgötvaði að greiðslur í sjóð-
inn höfðu fallið niður í nokkra mánuði. Auðvitað
var andvaraleysi mínu um að kenna en ég velti
þó fyrir mér hví athygli mín hafi ekki verið vakin
á þessu. Lína frá launadeild hefði nægt: „Sigríð-
ur mín, ertu ekki að greiða í viðbótarlífeyr-
issjóð?“ Kvikna ekki rauð ljós í launadeild ef ein-
hver er ekki að greiða séreignarsjóð? Nei. Það
kom mér á óvart að heyra að fráleitt allir á
vinnustaðnum greiða viðbótarframlag í lífeyr-
issjóð. Nokkur hluti starfsmannanna hefur þann-
ig kosið að afþakka 2% launahækkun um hver
mánaðamót!
Þetta hefði ekki átt að koma mér á óvart í ljósi
umræðu um lífeyrismál og kjör eldri borgara.
Mér hefur þótt örla á því að það komi mönnum á
óvart við lok starfsævinnar hver lífeyrir þeirra
er. Þá er ríkt hjá sumum að vilja líta svo á að
menn eigi sjálfstæðan rétt til ellilífeyris frá TR,
án tillits til tekna þeirra að öðru leyti; „Ég hef
alltaf greitt skattana mína og á því rétt á þessum
bótum TR“. Svona rétt eins og heilsuhraustir
menn hafi rétt á því að leggjast helgi og helgi
inn á spítala. Mörgum þykir afar ósanngjarnt að
bætur TR séu að verulegu leyti tekjutengdar.
Það er jafnframt harðlega gagnrýnt að þeir sem
eiga langa starfsævi að baki og hafa ætíð greitt í
lífeyrissjóð hafi litlu meira ráðstöfunarfé en þeir
sem eingöngu reiða sig á almannabótakerfið.
Það nær hins vegar ekki nokkurri átt að fólk
með góðar eða jafnvel háar greiðslur úr lífeyr-
issjóði fái háar bætur frá skattgreiðendum. Sí-
vaxandi hluti þeirra sem nú kemst á ellilífeyr-
isaldur hefur greitt í lífeyrissjóð alla sína
starfsævi og fáar þjóðir hafa lagt jafn mikið fyrir
og Íslendingar. Nú eru í lífeyrissjóðum lands-
manna eignir sem jafngilda allri landsframleiðsl-
unni í 18 mánuði. Ísland nýtur verulegs forskots
á aðrar Norðurlandaþjóðir hvað þetta varðar.
Markmiðið með lífeyrissjóðakerfinu er að hver
og einn hafi forræði á sínum kjörum að lokinni
starfsævi, bæði með samtryggingarsjóðum og
séreignarsöfnun en ekki með bótum frá ríkinu
Við munum færast jafnt og þétt nær þessu
marki. Þá eykst rýmið til að bæta hag þeirra
sem af ýmsum ástæðum hafa lítt eða aldrei
greitt í lífeyrissjóð.
Í upphafi skal endinn skoða
* Fáar þjóðir hafa lagtjafn mikið fyrir í lífeyr-issjóði og Íslendingar. Af
þjóðum OECD hafa aðeins
Hollendingar lagt fyrir stærri
hlut af landsframleiðslu en
við Íslendingar.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Sigríður Ásthildur
Andersen
sigga@sigridur.is
Hátíð framsækinnar nútíma-
tónlistar á Íslandi, Myrkir mús-
íkdagar, er í fullum gangi en fjöl-
miðlamaðurinn Logi Bergmann
tísti um hátíðina í
vikunni: „Shit hvað
mér finnst alltaf
fyndið þegar fólk
að spila nútíma-
tónlist þykist vera
að spila eftir nótum.“ Og bætti svo
við: „Mér finnst þetta allt líta út
eins og gott vinnustaðagrín.“
Félagar hans á Twitter gerðu ei-
lítið grín að honum í kjölfarið og
útvarpsmaðurinn Þossi, betur
þekktur sem Þorsteinn Hregg-
viðsson, spurði Loga hvort hann
hefði verið í hóp-
eflisferð með
Bylgjunni.
Þorsteinn
Guðmundsson
grínisti skrifaði
svo: „Been there þegar ég spilaði á
trompet sem unglingur. Ég spurði
stjórnandann hvort ég hefði spilað
rétt. Hann yppti bara öxlum.“
Áttunda myndin í myndaflokkn-
um Fast and the Furious, Fast 8,
verður tekin upp á Íslandi, meðal
annars á Akranesi nú í vor. Kvik-
myndin snýst að stórum hluta um
götukappakstur í hinum ýmsu
borgum en menningarritstjóri
Kastljóssins, Bergsteinn Sig-
urðsson, skrifaði á Facebook:
„Það má ekki sýna neinar myndir af
bílunum í Fast and the Furious 8
meðan á tökum stendur. Þeir eru
allir með spoiler.“
Og rithöfund-
urinn Auður
Jónsdóttir skrif-
aði á Facebook í
tilefni umræðna
um listamannalaun: „Veraldarvön
vinkona mín (ekki á starfslaunum
listamanna) velti því fyrir sér um
daginn, yfir grískum smárétti á mat-
armarkaði hér í Berlín, hvort hávær
gagnrýni ákveðinna ráðamanna á
starfslaun listamanna væri m.a. til
þess hugsuð að draga athygli fólks
frá búvörusamningnum við bændur.
Ég hafði ekki hugsað út í það, satt
að segja, ekki fyrr en nú.“
AF NETINU