Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 2016
Kattaeigendur kannast margir við
þann vanda að kötturinn á heim-
ilinu klárar ekki matinn sinn. Kisi
lætur sér duga að narta í það sem
er í miðri skálinni en snertir ekki
það sem er næst brúnunum. Svo
vælir kisi og mænir á eiganda sinn
með ásökunarsvip eins hann sé að
segja: „Á að svelta mig til bana,
eftir öll skiptin sem ég leyfði þér
að klóra mér á kollinum?“
Aðrir eru óhressir með þá iðju
hjá kettinum að vippa matnum upp
úr skálinni, og borða síðan af gólf-
inu.
Nú virðist komin skýring á þessu
athæfi: í báðum tilvikum er ástæð-
an sú að kötturinn þjáist af veiði-
hárastreitu.
Veiðhárin á köttum eru mjög
næm fyrir þrýstingi og sumum
köttum þykir einfaldlega mjög óþægilegt þegar
veiðihárin strjúkast utan í barmana á þröngri
matarskálinni.
Lausnin er að bera matinn fram í grunnri og
breiðri skál líkt og fyrirtækið Dr. Catsby
(www.drcatsby.com) hefur sett á markað. Skálin
er úr ryðfríu stáli og situr á gúmmímottu sem
heldur skálinni á sínum stað. Nú þvælast veiði-
hárin ekki fyrir og kisi getur tekið gleði sína á
ný. ai@mbl.is Skálin er grunn og víð svo að ekki er þrýst á veiðihárin.
NÝ TEGUND AF MATARSKÁL
Þjáist kötturinn þinn
af veiðihárastreitu?
Ljósmynd / DrCatsby.com
Kannski hafa mat-
vandir kettir verið
hafðir fyrir rangri sök.
Þrettán ára piltur, Þröstur Árna-
son, varð í lok janúar 1986 yngsti
skákmeistari Reykjavíkur. Hann
hlaut 9 vinninga á Skákþingi
Reykjavíkur. Helsti keppinautur
hans og jafnaldri, Hannes Hlífar
Stefánsson, varð að sætta sig við
jafntefli í lokaumferðinni, gegn
Héðni Steingrímssyni, sem var að-
eins ellefu ára. Hannes hlaut 8 og
hálfan vinning á mótinu, eins og
Arnaldur Loftsson en Héðinn 8
vinninga.
„Skákþingið var sannarlega mót
þessara pilta,“ sagði í frétt Morg-
unblaðsins. Í fréttinni kom einnig
fram að forsvarsmenn Reykjavík-
urskákmótsins hefðu ákveðið að
bjóða bæði Þresti og Hannesi á
mótið en þeir voru á þessum tíma
án skákstiga.
GAMLA FRÉTTIN
Þrettán ára skákmeistari
Þröstur Árnason, þrettán ára, Héðinn Steingrímsson, ellefu ára, og Hannes Hlífar Stefánsson, þrettán ára.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Sigríður Margrét Jónsdóttir
eigandi Litlu hönnunarbúðarinnar
Sigríður Víðis Jónsdóttir
kynningarstjóri UNICEF
Sigríður Jónsdóttir
doktor í efnafræðiSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Flottir sófar
Þar sem gæði og
hönnun fara saman
Natuzzi Capriccio Model 2896
Lengd 195 cm. Áklæði ct.70. Verð 275.000,-
▲
Natuzzi Borghese Model 2826
Lengd 220 cm. Leður ct.15. Verð 515.000,-
▲
Natuzzi Quadro Model 2849
Lengd 200 cm. Leður Ct.10. Verð 475.000,-
Lengd 167 cm. Leður Ct.10. Verð 435.000,-
▲
▲ Natuzzi Duse Model 2829
Lengd 206 cm. Áklæði ct.83. Verð 399.000,-
Natuzzi