Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 21
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Í þennan flokk falla íðilfagrar borgir, sumar gamlar og aðrar ungar, sumar fátækar og gamal- dags en aðrar á fleygiferð inn í nútímann. Í Evrópu: Amsterdam, Aþena, Barselóna, Berlín, Brugge (Bruges), Búda- pest, Feneyjar, Flórens, Madríd, Prag, St. Pétursborg, Vínarborg. Fyrir botni Miðjarðarhafs og í Mið-Austurlöndum: Dúbaí, Istanbúl, Jerúsalem. Í Asíu og Ástralíu: Bangkok, Hong Kong, Sydney, Singapúr, Tókýó. Í Norður- og Suður- Ameríku: Los Angeles og San Fransico, Mexíkóborg (og Teotihuacan), Havana, Las Vegas, Washington DC. Dómkirkjan í gamla miðbænum í Havana. Borgin er ólík öllum öðrum. Ljósmynd / Wikipedia - Akasenn (CC) Perlur, suðupottar og fjörstaðir Óperuhúsið í Sidney. Ástralía er utan alfaraleiðar en heimsóknarinnar virði. Ljósmynd / Wikipedia - Diliff (CC) Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík JMJ, Akureyri • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Veiðisport, Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Hafnarbúðin, Ísafirði • Blómsturvellir, Hellissandi Kaupfélag V-Húnvetninga • Heimahornið, Stykkishólmi • Eyjavík, Vestmannaeyjum Verslunin Skógar, Egilsstöðum • Sportver, Akureyri • Pex, Reyðarfirði • Siglósport, Siglufirði 30 ÁRA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Þetta eru náttúruundur, minjar og stórvirki sem eiga engan sinn líka og vel þess virði að leggja á sig ferð yfir fjöll og höf. Fyrst má nefna píramídana í Gíza, í túnfæti Kaíró. Egypska safnið í Kaíró er líka með þeim fremstu í heiminum og gerir mergjaðri og árþúsundalangri sögu þessa svæðis góð skil. Flugið er ekki langt yfir til Jórdaníu þar sem finna má týndu borgina Petru, og í leiðinni taka sundsprett í Dauðahafinu. Ef haldið er áfram í austurátt komum við til Indlands, þar sem hvíta marmaragrafhýsið Taj Mahal minnir á mátt ástarinnar. Í rösklega þriggja tíma akstursfjarlægð þaðan er Nýja-Delhí, höfuðborg þessarar gríðar- fjölmennu þjóðar sem gerir sig æ meira gildandi í heim- inum. Enn lengra til austurs er Angkor Wat, musteris- þyrping í Kambódíu sem lætur engan ósnortinn, og er smám saman að koma betur í ljós undan þykkum frum- skóginum. Í Afríku má byrja á Marrakesh, töfraborginni í Mar- okkó. Útimarkaðurinn þar er á verndarskrá UNESCO enda engu líkur. Annars staðar í álfunni er Serengeti- þjóðgarðurinn í Tanzaníu, þar sem gnýir og sebrahestar reika um slétturnar ásamt fílum og gíröffum og stöku ljóni eða hlébarða í veiðihug. Vestanhafs er af mörgu að taka en kannski best að hampa Miklagljúfri umfram aðra staði; hrikalegt nátt- úruundur í sérflokki. Er líka allt í lagi að setja Disney World í Orlando á listann enda manngert undur ævin- týra og ærsla; lítill sælureitur þar sem allt er fullkomið. Í Suður-Ameríku eru svo Iguazu-fossarnir, einir stærstu og vatnsmestu fossar veraldar, á mörkum Arg- entínu og Brasilíu, og tilefni fyrir dagsferð ef fólk er á ferð um Río De Janeiro eða Buenos Aires. Páskaeyja er líka undur sem margir vilja sjá, lengst úti í Kyrrahafinu í vesturátt frá Síle. Ekki síður merkileg eyja undan vesturströnd Suður-Ameríku er Galapa- gos, með sitt óviðjafnanlega lífríki. Enginn listi yfir und- ur veraldar er heldur tæmandi ef ekki er minnst á Machu Picchu, dullarfullu perúsku borgina í Andes- fjöllunum. Ljósmynd / Wikipedia - Sam Garza (CC) Ljósmynd / Flickr - Sam Valadi (CC) Undrin Hjá píramídunum í Gíza má komast í snertingu við söguna. Munkar á gangi við Angkor Wat, eitt af feg- urstu undrum veraldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.