Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Side 21
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Í þennan flokk falla íðilfagrar borgir, sumar gamlar og aðrar ungar, sumar fátækar og gamal- dags en aðrar á fleygiferð inn í nútímann. Í Evrópu: Amsterdam, Aþena, Barselóna, Berlín, Brugge (Bruges), Búda- pest, Feneyjar, Flórens, Madríd, Prag, St. Pétursborg, Vínarborg. Fyrir botni Miðjarðarhafs og í Mið-Austurlöndum: Dúbaí, Istanbúl, Jerúsalem. Í Asíu og Ástralíu: Bangkok, Hong Kong, Sydney, Singapúr, Tókýó. Í Norður- og Suður- Ameríku: Los Angeles og San Fransico, Mexíkóborg (og Teotihuacan), Havana, Las Vegas, Washington DC. Dómkirkjan í gamla miðbænum í Havana. Borgin er ólík öllum öðrum. Ljósmynd / Wikipedia - Akasenn (CC) Perlur, suðupottar og fjörstaðir Óperuhúsið í Sidney. Ástralía er utan alfaraleiðar en heimsóknarinnar virði. Ljósmynd / Wikipedia - Diliff (CC) Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík JMJ, Akureyri • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Veiðisport, Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Hafnarbúðin, Ísafirði • Blómsturvellir, Hellissandi Kaupfélag V-Húnvetninga • Heimahornið, Stykkishólmi • Eyjavík, Vestmannaeyjum Verslunin Skógar, Egilsstöðum • Sportver, Akureyri • Pex, Reyðarfirði • Siglósport, Siglufirði 30 ÁRA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Þetta eru náttúruundur, minjar og stórvirki sem eiga engan sinn líka og vel þess virði að leggja á sig ferð yfir fjöll og höf. Fyrst má nefna píramídana í Gíza, í túnfæti Kaíró. Egypska safnið í Kaíró er líka með þeim fremstu í heiminum og gerir mergjaðri og árþúsundalangri sögu þessa svæðis góð skil. Flugið er ekki langt yfir til Jórdaníu þar sem finna má týndu borgina Petru, og í leiðinni taka sundsprett í Dauðahafinu. Ef haldið er áfram í austurátt komum við til Indlands, þar sem hvíta marmaragrafhýsið Taj Mahal minnir á mátt ástarinnar. Í rösklega þriggja tíma akstursfjarlægð þaðan er Nýja-Delhí, höfuðborg þessarar gríðar- fjölmennu þjóðar sem gerir sig æ meira gildandi í heim- inum. Enn lengra til austurs er Angkor Wat, musteris- þyrping í Kambódíu sem lætur engan ósnortinn, og er smám saman að koma betur í ljós undan þykkum frum- skóginum. Í Afríku má byrja á Marrakesh, töfraborginni í Mar- okkó. Útimarkaðurinn þar er á verndarskrá UNESCO enda engu líkur. Annars staðar í álfunni er Serengeti- þjóðgarðurinn í Tanzaníu, þar sem gnýir og sebrahestar reika um slétturnar ásamt fílum og gíröffum og stöku ljóni eða hlébarða í veiðihug. Vestanhafs er af mörgu að taka en kannski best að hampa Miklagljúfri umfram aðra staði; hrikalegt nátt- úruundur í sérflokki. Er líka allt í lagi að setja Disney World í Orlando á listann enda manngert undur ævin- týra og ærsla; lítill sælureitur þar sem allt er fullkomið. Í Suður-Ameríku eru svo Iguazu-fossarnir, einir stærstu og vatnsmestu fossar veraldar, á mörkum Arg- entínu og Brasilíu, og tilefni fyrir dagsferð ef fólk er á ferð um Río De Janeiro eða Buenos Aires. Páskaeyja er líka undur sem margir vilja sjá, lengst úti í Kyrrahafinu í vesturátt frá Síle. Ekki síður merkileg eyja undan vesturströnd Suður-Ameríku er Galapa- gos, með sitt óviðjafnanlega lífríki. Enginn listi yfir und- ur veraldar er heldur tæmandi ef ekki er minnst á Machu Picchu, dullarfullu perúsku borgina í Andes- fjöllunum. Ljósmynd / Wikipedia - Sam Garza (CC) Ljósmynd / Flickr - Sam Valadi (CC) Undrin Hjá píramídunum í Gíza má komast í snertingu við söguna. Munkar á gangi við Angkor Wat, eitt af feg- urstu undrum veraldar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.