Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 42
Mótmælendur á fundi í Kiev í Úkraínu. Gunnar Bragi skynjaði sterkt ákall fólksins og þörf fyrir lýðræði og umbætur í landinu þegar hann kom þangað. AFP höfuð fært um að gegna sínu hlutverki. Mín skoðun er sú að fara þurfi vandlega yfir hlutverk Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.“ Varnir Íslands ágætlega tryggðar – Frændur okkar Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðarlegum uppgangi Rússa. Ættum við að deila þeim áhyggjum eða eru varnarmál landsins í góðu horfi? „Saga Rússlands er merkileg og Rússar hafa átt í góðum samskiptum við flestar vestrænar þjóðir um nokkra hríð. Efnahags- legur uppgangur Rússlands ætti því að vera flestum í hag. Það sem mönnum hugnast kannski ekki er þessi hernaðarlegi upp- gangur sem virðist vera áherslupunktur hjá núverandi stjórnvöldum. Norðmenn deila landamærum með Rússum og eiga í góðum samskiptum við þá á mörgum sviðum en því er ekki að leyna að þeir eru ekki hamingju- samir með þróunina sem orðið hefur í Úkra- ínu. Á norðurslóðum eru Rússar að taka í notkun gamlar herstöðvar og bæta við nýj- um. Varnir Íslands eru ágætlega tryggðar. Við erum aðilar að NATÓ og með tvíhliðasamn- ing við Bandaríkin. Þessi ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að styrkja sambandið við Norður-Ameríku, ekki síst Bandaríkjamenn. Þessir bandamenn okkar koma hingað reglu- lega, þegar þeir eiga leið yfir hafið, og þetta samstarf gengur mjög vel.“ – Talandi um varnarmál. Hryðjuverk eru alltaf að færast nær okkur. Er hætta á hryðjuverkum á Íslandi? „Ríkislögreglustjóri taldi á síðasta ári ástæðu til að hækka viðbúnaðstigið um einn flokk. Það stig er þó ennþá lágt og engin sérstök hætta talin steðja að okkur. Við get- um samt ekki látið eins og hryðjuverk geti ekki átt sér stað á Íslandi. Við erum eyland og verðum að geta brugðist við steðji ógn að okkur, þó að líkurnar séu kannski ekki mikl- ar. Við viljum vera öruggt land og þurfum að halda vöku okkar til að tryggja að svo verði áfram. Það gerum við með öflugri lög- gæslu og góðu samstarfi við aðrar þjóðir.“ Blikur á lofti á mörkuðum – Hvað um alþjóðlega glæpastarfsemi og mansal? Þurfum við að hafa meiri áhyggjur af þeirri vá en áður? „Það er erfitt að segja. Því miður á vændi og mansal sér stað á Íslandi eins og annars staðar og þess vegna er mikilvægt fyrir okk- ur að vera með öfluga lögreglu og fylgjast grannt með landamærum okkar. Almennt séð held ég að þetta gangi ágætlega en mik- ilvægt er að skaffa lögreglunni áfram fjár- muni, mannskap, tæki og tól til að standa þessa vakt.“ – Að allt öðru. Er ástæða til að hafa áhyggjur af efnahagslægðinni í Kína? Er heimskreppa í aðsigi? „Það er alveg ljóst að margir óttast við- varandi niðursveiflu í Asíu, Kína þar á með- al. Hversu djúpt það ristir og hversu lengi það varir er erfitt að spá fyrir um. Auðvitað getur þetta haft áhrif á íslenskan útflutning en margt hjálpar okkur líka. Við höfum til dæmis verið að flytja út mjöl og lýsi til Asíu og um þessar mundir er skortur á þeim af- urðum þar um slóðir. Að sama skapi kemur það sér líka illa fyrir okkur þegar evrópskur markaður er illa staddur, eins og hann er að mörgu leyti núna. Áhugavert verður að sjá hvort Evrópusambandið og Bandaríkin ná að klára fríverslunarsamningana sín á milli og hvað það kemur til með að þýða. Gangi það eftir hygg ég að það myndi styrkja evr- ópskan efnahag. Það sem skiptir mestu máli fyrir okkur Íslendinga er að vera ekki með öll eggin í sömu körfu. Þannig erum við ekki eins viðkvæm fyrir sveiflum á markaði.“ – Þú nefndir norðurslóðir. Áhugi á mál- efnum þeirra hefur aukist til muna. Erum við Íslendingar hugsanlega að missa af ein- hverjum tækifærum í því sambandi? „Við erum ekki að missa af neinu á norð- urslóðum; Ísland er virkur þátttakandi í þeirri þróun sem hefur átt sér stað og norð- urslóðir eru eitt af áherslumálum þessarar ríkisstjórnar. Það eru ákveðnir hagsmunir sem við leggjum áherslu á að gæta, þegar Gunnar Bragi spáir Donald Trump ekki sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en þykir merkilegt að róttækar skoðanir hans skuli eiga upp á pallborðið. AFP Eldri kona í flóttamannabúðum í Serbíu í vikunni. Ekkert lát er á straumi flóttamanna frá Sýrlandi, Írak, Afganistan og fleiri stríðshrjáðum löndum til Evrópu, þrátt fyrir vetrarkulda. AFP * Mín tilfinning er sú að vinni Trump forkosning-arnar fari repúblikani ekki í Hvíta húsið. Ég séþjóðina ekki fyrir mér veita honum brautargengi. Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 Aftökur mikil vonbrigði Tveimur dögum áður en samtal okkar Gunnars Braga fór fram hringdi lesandi í mig á ritstjórn Morgunblaðsins og rifjaði upp að ég hefði í haust sem leið fjallað á síðum blaðsins um mál Ali Mohammed al- Nimr, drengsins sem situr í fangelsi í Sádí- Arabíu og bíður þess að verða tekinn af lífi vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu. Alda óánægju reis um þær mundir og tóku ýmsar þjóðir, þeirra á meðal Bretar og Frakkar, þátt í herferð sem gekk út á að fá Sáda til að þyrma lífi drengsins. Al-Nimr var aðeins sautján ára þegar hann var tekinn hönd- um. Vildi lesandi þessi vita hvort eitthvað nýtt væri að frétta af al-Nimr og hvatti mig til að spyrja utanríkisráðuneytið út í málið en Gunnar Bragi nefndi drenginn á nafn í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðasta haust í tengslum við mannréttindi. Situr enn í fangelsi „Eftir því sem ég best veit hefur ekkert breyst varðandi stöðu þessa unga manns. Hann er enn í fangelsi og bíður þess að verða tekinn af lífi,“ segir Gunnar Bragi. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi áfram uppi pressu á Sáda að þyrma lífi hans en því miður sáum við þá taka fjöru- tíu manns af lífi á einu bretti um daginn fyr- ir svipaðar sakir. Það getur verið varasamt að taka einn mann út fyrir sviga en með því að tala máli hans er maður auðvitað að tala máli allra hinna líka. Þess vegna voru það mikil vonbrigði að fjörutíu manns skyldu vera teknir af lífi í Sádí-Arabíu um daginn.“ Ráðherra segir mannréttindi áfram verða ofarlega á baugi í alþjóðapólitík enda sé ærið verk að vinna. Víða séu þó jákvæð teikn á lofti. „Ég er til dæmis nýkominn heim frá Abu Dhabi, þar sem búið er að ákveða að ein kona hið minnsta skuli vera í stjórnum allra fyrirtækja. Einhvern tíma hefði þótt ófært að setja slíkar hugmyndir fram þar en stjórnvöld þar horfa til fram- tíðar. Þetta eru smá skref sem við fögnum en vonandi leiða þau til stærri skrefa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.