Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 49
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Einleikurinn Eldklerk- urinn, sem Möguleikhúsið frumsýndi fyrir nokkrum ár- um við afar góðar viðtökur, var tekinn aftur til sýninga í mán- uðinum í Tjarnarbíói. Allra síðasta sýning verður á sunnudag kl. 16. 2 Hinni öflugu og frjóu tón- listarhátíð Myrkum músík- dögum lýkur í dag, laug- ardag, en þá er fjöldi tónleika á dagskránni. Meðal lista- manna og hópa sem koma fram í Dómkirkjunni og Hörpu eru Kamm- ersveit Reykjavíkur, Nordic Affect og Guðný Einarsdóttir. 4 Japanshátíð Háskóla Ís- lands verður haldin á Há- skólatorgi í dag, laugardag, klukkan 13 til 17. Japanskar teiknimyndasögur, bardagalist, matur, menning og tónlist er meðal þess sem kynnt er á hátíðinni. 5 Opið hús verður í Hulduhól- um í Mosfellsbæ, heimili og vinnustofu Steinunnar Marteinsdóttur leirlista- konu, á sunnudag klukkan 14 til 16.30. Gestum gefst meðal annars kostur á að njóta leiðsagnar Steinunnar um þetta fallega listhús hennar. Leiðsögnin er í tengslum við sýningu á verkum hennar í Hönnunarsafni Íslands. 3 Um helgina lýkur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu sýningum þriggja listakvenna. Í Ásmund- arsal sýna Hulda Vilhjálms- dóttir og Marta María Jónsdóttir mál- verk á sýningunni „Roði, strokur, andrá“, en á neðri hæðinni er sýning Anne Herzog, „Vítiseyjan“. MÆLT MEÐ 1 „Á mörkum hins mannlega“ er yfirskrift tón- leika sem verða í Hallgrímskirkju á sunnu- dag klukkan 17. Á þeim mun hópur þekktra íslenskra tónskálda notfæra sér hinn nýja midi-búnað í Klais-orgeli kirkjunnar til að skapa verk sem, samkvæmt tilkynningu, eru langt ofar mannlegri getu í flutningi. Þetta verður í fjórða sinn sem midi-búnað- urinn er notaður á þennan hátt til tónsmíða og flutnings og hafa fyrri tónleikar vakið at- hygli og verið vel sóttir. Tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru þau Elín Gunnlaugsdóttir, Gunnar Andr- eas Kristinsson, Hlynur A. Vilmarsson, Úlfur Hansson, Ragnhildur Gísladóttir og Áki Ás- geirsson. Áki aðstoðar jafnframt við tækni- lega útfærslu og er umsjónarmaður flutnings- ins ásamt Gunnari Andreasi. Gunnar Andreas Kristinsson nam tón- smíðar í Reykjavík, Köln og Haag. Hann hef- ur samið verk af ýmsum toga, allt frá einleiksverkum til hljómsveitarverka, sem ratað hafa inn á tónlistarhátíðir víðs vegar um heim. Gunnar hlaut Kraumsverðlaunin 2013 fyrir geisladiskinn Patterns. Ragnhildur Gísladóttir lauk MA-prófi í tón- smíðum frá LHÍ 2013. Hún hefur starfað sem tónlistarmaður um árabil og samið tón- list við kvikmyndir, leikrit og dansverk. Áki Ásgeirsson tónskáld og tónlistarmaður nam við Tónlistarskólann í Reykjavík og í Den Haag í Hollandi. Hann hefur samið tón- list bæði fyrir hljóðfæri og tölvur og hafa verk hans verið flutt víða um lönd. Hlynur A.Vilmarsson lærði tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og raftónlist við Tónlistarskóla Kópavogs. Tónlist hans hefur verið flutt víða af hópum á borð við Kamm- arensamblen, Njuton Ensemble og Uusinta Chamber Ensemble. Elín Gunnlaugsdóttir er starfandi tónskáld og tónlistarkennari á Selfossi. Hún lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og fram- haldsnámi í Den Haag.Verk hennar hafa ver- ið flutt víða og hefur hún hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir tónsmíðar sínar. Úlfur Hansson leggur stund á raftónlist og upptökutækni í Kaliforníu en áður lærði hann tónsmíðar og nýmiðlun við Listaháskólann. Hann hefur gefið út þrjár plötur og ferðast víða um heim sem tónlistarmaður. SEX TÓNSKÁLD NÝTA SÉR MIDI-BÚNAÐINN Í KLAIS-ORGELI HALLGRÍMSKIRKJU Á TÓNLEIKUM Í KIRKJUNNI Á SUNNUDAG. Gunnar Andreas Kristinsson Ragnhildur Gísladóttir Áki Ásgeirsson Elín Gunnlaugsdóttir Hlynur A.Vilmarsson Úlfur Hansson RAFMÖGNUÐ NÝSKÖPUN Á TÓNLEIKUM Í HALLGRÍMSKIRKJU Leikið á mörkum hins mannlega „Mér finnst ég vera að fást við allan skala mannlegra tilfinninga og sæki efniviðinn ýmist í sjálfa mig eða umhverfið,“ segir Sigga Björg. Bak við hana er verkið Morð, þar sem sokkur kemur við sögu. Morgunblaðið/Einar Falur mér og líður svo bara betur eftir á!“ – Fígúrurnar þínar eru iðulega einskonar mannskoffín, bræðingur manns og skepnu. „Kannski birtist líka bæði mannlegt og dýrslegt eðli í þeim … Ég hef mjög gaman af því að ýta á mörk, og af því hömuleysi sem brýst fram þegar fólk fer að haga sér eins og dýr – eðli sem við felum eða bælum dags- daglega. Ég hef vissulega áhuga á því sem er að gerast þarna undir niðri. Og á tilfinninga- legum óþægindum, aðstæðum þar sem maður veit ekki alveg hvernig á að bregðast við, hvort eigi að hlæja eða gráta. Aðstæðum þar sem manni líður ekki alveg þægilega; ég upp- lifi að þá þurfi maður að horfast í augu við sjálfan sig og einhvers konar sannleika.“ – Minnstu hlutir og atvik geta orðið þér að efniviði í þessar furður. Í einni sögunni hér er það sokkur sem stækkar og virðist gleypa mann og í annarri vindur hljóðfæraleikur upp á sig og verður að martröð. „Já. Í lok fyrstu setningarinnar kemur kannski orðið sokkur og þá fer sagan í ein- hverja átt með hann. Ég vil ekki stjórna því og hef enga skýringu á þessu ferli. Ekki frek- ar en með myndirnar. Ég vinn þær á borði og hér,“ segir hún og bendir á stóran svartan flöt á einni, „byrjaði ég með einhvern poll eða slettu af bleki og myndin byggðist út frá því.“ – Í öllum þessum myndum eru þessir stóru svörtu fletir, pollar eða slettur. Vellur teikn- ingin út frá þeim? „Já, þannig gerist þetta. Og oft er þetta nokkuð mikill pollur sem dregur pappírinn saman og myndar áferð í hann. Ég hef mikið gert smærri myndir og það er allt annað að vinna á svona stórar arkir. Það er líkamlegra og kannski var ég að leit- ast við að ögra mér fyrir þessa sýningu, þetta er mjög líkamleg vinna með pappírinn og blekið sem rennur sína leið og ég reyni að ráða við það allt saman – og leita um leið að óvæntum upplifunum í því.“ – Eru möguleikarnir óþrjótandi með þessar furðufígúrur? „Já, það finnst mér vegna þess að tilgang- urinn með karakterunum er að tákna tilfinn- ingar og aðstæður og þar eru viðfangsefnin endalaus. Ég er að gera allskonar tilraunir með útfærslur á þessum heimi, eins og með þessi vídeó. Ég hef oft gert myndbandsverk með „stop-motion“ en er rétt að byrja að nota það í þrívíðum verkum. Þar er ég aftur komin út í eitthvað sem ég ræð ekki alveg við og kann ekki alla tæknina, en ég geri þetta samt með einhverjum leiðum. Þá finnst mér oft eitthvað forvitnilegt gerast. Það er mik- ilvægt fyrir mig að ferlið sé skemmtilegt og óvænt og ég viti ekki alveg hvert það muni leiða mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.