Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 49
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Einleikurinn Eldklerk- urinn, sem Möguleikhúsið frumsýndi fyrir nokkrum ár- um við afar góðar viðtökur, var tekinn aftur til sýninga í mán- uðinum í Tjarnarbíói. Allra síðasta sýning verður á sunnudag kl. 16. 2 Hinni öflugu og frjóu tón- listarhátíð Myrkum músík- dögum lýkur í dag, laug- ardag, en þá er fjöldi tónleika á dagskránni. Meðal lista- manna og hópa sem koma fram í Dómkirkjunni og Hörpu eru Kamm- ersveit Reykjavíkur, Nordic Affect og Guðný Einarsdóttir. 4 Japanshátíð Háskóla Ís- lands verður haldin á Há- skólatorgi í dag, laugardag, klukkan 13 til 17. Japanskar teiknimyndasögur, bardagalist, matur, menning og tónlist er meðal þess sem kynnt er á hátíðinni. 5 Opið hús verður í Hulduhól- um í Mosfellsbæ, heimili og vinnustofu Steinunnar Marteinsdóttur leirlista- konu, á sunnudag klukkan 14 til 16.30. Gestum gefst meðal annars kostur á að njóta leiðsagnar Steinunnar um þetta fallega listhús hennar. Leiðsögnin er í tengslum við sýningu á verkum hennar í Hönnunarsafni Íslands. 3 Um helgina lýkur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu sýningum þriggja listakvenna. Í Ásmund- arsal sýna Hulda Vilhjálms- dóttir og Marta María Jónsdóttir mál- verk á sýningunni „Roði, strokur, andrá“, en á neðri hæðinni er sýning Anne Herzog, „Vítiseyjan“. MÆLT MEÐ 1 „Á mörkum hins mannlega“ er yfirskrift tón- leika sem verða í Hallgrímskirkju á sunnu- dag klukkan 17. Á þeim mun hópur þekktra íslenskra tónskálda notfæra sér hinn nýja midi-búnað í Klais-orgeli kirkjunnar til að skapa verk sem, samkvæmt tilkynningu, eru langt ofar mannlegri getu í flutningi. Þetta verður í fjórða sinn sem midi-búnað- urinn er notaður á þennan hátt til tónsmíða og flutnings og hafa fyrri tónleikar vakið at- hygli og verið vel sóttir. Tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru þau Elín Gunnlaugsdóttir, Gunnar Andr- eas Kristinsson, Hlynur A. Vilmarsson, Úlfur Hansson, Ragnhildur Gísladóttir og Áki Ás- geirsson. Áki aðstoðar jafnframt við tækni- lega útfærslu og er umsjónarmaður flutnings- ins ásamt Gunnari Andreasi. Gunnar Andreas Kristinsson nam tón- smíðar í Reykjavík, Köln og Haag. Hann hef- ur samið verk af ýmsum toga, allt frá einleiksverkum til hljómsveitarverka, sem ratað hafa inn á tónlistarhátíðir víðs vegar um heim. Gunnar hlaut Kraumsverðlaunin 2013 fyrir geisladiskinn Patterns. Ragnhildur Gísladóttir lauk MA-prófi í tón- smíðum frá LHÍ 2013. Hún hefur starfað sem tónlistarmaður um árabil og samið tón- list við kvikmyndir, leikrit og dansverk. Áki Ásgeirsson tónskáld og tónlistarmaður nam við Tónlistarskólann í Reykjavík og í Den Haag í Hollandi. Hann hefur samið tón- list bæði fyrir hljóðfæri og tölvur og hafa verk hans verið flutt víða um lönd. Hlynur A.Vilmarsson lærði tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og raftónlist við Tónlistarskóla Kópavogs. Tónlist hans hefur verið flutt víða af hópum á borð við Kamm- arensamblen, Njuton Ensemble og Uusinta Chamber Ensemble. Elín Gunnlaugsdóttir er starfandi tónskáld og tónlistarkennari á Selfossi. Hún lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og fram- haldsnámi í Den Haag.Verk hennar hafa ver- ið flutt víða og hefur hún hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir tónsmíðar sínar. Úlfur Hansson leggur stund á raftónlist og upptökutækni í Kaliforníu en áður lærði hann tónsmíðar og nýmiðlun við Listaháskólann. Hann hefur gefið út þrjár plötur og ferðast víða um heim sem tónlistarmaður. SEX TÓNSKÁLD NÝTA SÉR MIDI-BÚNAÐINN Í KLAIS-ORGELI HALLGRÍMSKIRKJU Á TÓNLEIKUM Í KIRKJUNNI Á SUNNUDAG. Gunnar Andreas Kristinsson Ragnhildur Gísladóttir Áki Ásgeirsson Elín Gunnlaugsdóttir Hlynur A.Vilmarsson Úlfur Hansson RAFMÖGNUÐ NÝSKÖPUN Á TÓNLEIKUM Í HALLGRÍMSKIRKJU Leikið á mörkum hins mannlega „Mér finnst ég vera að fást við allan skala mannlegra tilfinninga og sæki efniviðinn ýmist í sjálfa mig eða umhverfið,“ segir Sigga Björg. Bak við hana er verkið Morð, þar sem sokkur kemur við sögu. Morgunblaðið/Einar Falur mér og líður svo bara betur eftir á!“ – Fígúrurnar þínar eru iðulega einskonar mannskoffín, bræðingur manns og skepnu. „Kannski birtist líka bæði mannlegt og dýrslegt eðli í þeim … Ég hef mjög gaman af því að ýta á mörk, og af því hömuleysi sem brýst fram þegar fólk fer að haga sér eins og dýr – eðli sem við felum eða bælum dags- daglega. Ég hef vissulega áhuga á því sem er að gerast þarna undir niðri. Og á tilfinninga- legum óþægindum, aðstæðum þar sem maður veit ekki alveg hvernig á að bregðast við, hvort eigi að hlæja eða gráta. Aðstæðum þar sem manni líður ekki alveg þægilega; ég upp- lifi að þá þurfi maður að horfast í augu við sjálfan sig og einhvers konar sannleika.“ – Minnstu hlutir og atvik geta orðið þér að efniviði í þessar furður. Í einni sögunni hér er það sokkur sem stækkar og virðist gleypa mann og í annarri vindur hljóðfæraleikur upp á sig og verður að martröð. „Já. Í lok fyrstu setningarinnar kemur kannski orðið sokkur og þá fer sagan í ein- hverja átt með hann. Ég vil ekki stjórna því og hef enga skýringu á þessu ferli. Ekki frek- ar en með myndirnar. Ég vinn þær á borði og hér,“ segir hún og bendir á stóran svartan flöt á einni, „byrjaði ég með einhvern poll eða slettu af bleki og myndin byggðist út frá því.“ – Í öllum þessum myndum eru þessir stóru svörtu fletir, pollar eða slettur. Vellur teikn- ingin út frá þeim? „Já, þannig gerist þetta. Og oft er þetta nokkuð mikill pollur sem dregur pappírinn saman og myndar áferð í hann. Ég hef mikið gert smærri myndir og það er allt annað að vinna á svona stórar arkir. Það er líkamlegra og kannski var ég að leit- ast við að ögra mér fyrir þessa sýningu, þetta er mjög líkamleg vinna með pappírinn og blekið sem rennur sína leið og ég reyni að ráða við það allt saman – og leita um leið að óvæntum upplifunum í því.“ – Eru möguleikarnir óþrjótandi með þessar furðufígúrur? „Já, það finnst mér vegna þess að tilgang- urinn með karakterunum er að tákna tilfinn- ingar og aðstæður og þar eru viðfangsefnin endalaus. Ég er að gera allskonar tilraunir með útfærslur á þessum heimi, eins og með þessi vídeó. Ég hef oft gert myndbandsverk með „stop-motion“ en er rétt að byrja að nota það í þrívíðum verkum. Þar er ég aftur komin út í eitthvað sem ég ræð ekki alveg við og kann ekki alla tæknina, en ég geri þetta samt með einhverjum leiðum. Þá finnst mér oft eitthvað forvitnilegt gerast. Það er mik- ilvægt fyrir mig að ferlið sé skemmtilegt og óvænt og ég viti ekki alveg hvert það muni leiða mig.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.