Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 40
Viðtal
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016
Þ
að er létt yfir Gunnari Braga
Sveinssyni þegar fundum okkar
ber saman á skrifstofu utanrík-
isráðherra á þessum fallega en
snjóþunga vetrarmorgni. Hann
spyr frétta af landsbyggðinni, það er að
segja Hádegismóum, og bros færist yfir and-
litið. Komandi frá honum er það þó án efa
hrós blaðinu til handa enda er Gunnar Bragi
fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og þing-
maður Norðvesturkjördæmis.
En af landsbyggðinni og út í heim. Þátt-
taka Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússlandi
hefur verið umdeild og beinast liggur við að
spyrja ráðherrann fyrst út í það mál. Hvers
vegna var nauðsynlegt að taka þátt í þeim
aðgerðum? Er þetta ekki bara symbólískt af
hálfu Íslands?
„Það má vel vera að þessar aðgerðir séu
symbólískar en það þýðir ekki að þær skipti
ekki máli,“ svarar Gunnar Bragi. „Ef við er-
um sammála því að þarna hafi alþjóðalög og
-samningar verið brotnir skiptir það auðvitað
verulegu máli; ekki síst fyrir litla þjóð eins
og Ísland. Það skiptir litlar þjóðir yfirleitt
meira máli en stórþjóðir að alþjóðasamn-
ingar séu virtir. Við eigum fullveldi okkar
undir því. Við erum líka hluti af bandalagi
vestrænna ríkja og deilum með þeim
ákveðnum grunngildum og það væri mjög
undarlegt að Ísland, sem verið hefur fram-
arlega í flokki við að viðurkenna sjálfstæði
ríkja, eins og til dæmis Eystrasaltsríkjanna
og Palestínu, mótmælti ekki þegar landa-
mæri eru ekki virt og jafnvel verið að ógna
fullveldi ríkja. Á þessu byggist þessi ákvörð-
un.
Okkar leið til að taka þátt í þessum þving-
unum liggur gegnum löggjöf frá 2008 sem
gerir okkur kleift að taka undir þvinganir al-
þjóðastofnana og ríkjabandalaga. Í EES-
samningnum er gert ráð fyrir að við getum
tekið undir svona þvinganir. Það er líka
ágætt að hafa í huga að það voru Banda-
ríkjamenn sem lögðu af stað með þvinganir
gegn Rússum en Evrópusambandið kom í
kjölfarið. Það eru fjörutíu ríki sem taka þátt
í þessum þvingunum í dag.“
Skynjaði ákall fólksins
– Spilaði heimsókn þín til Úkraínu á sínum
tíma á einhvern hátt inn í þessa ákvörðun?
Breytti það einhverju að hafa kynnst and-
rúmsloftinu og hitt fólkið?
„Nei, það hafði ekki áhrif á ákvörðunina
sem slíka. Vissulega skynjaði ég mjög sterkt
ákall fólksins og þörf fyrir lýðræði og um-
bætur í landinu, alveg eins og fulltrúar
margra annarra þjóða sem komið hafa til
Úkraínu til að kynna sér ástandið og styðja
við slíkar hugmyndir. Seinast þegar ég kom
til Úkraínu heimsótti ég borg sem heitir
Dnipropetrovsk og þar skynjaði ég mjög
sterkt óttann og þörfina fyrir að standa með
þessari þjóð gegn innrás Rússa. Auðvitað
hafði það áhrif á mann að sjá flóttamennina
með eigin augum en ákvörðunin um að taka
þátt í þessum þvingunum er eigi að síður al-
farið tekin með hagsmuni Íslands að leið-
arljósi. Mínar tilfinningar koma því máli
ekkert við.“
– Ertu bjartsýnn á að þvingununum verði
aflétt í sumar, eins og menn eru farnir að
gera sér vonir um?
„Við skulum segja að ég sé hóflega bjart-
sýnn. Það sem þarf að gerast er að Úkra-
ínumenn og Rússar, sem eru aðilar að
Minsk-samkomulaginu, virði samkomulagið
eða í það minnsta byrji að uppfylla það. Það
eru vissulega vonir um að það geti orðið en
gleymum því samt ekki að þær vonir hafa
komið upp áður. Vonandi getum við byrjað
að aflétta þessum þvingunum í sumar. Að
því hljótum við að stefna; það vill enginn
hafa svona þvinganir til langframa.“
Hefur verið óþægilegt
– Hvað gerist þá? Það er ekki sjálfgefið að
Rússar aflétti sínum viðskiptaþvingunum
gagnvart Íslandi strax í kjölfarið.
„Alls ekki. Þvinganir Rússa eru þeirra
ákvörðun og svar við þessum refsiaðgerðum.
Þeir sérsníða þær aðgerðir að hverju landi
fyrir sig. Ekki gildir sama um Ísland og
Þýskaland. Vonandi bregðast þeir þó við sem
fyrst með jákvæðum hætti.“
– Málið er augljóslega umdeilt enda miklir
viðskiptahagsmunir í húfi hér heima. Hef-
urðu orðið fyrir þrýstingi af þeim sökum?
„Það er alveg ljóst að miklir hagsmunir
eru í húfi. Hagsmunir Íslands eru hins vegar
mun stærri en þessir tilteknu viðskiptahags-
munir. Og já, ég hef orðið fyrir miklum
þrýstingi vegna þessa máls. Það er engin
spurning.“
– Hefur það verið erfitt?
„Það hefur verið óþægilegt. Og jú, erfitt
líka. Maður vill helst ekki standa í deilum,
hvort sem það er við félaga sína eða aðra.
Ég hef hins vegar alltaf verið sannfærður
um að þetta sé það eina rétta fyrir Ísland og
fyrir vikið hefur ekki komið til álita að
breyta þessari ákvörðun. Hún stendur. Það
er líka mikilvægt að hafa í huga að málið var
í upphafi samþykkt í ríkisstjórn. Þetta var
ekki bara ákvörðun utanríkisráðherra. Við-
brögðin hafa heldur alls ekki eingöngu verið
neikvæð. Ég hef líka fundið fyrir miklum
stuðningi vegna þessa máls. Bæði frá mínum
félögum í pólitík og líka heima í héraði.“
Ekki ganga fram af brúninni
– Hvaðan hefur þrýstingurinn verið mestur?
Á Alþingi, frá atvinnulífinu eða heima í hér-
aði?
„Það er augljóst að þrýstingurinn frá út-
gerðinni og útflutningsaðilum hefur verið
mestur. Í því sambandi ætla ég hins vegar
alls ekki að setja alla undir sama hatt. Þetta
er gríðarlega stór og fjölbreyttur hópur og
margir innan hans hafa lýst yfir stuðningi
við þessar aðgerðir. Nokkur hópur hefur
hins vegar verið ósáttur enda hefur hann
mögulega meiri hagsmuna að gæta en aðrir.
Ég virði alveg slík sjónarmið en menn verða
samt að gæta að sér. Ganga ekki fram af
brúninni.“
– Hafa menn gert það?
„Já, mér hefur fundist það. Þó að miklir
sérhagsmunir séu í húfi verða menn að gæta
að því að skaða ekki orðspor lands og þjóð-
ar. Það getur tekið langan tíma að vinna
tapað traust til baka.“
– Þá að Evrópumálum. Líturðu svo á að
rétt hafi verið staðið að því að draga umsókn
Íslands um aðild að Evrópusambandinu til
baka? Margir, ekki síst andstæðingar að-
ildar, líta svo á að málinu sé ekki lokið.
„Málinu er lokið. Það er alveg ljóst. Sá
litli hópur sem er ósáttur við hvernig að
málinu var staðið var fyrst og fremst ósáttur
við að þingið hefði ekki verið látið taka af-
stöðu. Það er hins vegar alveg ljóst að rík-
isstjórnin er ekki bundin af þingsályktun Al-
þingis frá árinu 2009 og fyrir vikið er hún
fallin um sjálfa sig. Vert er að hafa í huga
að þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Össur
Skarphéðinsson sendu bréfið á sínum tíma
var hvergi minnst á þátt Alþingis í málinu.
Það var bara síðasta ríkisstjórn sem sótti
um aðild að Evrópusambandinu. Að sama
skapi getur núverandi ríkisstjórn hætt við að
sækja um. Og það höfum við gert. Það var
alltaf ljóst að málið yrði tekið í gíslingu í
þinginu af stjórnarandstöðunni og þess
vegna hafði það engan tilgang að fara með
það þangað inn.“
Engum mun detta í hug
að spyrja ekki þjóðina
– En mátti ekki spyrja þjóðina?
„Ég svara því alltaf þannig, að þjóðin hafi
ekki verið spurð í upphafi. Lærdómurinn af
þessari aðildarumsókn er hins vegar sá að
vilji menn einhvern tíma sækja aftur um að-
ild að Evrópusambandinu – sem ég vona að
sjálfsögðu að gerist aldrei – þá held ég að
engum muni detta í hug að spyrja ekki þjóð-
ina áður en lagt verður af stað í þá vegferð.
Nú er þessum kafla í okkar lífi hins vegar
lokið og með tímanum fennir yfir þá vinnu
sem lagt var í. Evrópusambandið sjálft er á
miklu breytingaskeiði og fráleitt að láta sér
detta í hug að sækja um aðild á næstu tutt-
ugu árum. Þess utan er auðvitað ljóst að
Evrópusambandið mun ekki gleypa við um-
sókn frá Íslandi aftur nema að kanna vand-
lega áður hvernig að henni var staðið.“
– Schengen-samstarfið er í uppnámi.
Hyggst Ísland draga sig út úr Schengen og
hvað myndi það þýða?
„Það hefur ekki verið rætt að draga okkur
út úr Schengen enda þótt ég þykist vita að
allskyns skoðanir eru á því máli og ein-
hverjar hugmyndir um að við ættum að gera
það. Það er hins vegar alveg ljóst að þetta
fyrirkomulag virkar ekki í dag. Við því er
tvennt að gera. Annars vegar að laga það
þannig að það virki eða að búa til minna
Schengen-svæði. Að mínu áliti er það ekkert
sérstakur kostur að búa til minna svæði en
samt er ekki hægt að útiloka það. Innanrík-
Sköðum ekki
orðspor lands
og þjóðar!
GUNNAR BRAGI SVEINSSON SEGIR ÁKVÖRÐUNINA UM AÐ TAKA ÞÁTT Í REFSIAÐGERÐUM GEGN
RÚSSUM VEGNA HERNAÐARBRÖLTS ÞEIRRA Í ÚKRAÍNU BYGGJAST Á LANGTÍMA HAGSMUNUM
ÍSLANDS EN EKKI TILFINNINGUM. HANN ER LÍKA ÞEIRRAR SKOÐUNAR AÐ MÖRG MISTÖK HAFI VERIÐ
GERÐ Í MÁLEFNUM FLÓTTAMANNA OG EVRÓPUSAMBANDIÐ SÉ VANBÚIÐ TIL AÐ LEYSA VANDA AF
ÞESSU TAGI. RÁÐHERRA GAGNRÝNIR ÖRYGGISRÁÐ SÞ VEGNA STRÍÐSINS Í SÝRLANDI OG TELUR
ÓLÍKLEGT AÐ DONALD TRUMP VERÐI KJÖRINN NÆSTI FORSETI BANDARÍKJANNA.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is