Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 45
Eitt vinsælasta íslenska orðið á Twitter, sem ekki er skrifað af íslenskumælandi, er hið klass-
íska Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur. Að
sjálfsögðu er það atkvæðafjöldinn, sem og í fjölda annarra orða, sem vekur athygli. Þá vinna
margir íslenskir tónlistarmenn gott starf í að vekja athygli á tungumálinu og þá sérstaklega
Sigur Rós sem vinsælt er að vitna til. Á Twitter vita ótrúlega margir hvað nafn eins vinsælasta
lags hljómsveitarinnar, Hoppaípolla, þýðir. Almennt eru líflegar umræður á Twitter um ís-
lenskt mál og gaman að fylgjast með.
„Íslendingar eru helteknir af hreinleika
tungumálsins, þeir vilja engin erlend
orð, nema algebru, hún má vera með.“
Ems Simpson, Bretlandi.
„Mig langar að læra að tala íslensku
því öll orðin í tungumálinu er eins og
einhver hafi skellt allri hendinni á
lyklaborðið.“
Emily Hardinger, Oregon.
„Íslenska, eina tungumálið í heim-
inum sem hljómar eins og Íslendingar
séu bara að skálda orðin upp jafnóðum
og þeir segja frá.“
Zair Rihaz, Pakistan.
„Er að reyna að vera kurteis þegar ég
tala íslensku en þá man ég að þeir eiga
ekkert orð yfir „please“.“
Josefina, Bretlandi.
„Þegar fólk skrifar nöfnin á þess-
um íslensku eldfjöllum, held ég
alltaf að það sé léleg tilraun til að
skrifa fyndið orð.“
Bradley R, Bandaríkjunum.
„Þjóðverjar eru þekktir fyrir fá-
ránlega löng orð, en ég held að Ís-
land gæti keppt við þá – Rjóma-
súkkulaðihúðaðar rúsínur.“
Andrew, Bandaríkjunum.
Ýmislegt
Árið 2011 fór fyrirbærið „jólabókaflóðið“ að vekja mikla athygli á Twitter þar sem fólk
hvaðanæva úr heiminum tísti um að Íslendingar ættu sérstakt orð yfir metsölu í bóka-
geiranum fyrir jólin. Enn í dag er jólabókaflóðið, fyrirbærið og orðið sjálft, í miklu uppá-
haldi á samfélagsmiðlinum og sérstaklega í kringum hver jól þar sem mörg hundruð er-
lendar færslur birtast.
„Hvað er betra en flóð af bókum?
Ekkert, ég er að segja ykkur það.
EKKERT.“
Monique Mata, Bandaríkjunum.
„En frábær hugmynd. Ég held að
við verðum að koma þessu á lagg-
irnar í Ameríku þegar í stað.
Gleðilegt jólabókaflóð!“
Heather Maclean, Michigan.
„Það gleður mig að það
hvernig ég hef fagnað jóla-
dagskvöldi í meira en þrjá-
tíu ár á sér raunverulega
nafn; Gleðilegt jólabóka-
flóð!“
Mental multivitamin, Chicago.
„Jólabókaflóð hljómar
svalt. Gætum átt von á
minniháttar flóði hér.“
Peter Houghton, Bretlandi.
„Í miðju jólabókaflóði, fann ég út
að íslenska orðið fyrir sextán er
„sex town“ (kynlífsbær). Eimitt
það, alheimur.“
Michaela Peringer, Seattle.
„Við verðum að koma þessu
jólabókaflóði, „christmas book
flood“, til Taívan.
Reyndar gæti allur
heimurinn bætt við
sig fleiri bókum,
ekki satt.“
Elias, Taívan.
„Gleymið þessum
50 orðum yfir
snjó. Það er sér-
stakt orð á íslenku
yfir jóla-bóka-
flóð.“
Jeannie Lin, Kína.
Jólabókaflóðið
Morgunblaðið/Golli
Morgunblaðið/Ásdís
Íslenskan er auðug að orðum sem lýsa snjó, margvíslegum gerðum hans, hvernig hann fellur til
jarðar og jafnvel liggur á jörðu. Víðast hvar erlendis, nema hjá þjóðum eins og Inúítum, eru orðin
ekki svo fjölbreytileg. Öll þessi orð yfir snjó, að ógleymdu veðrinu hérlendis almennt, eru vinsælt
umræðuefni á Twitter, þá sérstaklega orðið hundslappadrífa. En sömuleiðis má benda á að margir
telja Íslendinga skorta fleiri nöfn yfir rigningu.
„Íslenska orðið yfir blautan snjó er
drasl (krap). Það er mjög viðeigandi.“
River Homewood, Bandaríkin.
„Borið fram nákvæmlega eins og
enska orðið yfir gaman (fun). Fönn
þýðir fullt af snjó.“
Ariel Balske, Ohio.
„46 orð yfir snjó. Mjöll, nýfallinn.
Bleytuslag, djúpur og krapakenndur.
Uppáhaldið mitt er hundslappadrífa,
snjóspor jafnstór og hundsloppur.“
Beth Ellyn McClendon, California.
„Hundslappadrífa hljómar svolítið
skítugt.“
Drave vas Veshkriset, Oregon.
„Reykvískar veðurfréttir; algjör helli-
demba. Eskimóar eiga fullt af orðum
yfir snjó. Íslendingar ættu að eiga að
minnsta kosti 20 orð yfir „blautt“ og
„kalt“.
Vicki Lank, Bretland.
„Sá svolítið af norðurljósum í gær.
Núna rignir – og það eru aðeins þrjú
orð á íslensku yfir regn meðan þau eru
um 60 yfir snjó.“
David Isgrove, Bretland.
„Íslenskan á hundrað orð yfir snjó, en
maður þarf að segja þau öll samtímis.“
Liana Maeby, Los Angeles.
Og öll þessi orð yfir snjó
„Þetta fékk mig til að hlæja í
dag. Handleggur á ís-
lensku þýðir bókstaflega;
hand-fótur.“
Kirsten de Keyser, Bretland.
„Fyrsta orðið í íslensku sem
hljómar rökrétt. Höndin þín er
„handleggur“. Fótleggur með hönd.“
Alice Kingsley, Ástralía, búsett á Íslandi.
„Það lítur út fyrir að Íslendingar hafi
hugsað með sér: „Hmm, þetta er eins og
fótleggur nema með hönd á endanum.
Handleggur dugar.““
Sam Yo, Bandaríkin.
„Hafið þið heyrt hvað
íslenska orðið hand-
leggur þýðir? Mér
finnst þetta spreng-
hlægilegt.“
Michelle Blanchard,
Kanada.
Handleggur
Á Twitter er vinsælt að tísta um einstaka líkamsparta og hvernig þeir hljóma á hin-
um ýmsu tungumálum og yfirleitt þykir það nú fyndnast ef það tengist rassi og kyn-
færum og það sama á við um íslensk orð, til dæmis orðið píka sem netverjum þykir
afar fyndið hvað þýðir í ljósi þess að ein þekktasta teiknimyndapersóna heims, Pi-
cachu, þeytist um allt og segir „Pika Pika“.
Það sama á þó ekki við um annan líkamspart sem einnig hefur vakið athygli á net-
inu, meðal annars á Twitter, fyrir hvað hann heitir. Það er handleggur. Orðið þykir
sérstaklega rökrétt, og þó, ekki allir eru sammála.
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Mjöll, nýsnævi, hjarn, skari, ísskel, brota,
fastalæsing, kafsnjór, kafald, kafaldi, ka-
faldshjastur, bleytuslag, krap, blotasnjór,
él, moldél, kalsasnæðingur, snjóbörlingur,
hundslappadrífa, skæðadrífa, logndrífa,
kafaldsmyglingur, hjaldur, lognkafald, ryk,
kaskahríð, hríð, lenjuhríð, blotahríð, of-
ankoma, fukt, bylur, skafrenningur, neð-
anbylur, skafald, snjófok, snjódrif, kóf, fjúk,
snjódríf, drift, fjúkburður, fýlingur, sviðr-
ingsbylur, slydda, bleytukafaldur, kless-
ingur, slyttingur.
NOKKUR ÍSLENSK
ORÐ YFIR SNJÓ