Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 51
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Nanna Rögnvaldardóttir hefur
sent frá sér enn eina bókina
um mat; hana kallar höfund-
urinn Létt og litríkt. Þar fjallar
Nanna um hversdagsmat og
leggur áherslu á holla næringu.
„Ég hef lést um rúm tuttugu
kíló síðan ég hætti alveg að
borða sykur fyrir rúmu ári og
er óneitanlega liprari og léttari
fyrir vikið,“ segir Nanna í for-
mála bókarinnar.
Nanna segir fleira breytt en
að sykurinn sé horfinn úr mat-
argerðinni því hún sé jafnframt
meðvitaðri um hvað hún borði
og hve mikið. Og hún ver
meiri tíma til að njóta matarins
en áður. Hún bendir á að með
því að gefa sér góðan tíma til
að borða „nýtur maður ekki
bara bragðsins af matnum bet-
ur, það er jafnframt líklegt að
maður borði minna“.
Fjöldi uppskrifta er í bók-
inni.
Létt og litríkt
frá Nönnu
Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur af Fljótsdalshéraði, hefur skilað til
útgáfu handriti að bók sem hefur einmitt vinnuheitið „Fljótsdæla“ og
kemur að öllum líkindum út í haust á vegum Skruddu. Þar er mikið rit á
ferðinni eins og vænta mátti.
Helgi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011 í flokki fræðirita
fyrir Sveppabókina og áður hafði hann fengið verðlaun Hagþenkis fyrir
bók sína um Lagarfljót. Báðar voru miklar að vöxtum og verður Fljóts-
dæla í sama broti og Lagarfljótsbókin, líklega á sjötta hundrað blaðsíðna.
Helgi hefur unnið að bókinni í nokkur ár og fjallar um nánast allt milli
himins og jarðar. „Bókin er að meginstofni um jarðir og ábúendur á þeim,
frá því um 1800, og sumar svolítið lengra aftur. Svo eru sérstakir kaflar
meðal annars um náttúruna, um söguna frá upphafi, um skólamál, skáld, rithöfunda og aðra
listamenn – nóg er af þeim – og svo er að sjálfsögðu virkjanakafli í bókinni,“ sagði Helgi í sam-
tali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Helgi er frá Droplaugarstöðum í Fljótsdal. „Það er ysti bærinn að norðanverðu, við Hrafn-
gerðisána.“ Þar eru hreppamörk; áin skilur Fell og Fljótsdal. Helgi nam líffræði með grasa-
fræði sem aðalgrein í Þýskalandi á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda, kenndi við Eiða-
skóla og Menntaskólann á Akureyri og var um árabil forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á
Akureyri. Hann hefur fengist við margskonar rannsóknir á náttúru Íslands.
Fljótsdalshreppur kostar útgáfu bókarinnar að miklu leyti, að sögn Helga. „Það liggur í hlut-
arins eðli, annars hefði bókin aldrei komið út,“ segir hann. skapti@mbl.is
FLJÓTSDÆLA HELGA VÆNTANLEG
Horft yfir að bænum Glúmsstöðum II í Norðurdal, einum innst bæ í byggð í Fljótsdal.
Helgi Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjöldi hagyrðinga hefur í nærri
aldarfjórðung skipst á kveð-
skap sér til ánægju á vefnum og
kalla póstlistann Leir. Sýn-
ishorn af því sem þar hefur
birst er nú komið út á bók.
Á síðum Leirs, en svo nefnist
bókin, eru „eingöngu vísur eða
ljóð í léttum dúr eða það sem
kalla má skemmtivísur,“ segir
Davíð Hjálmar Haraldsson
m.a. í formála en hann og
Björn Ingólfsson tóku saman
efnið sem birt er.
Hjálmar Freysteinsson orti
þegar strangfriðaðir fuglar á
borð við fálka fundust í frysti-
kistu:
Húsvíkingar harla drjúga
hafa tekjuvon í því
að iðulega fálkar fljúga
frystikistur þeirra í.
Davíð Hjálmar segir að Leir-
limir yrki gjarnan góðlátlegt
grín hver um annan eða sjálfa
sig, „þó getur kastast í kekki en
rætni og dónaskapur eru fátíð.
Stjórnmál og stjórnmálamenn
og dægurmál almennt eru dag-
legt yrkisefni. Klám sést varla
en tvíræðar vísur eru algengar
og er reyndar ort um allt milli
himins og jarðar, jafnvel trúmál
enda prestar á leir.“
Áðurnefndur Hjálmar, lækn-
ir á Akureyri, velti fyrir sér
hvort farsímanotkun væri
hættuleg:
Einn því fylgir ókostur að eiga
símann
hættan á að hringt sé í mann.
Leirburður í
aldarfjórðung
Andleg fæða
og líkamleg
BLAND Í POKA
LESTRARHESTAR OG AÐRIR ÍSLENDINGAR ERU
NÝBÚNIR AÐ SPORÐRENNA SÍÐASTA BITA AF
JÓLAMATNUM OG ÞORRINN ÞEGAR GENGINN Í
GARÐ MEÐ ÖLLUM SÍNUM SÚR. MATGÆÐING-
URINN NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR ER HINS
VEGAR Á MUN LÉTTARI NÓTUM Í NÝJUSTU MAT-
ARBÓK SINNI OG FLEIRA GÓÐGÆTI ER AÐ
FINNA ÞEGAR FARIÐ ER YFIR BUNKA ÞEIRRA
BÓKA SEM KOMIÐ HAFA ÚT UPP Á SÍÐKASTIÐ.
Heimsbyggðin gekk í barn-
dóm nýverið að því leyti að
fjöldinn dró fram litabækur
fyrir fullorðna og liti. Hópur
sem kallar sig Gunnarsbörn
hefur nú sent frá er Íslensku
litabókina þar sem tækifæri
gefst til að lita myndir úr ís-
lensku landslagi og um-
hverfi. Bókin er prentuð á
góðan pappír og nota má
hvort sem er túss, vatnsliti,
pastelliti eða tréliti.
Litabók eftir hóp listamanna
Æviminningar tónlistarkonunnar og rithöfundarins – og „Íslandsvin-
arins“ – Patti Smith þykja með bestu bókum nýliðins árs að mati
eins þriggja gagnrýnanda New York Times og gagnrýnandi breska
ríkisútvarpsins, BBC, valdi hana eina af tíu bestu bókum ársins.
Í bókinni, M Train, fer Smith með lesandann í ferð og kemur við á
18 stöðvum sem veitt hafa henni innblástur. Gagnrýnandinn, Mic-
hiko Kakutani, segir bókina fallegan minjagrip um fortíðina. Smith
segir m.a. frá ferð til Reykjavíkur þar sem hún nær fundi skáksnill-
ingsins Bobbys Fischers sem þá var búsettur í borginni. Hann var
ekki allra og eftir reiðilestur Fischers stendur Smith á fætur og
segir: Ég get talað á jafn ógeðfelldan hátt og þú, bara um aðra
hluti. Á endanum sættust þau skv. frásögn hennar og vörðu nokkrum
klukkustundum saman við að syngja saman lög eftir Buddy Holly og fleiri, „lífverði Fischers til mik-
illar furðu,“ eins og segir í New York Times.
Patti Smith hlaut bandarísku bókmenntaverðlaunin National Book Award árið 2010 fyrir minn-
ingabókina Just Kids, Bara börn.
Dúettinn Patti Smith og
Bobby Fischer í Reykjavík!
BÓKSALA 20.-26. JAN.
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson.
1 Stríðsárin 1938-1945Páll Baldvin Baldvinsson
2 DauðaslóðinSara Blædel
3 Þýska húsiðArnaldur Indriðason
4 Mamma klikk!Gunnar Helgason
5 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir
6 SogiðYrsa Sigurðardóttir
7 Fram hjáJill Alexander Essbaum
8 Fávís mærIda Simons
9 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir
10 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson
Barnabækur
1 Mamma klikk!Gunnar Helgasonl
2 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson
3 DúkkaGerður Kristný
4 Skósveinarnir - leitið og finniðTrey King
5 HótelráðgátanMartin Widmark
6 Staðreyndabók SveppaSverrir Þór Sverrisson
7 Vísindabók Villa - GeimurinnVilhelm Anton Jónsson/
Sævar Helgi Bragasona
8 Dóta læknir hjálpar vinum sínumWalt Disney
9
Kort
Aleksandra Mizielinscy/
Daniel Mizielinscy
10 Kafteinn ofurbrók og endurkomatúrbó 2000
Dav Pilkey