Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk *Hallað hefur undan fæti í hagkerfinu og ekki hjálparpólitísk ólga jafnt innanlands og í nágrannalönd-unum. Fyrir vikið hefur gengi tyrknesku lírunnarlækkað töluvert á undanförnum misserum. Í dagkostar líran rúmlega 43 krónur en var um fimmt-ungi hærri fyrir ári og meira en tvöfalt sterkari árið2013. Er kjörið að sækja Tyrkina heim áður en gengið styrkist á ný. Gengið með hagstæðasta móti Ljósmynd / Wikipedia – Kultigin (PD) Baklava er fyrir þá sem kunna að meta sætmeti. Þ eir sem kynnast bestu hliðum Istanbúl eiga erfitt með að standast töfra borgarinnar. Þeir standa sig að því að snúa aftur og aftur til þessarar fyrrverandi höf- uðborgar Tyrkjaveldis þar sem austrið og vestrið mætast. Hægt væri að telja upp langan lista af óviðjafnanlegum minjum, moskum og höllum sem ferðalangurinn verður að heimsækja, á borð við Ægisif, Grand Bazaar, Bláu moskuna, Prins-eyjarnar, Galata-turninn og Ottómanahöllina Top- kapi. En það sem gerir borgina svo sér- staka og ómótstæðilega er umfram allt mannlífið og menningin, og Istanbúlbú- arnir sjálfir sem geta verið svo ynd- islegir. Kannski eru kettirnir greinilegasta birtingarmynd þess anda sem er yfir borginni og fólkinu sem þar býr. Kis- urnar fá að valsa um og eru í senn eig- endalausar og í umsjá allra. Góðhjart- aðir borgarbúar láta sig ekki muna um að skilja eftir smá vatn í skál við inn- ganginn að heimilum sínum og jafnvel gauka þurrfóðri að hverfiskisunum. Þeg- ar kólnar í veðri spretta upp lítil heima- gerð skýli hér og þar, í bakgörðum og húsasundum, þar sem loðnu heið- ursborgararnir geta fengið að kúra ef þeim tekst ekki að finna sér afdrep í tómum kjallara einhvers staðar. Rataði það meira að segja í fréttirnar á dög- unum að imam nokkur í borginni ákvað að opna moskuna sína fyrir kisunum í vetrarkuldanum. Að lifa eins og köttur Svo virðist sem kattareðlið hafi smitast yfir til mannfólksins og endurspeglast í mörgu því besta sem borgin hefur að bjóða og allir gestir ættu að prófa: Er t.d. auðvelt að komast í tengsl við sinn innri kött á þægilegum bekk á kaffihúsi, í einhverri hliðargötunni í gamla borg- arhlutanum. Vatnspípa og tyrkneskur tebolli kórónar upplifunina. Það er líka kattarlegt að fylgjast með veiðimönn- unum sem dorga af Galata-brúnni og leita svo uppi veitingastað sem býður upp á nýveiddan fisk beint upp úr Mið- jarðarhafinu. Er líka allt í lagi að kaupa einfaldlega alvöru dürüm á leiðinni heim til að kjamsa á uppi á hótelherbergi og kannski eina öskju af baklava í eftirrétt. Ef þetta dugar ekki til þá verður ein- faldlega að taka stefnuna á gott baðhús, hamam. Kettir eru þrifalegir og það eru gestir baðhúsanna líka, skrúbbaðir hátt og lágt og vöðvarnir nuddaðir lengst inn að kjarna. Jafnvel bara heimsókn á rak- arastofuna getur fengið fólk til að mala, því þar er nostrað við skegg og barta og þykir þjónustan langt undir meðallagi ef ekki fylgir með smá höfuðnudd. Þeir kunna þetta, Istanbúlbúarnir, og lærðu það örugglega allt af köttunum. AFP Menn á gangi á Istiklal, einni helstu verslunargötu Ist- anbúl. Rauður sporvagn fer upp og niður götuna. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: ISTANBÚL Kattaborgin við Bosporus-sund GESTIR Í ISTANBÚL ÆTTU AÐ PRÓFA AÐ NJÓTA HINS DAGLEGA LÍFS Á KAFFIHÚSUNUM OG Í BAÐHÚSUNUM, OG REYNA AÐ LÆRA LÍFSGILDIN AF KÖTTUNUM SEM HAFA LAGT BORGINA UNDIR SIG. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þó almennt sé ágætlega hugsað um kisurnar í Istanbúl er ástandið fjarri því fullkomið. Þrot- laus vinna sjálfboðaliða virðist vera að bæta að- stæður kattanna smám saman með geldingum, bólusetningum og lækn- isaðstoð. Kattavinir sem heim- sækja Istanbúl ættu að reyna að hafa eins og einn poka af þurrmat í hliðartöskunni á ferðum sínum um borgina því kettirnir fá ekki jafnmikla umhyggju í öllum bæj- arhlutum og eru oft svangir og matnum fegnir. Þeir sem vilja komast í kynni við sjálfboðalið- ana geta t.d. kíkt á Facebook-hópinn „Cih- angir … Cool for Cats“ sem er félagsskapur kattavina í miðbæjarhlutanum. Þeirra bíður ær- inn starfi og aldrei að vita nema sjálfboðavinna eða fjárframlög Íslendinga sem eiga leið um borgina væru vel þegin. Istanbúl er fögur hvort held- ur bökuð í sumarsólinni eða undir hvítu snjóteppi. Kettir láta fara vel um sig á markaði í Istanbúl, kúrandi í hrúgu innan um glingur og gersemar. AFP Ljósmynd / Flickr – Johan Siegers (CC) EKKI EINTÓMT SÆLDARLÍF Kattavinir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.