Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 20
pakka ofan í tösku nú þegar og vera lentur í Tókýó á innan við sólarhring. Gildi ferðalaga hefur síður en svo minnkað en þeim áfangastöðum fjölgað sem fólk verður að hafa séð ef það á að geta kallað sig veraldarvana heimsborgara. Raunar eru áfangastaðirnir svo margir að erfitt er að átta sig á hvar á að byrja, hvað er ómissandi og hvað má hugsanlega mæta af- gangi. Hér á eftir fer stutt og ein- földuð samantekt á þeim borgum og undrum sem heimshorna- flakkararnir ættu að einsetja sér að heimsækja þó ekki væri nema einu sinni á lífsleiðinni. Þ að að ferðast og sjá heiminn hefur lengi verið álitið ein af grunnstoðum þess að vaxa og þroskast sem manneskja. „Sá einn veit er víða ratar, og hefir fjöld um farið,“ sögðu víkingarnir og sigldu vítt og breitt um Evrópu. Á 17. öld þótti það ómissandi liður í menntun ungra efristétt- armanna að vitja helstu við- komustaða í Evrópu í því sem var kallað „Grand Tour“. Var stefnan yfirleitt sett á Róm og á leiðinni drukku ferðalangarnir í sig menningu álfunnar. Nú er heimurinn orðinn miklu stærri og ferðalögin um leið orðin auðveldari. Væri hægt að ERTU BÚINN AÐ SJÁ HEIMINN, MEÐ ÖLLUM SÍNUM UNDRUM, EÐA ERTU RÉTT AÐ BYRJA? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jörðin er stór og margt sem þarf að skoða 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 Ferðalög og flakk Auðveldast er sennilega að byrja á borgunum sem eru þungamiðjur efnahags- og menningarlífs sam- tímans. Þetta eru borgir sem flestir eiga erindi til, ef ekki vegna viðskipta eða náms þá vegna þess að þær eru margar heimili stórra flugvalla sem tengja ferðalanga á leið frá Íslandi við aðrar borgir enn lengra úti í heimi. New York á sennilega heima efst á listanum og ekki að ástæðulausu að borgin er oft köll- uð höfuðborg heimsins. Sagt er um Times Square að ef þú viljir hitta einhvern þurfirðu bara að bíða nógu lengi á torginu því allir fari á endanum einhvern tíma um þetta litríka og ljósum prýdda torg. London er í uppáhaldi hjá mörgum. Orkumikil eins og New York, full af lífi, leikhúsum og verslunum, en um leið með langa sögu. Bresku hefðirnar eru við hvert fótmál, frá tveggja hæða strætóum til heiðursvarðarins við Buckingham-höll. París þykir með fegurstu borg- um. Miðstöð tísku og hámenn- ingar, þar sem lífið er kryddað með ferðum á kaffihús, góðu víni og eðalostum. Hér býr Móna Lísa, Eiffel-turninn gnæfir yfir húsþök- unum og súpermódelin strunsa um götur með nefið upp í loft. Allir vegir liggja til Rómar sem enn býr að fornri frægð. Hér eru musterin og hringleikahúsin sem við lærðum um í sögutímum. Inn- an borgarmarkanna er svo Vatík- anið, þungamiðja hinnar kaþólsku trúar og heimili mikils safns af ódauðlegum listaverkum og ótrú- legum dýrgripum. Beijing er sú heimsborg sem er lengst frá Reykjavik. Áhrif Beij- ing eiga bara eftir að aukast og Forboðna borgin minnir bæjarbúa á það mikla vald sem var, og mun aftur safnast saman á þessum reit. Er heldur ekki langt í Kínamúr- inn; undur veraldar sem óviðjafn- anlegt er að sjá með eigin augum. Vörður vakir yfir Torgi hins himneska friðar. Beijing er borg með merkilega fortíð og forvitnilega framtíð. Ljósmynd / Wikipedia – Zhang Yu (CC) Heimsborgirnar Ljósmynd / Wikipedia – Chensiyuan (CC) Ljósmynd / Flickr – Moyan Brenn (CC) Times Square iðar af lífi allan sólarhringinn, allt árið um kring. Ástarborgin París er háborg tískunnar og rómantísk í meira lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.