Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 35
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 K affifélagi smáhestsins var örlítið bugaður í vikunni. Hann hafði gert þau hræðilegu mistök að stíga á vigt rétt fyrir áramótin, sem allir með meðal IQ vita að er glórulaust rugl. Hann komst sem sagt að því að hann var við það að komast í þriggja stafa tölu. Það er auðvitað ekkert að því að vera 100 kg en þessi félagi minn var ekki á því að þetta væri að klæða hann nægilega vel. Með sinn slánalega vöxt höfðu kílóin einhvern veginn safnast um hann miðjan og þar sem hann var að verða eins og myndarlegt Þ í laginu ákvað hann að grípa í taumana (svona áður en hann hætti að geta horft með eigin aug- un á eitt mikilvægasta líffæri líkamans). Í stað þess að fara í hefðbundið janúar-átak eins og svo margir, mæta oftar í ræktina og borða minna, ákvað hann að taka allt annan snúning á þynninguna. Hann hætti að drekka vín, skipti kjöti út fyrir grænmeti , henti öllum sykri út úr mataræðinu og kvartaði svo sáran yfir því hvað lífið væri ægilega leiðinlegt. Mæðulega sagði hann smáhestinum frá því að hann gæti bara ekki beðið eftir 1. febrúar. Þá myndi lífið hefjast á ný með kjötáti og hóflegri rauðvínsdrykkju. Hann var meira að segja að hugsa um að flýta komu fyrsta febrúar um tvo daga og byrja bara í sínum eðli- lega lífsstíl nú um helgina. Það kæmi smáhestinum því ekki á óvart ef hann hefði sést á Ölstof- unni í gærkvöldi … Þetta tal um áfengi og áfeng- isleysi minnti smáhestinn á eina mestu fyllibyttu samtímans, hina stórkostlegu Sue Ellen. (Svona svo það valdi ekki misskilningi þá á kaffifélaginn ekki við áfengisvandamál að stríða.) Sue Ellen passaði sig hinsvegar vel á því að drekka helst ekki neitt nema hreinan vínanda og hún gætti þess vel að dreifa drykkjunni vel yfir daginn. Það ku nefnilega vera hollara að drekka á morgnana en á kvöldin því heilsu- farslega séð er afar óheppilegt að taka inn allt þetta hitaeiningamagn rétt fyrir svefninn, þar að segja ef drukkið er um kvöld. Skást væri að drekka á morgn- ana eða í hádeginu. Þá hefði líkaminn allan daginn til að vinna úr áfenginu. Og af hverju er smáhesturinn að tala um Sue Ellen núna? Jú, vegna þess að vortískan er svo ferlega mik- ið í anda hennar. Í klæðaburði Sue Ellen var áherslan yfirleitt á mittislínuna, sem gerir ein- hvern veginn alltaf örlítið meira fyrir kvenpening- inn. Eftir tryllt 90‘s áhrif í tískunni kemur þessi „seventís-Sue-Ellen-tryllingur“ eins og himna- sending fyrir þær sem vilja vera kvenlegar. Það klæðir yfirleitt mun betur að girða efri part ofan í neðri part í stað þess að hafa allt vítt og flaksandi. Sue Ellen var mikið í síðbuxum sem náðu upp í mittið, sem var alveg með ráðum gert. Um leið og buxur ná alveg upp í mittið virðumst við hærri og spengilegri. Ein af lykilflíkum vorsins hjá Lindex er gyðjublússa með púff- ermum. Þær sem vilja bæta smá Sue Ellen í líf sitt ættu að skoða þenn- an möguleika. Við gyðjublússuna má líka vera í pilsi sem nær upp í mitti og stýrir hæð og vöxtur því í hvaða sídd pilsið er. Þær sem eru í sömu sporum og kaffifélagi minn var á milli jóla og nýárs verða líka að muna að það klæðir af okkur að girða ofan í og sýna kvenlegar línur. Það er nefnilega alveg dottið úr tísku að fela sig inni í allt of stórum föt- um … martamaria@mbl.is Gyðjublússa úr Lindex. Sue Ellen bjarg- ar málunum Sue Ellen í gallabuxum og púffermaskyrtu. Pils og skyrta frá hinu ítalska tísku- húsi GUCCI. Þetta dress fæst á net-a- porter.com. Sue Ellen var alltaf með vel blásið hár (líka þegar hún var full) og svo var hún alltaf með flotta skartgripi. Morgunblaðið gefur út sérblað föstudaginn 12. febrúar um Tísku & förðun Fjallað verður um tískuna vorið 2016 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 8. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.