Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er í raun skelfilegt að hafa ekki
höfnina í meiri notkun. Þetta er upp á
líf og dauða fyrir okkur,“ segir Magn-
ús Bragason, hótelstjóri Hótels Vest-
mannaeyja, en ferðaþjónustufyrir-
tæki í Vestmannaeyjum fá ekki þann
straum ferðamanna til sín sem farið
hefur um Suðurlandið í vetur. Á með-
an Herjólfur siglir ekki frá Landeyja-
höfn fara nánast engir ferðamenn til
Eyja.
Þannig segir Kristín Jóhanns-
dóttir, safnvörður Eldheima, nokkra
daga líða án þess að hún sjái sálu
koma í safnið, eins og hún orðar það í
samtali við Morgunblaðið.
Undir þetta taka fleiri ferðaþjón-
ustufrömuðir í Vestmannaeyjum.
Ferðamenn eru sjaldséðir um þessar
mundir og veitingahús hafa brugðist
við þessu með því að hafa eingöngu
opið yfir sumarmánuðina eða hafa
lokað í janúar og febrúar. Opnunar-
tími í söfnum hefur verið styttur og
hjá sumum aðeins opið eftir þörfum.
„Ef við fengjum bara lítið brot af
þessum 2.000 ferðamönnum sem
koma daglega í Reynisfjöru hérna
hinum megin, þá værum við nokkuð
ánægð með það,“ segir Magnús.
Lítið hefur verið um bókanir í gist-
ingu í Eyjum í vetur og Magnús segir
veturinn núna frábrugðinn frá þeim
síðasta, þegar mikið bar á afbókunum
í febrúar, mars og apríl. Nú hafi
ferðamenn einfaldlega varla bókað í
vetur, þó að vel horfi með næsta vor
og sumar.
Kristín Jóhannsdóttir segir það
dapurlegt að geta ekki komið fleiri
ferðamönnum til Eyja yfir vetrar-
mánuðina. Á sama tíma rekist ferða-
menn hver á annan í miðborg Reykja-
víkur og fjölmenni síðan í rútuferðir
austur fyrir fjall. Nauðsynlegt sé að
bæta samgöngurnar um Landeyja-
höfn. „Við gætum verið hér með
fjölda heilsársstarfa ef samgöngu-
málin væru í lagi. Hingað er vissulega
flogið daglega en ferðamenn eru ekki
að borga það sama fyrir flug til Eyja
og á milli London og Keflavíkur,“
segir Kristín og telur að skoða ætti
möguleika á að niðurgreiða flug til
Eyja yfir veturinn á meðan ekki sé
hægt að nota Landeyjahöfn. Ferða-
menn taki ekki langa siglingu frá Þor-
lákshöfn, það sé orðið margsannað.
Fjárfestingar illa nýttar
Páll Marvin Jónsson, formaður
Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja,
segir stöðu ferðaþjónustunnar í
Eyjum vera slæma. Fyrirtækin hafi
bundið miklar vonir við að fá nýja
ferju og ráðist hafi verið í fjárfesting-
ar sem séu illa nýttar yfir vetrar-
mánuðina.
„Síðasta ár var mjög slæmt. Herj-
ólfur sigldi í Landeyjahöfn í um 50%
tilvika og það er erfitt að markaðs-
setja Eyjar á meðan siglt er til Þor-
lákshafnar. Þess vegna höfum við lagt
mikla áherslu á að laga samgöngurn-
ar og tryggja siglingar hingað lengur
en í fimm til sex mánuði á ári. Helst
vildum við hafa það 12 mánuði en
kannski er raunhæfara að stefna á 10
mánuði. Síðan er annað mál varðandi
flutningsgetuna; þó að siglt sé í Land-
eyjahöfn nær Herjólfur ekki alltaf að
anna eftirspurninni. Annaðhvort
verður að koma stærra skip eða að
skipum verði fjölgað sem sigla hér á
milli,“ segir Páll.
„Upp á líf og dauða fyrir okkur“
Morgunblaðið/RAX
Samgöngur Herjólfur siglir núna sjaldan á milli Eyja og Landeyjahafnar.
Ferðamenn sjást varla í Vestmannaeyjum Koma ekki nema siglt sé frá Landeyjahöfn Lítið um
bókanir í hótelgistingu Kallað eftir nýrri ferju Flugfarið of dýrt Veitingahús með vetrarlokun
„Nú síðast kom afbókun frá kín-
verskum ferðamanni í gær
[sunnudag] sem hafði bókað
þau hjónin síðasta sumar í gist-
ingu hjá okkur í vikunni. Þau
voru komin í Landeyjahöfn og
biðu þar eftir ferjunni,“ segir
Magnús Bragason hótelstjóri en
Herjólfur hefur nær eingöngu
siglt á milli Eyja og Þorláks-
hafnar síðustu vikur og mánuði.
Höfðu kínversku hjónin þá
aflað sér upplýsinga, við kom-
una til landsins, um samgöngu-
máta til Vestmannaeyja, og tal-
ið að siglt væri frá Landeyja-
höfn og stillt GPS-kerfið í
bílaleigubílnum þannig.
Magnús segir mörg svona til-
vik koma upp, því miður.
Voru komin
í Landeyjar
FERÐAMENN AFBÓKA
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Einar Rúnar Sigurðsson, stofnandi
og aðalleiðsögumaður Local Guide í
Hofsnesi í Öræfum, gekk á skíðum á
Hvannadalshnjúk á sunnudaginn
var. Þetta var 281. ferð hans á
hæsta tind Íslands. Hann gekk rúm-
lega 34 km á 9 klukkustundum og 24
mínútum og hæðarmunurinn var um
2.000 metrar.
„Ég lagði af stað af tröppunum
heima klukkan 6.30 um morguninn
og var sjö tíma upp á hnjúkinn. Það
er 17 kílómetra leið. Ég var enga
stund niður miðað við hvað maður
var lengi upp. Ég var um tvo og
hálfan tíma ofan af toppnum og
rann heim á hlað fyrir klukkan
16.00. Ég hef aldrei fyrr gengið al-
veg að heiman upp á Hnjúk og
rennt mér aftur heim,“ sagði Einar.
Fyrsti kílómetrinn að heiman er
aflíðandi en þó það mikill halli að
hann rann það viðstöðulaust á heim-
leiðinni. Eftir 1,5 km er komið í
meira fjalllendi og er bratt alveg
upp í 1.800 m hæð. Leiðin yfir gíg
Öræfajökuls er um fjórir km og
næsta slétt. Síðan tekur við sjálfur
Hvannadalshnjúkur, sem er brattur.
Einar kvaðst hafa valið aðra leið
til baka á kafla en þá sem hann fór
upp. Hann lenti í lausasnjó á um
kílómetra kafla á uppleiðinni og
sökk djúpt í þótt hann væri á skíð-
unum. Undir lausamjöllinni var
grjót og því ekki hægt að skíða þar
yfir. Einar sagði að hann myndi
ekki eftir jafn miklum snjó og nú í
Öræfum síðan hann var drengur.
Snjórinn er svo mikill að Einar gat
rennt sér yfir Gljúfur, sem er fullt af
snjó.
Hann sagðist hafa þurft að hafa
varann á á köflum vegna snjóflóða-
hættu, sérstaklega í um 700 metra
hæð, en ekki á jöklinum eða á sjálf-
um Hnjúknum. Á Facebook-síðu
Einars (Local Guide – of Vatnajok-
ull) er hægt að sjá leiðina.
Hann sagðist hafa farið á
Hvannadalshnjúk í öllum mánuðum
en aldrei öllum mánuðum á sama
árinu. Einar stefnir að því að fara á
Hnjúkinn í hverjum mánuði ársins
2016. Fyrstu ferðina fór hann 30.
janúar og aðra ferðina 14. febrúar.
„Veðrið og skyggnið var snilld.
Það var um 12 stiga frost á toppn-
um. Það munaði um sólina. Það var
miklu kaldara í janúar og það var
kaldasta ferð sem ég hef farið. Nú
var ég með lambhúshettu, skíða-
grímu og skíðagleraugu allan tím-
ann til að kala ekki í framan. Svo
var ég með þykkar dúnlúffur, hlýir
hanskar dugðu ekki. Maður þarf að
vera klæddur eins og geimfari á
þessum árstíma,“ sagði Einar.
Einar telur að ástæða sé til að
mæla hæð Hvannadalshnjúks nú í
maí. „Ég gæti trúað að nú nái hann
sinni gömlu hæð, 2.119 metrum. Síð-
ast var hann mældur eftir mikið hlý-
indaskeið og í lok sumars. Það á að
mæla þetta fjall eftir góðan snjóa-
vetur og áður en sumarið er komið
fyrir alvöru,“ sagði Einar. Hann
fékk vin sinn til að mæla hæð
Hnjúksins með vönduðu landmæl-
ingatæki fyrir þremur árum og þá
mældist tindurinn yfir 2.113
metrum. Einar sagði að heilmikið
hefði bæst við hnjúkinn síðan þá,
sérstaklega í fyrra og í vetur.
Ljósmynd/Einar Rúnar Sigurðsson
Kominn heim Einar fór sína 281. ferð á Hvannadalshnjúk á sunnudaginn var. Hann fór að heiman og heim á skíðum.
Gekk á Hvannadalshnjúk á
skíðum og renndi sér heim
Mikill snjór er á Öræfajökli og Hnjúkurinn hefur hækkað
Ágúst Ingi Jónsson
Viðar Guðjónsson
Norsku loðnuskipin hafa haldið uppi
vinnslu í frystihúsum á Fáskrúðs-
firði og í Neskaupstað undanfarið.
Nokkur skip voru í höfn á þessum
stöðum í gær og nú hefur Vopna-
fjörður bæst við, en þar voru þrjú
norsk loðnuskip í gær.
Fiskilykt var komin í frystihúsið á
staðnum, en lítið hefur verið unnið
þar síðan í haust að síldarvertíð lauk.
Íslensku fyrirtækin gera tilboð í
aflann hjá útgerðum norsku skip-
anna og hefur talsvert verið landað
hér að undanförnu.
Um miðjan dag í gær voru 20
norsk loðnuskip á miðunum fyrir
austan, tólf til viðbótar að landa hér
og sjö á heimleið. Mest mega 25
norsk skip vera að veiðum í einu og
ekki lengur en til og með 22. febrúar.
Norðmenn voru í gær búnir að
veiða 41.800 tonn, en þeir fengu upp-
haflega um 45 þúsund tonna kvóta
og fengu síðan einnig rúmlega 13
þúsund tonn frá Grænlendingum. Í
gær var orðið hvasst á miðum og um
hálfátta í gærkvöldi voru einungis
2-3 skip ekki komin til hafnar.
Íslenskum loðnuskipum
fjölgar í vikunni
Af íslensku skipunum voru Vil-
helm Þorsteinsson EA, Hákon ÞH
og Beitir NK úti af Stokksnesi í gær
og Hornafjarðarskipin Ásgrímur
Halldórsson og Jóna Eðvalds héldu
út í gærmorgun. Búast má við að ís-
lenskum skipum fjölgi á miðunum er
líður á vikuna.
Færeysku skipin Fagraberg og
Finnur fríði eru byrjuð á loðnuveið-
um og grænlenska skipið Polar Am-
aroq var að ljúka loðnuleit með skip-
um Hafrannsóknastofnunar. Óhætt
er að segja að víða sé beðið fregna af
niðurstöðum loðnumælinga.
Um 600 tonn fryst á sólarhring
Jón Gunnar Sigurjónsson, frysti-
hússtjóri hjá Síldarvinnslunni, segir
að afli Norðmannanna hafi verið
keyptur svo einhverja vinnu hafi ver-
ið að hafa fyrir starfsfólk. „Við erum
að vinna á fullu við að frysta loðnu,“
segir Jón Gunnar. Hann segir að
engin fordæmi séu fyrir því að svo
mikill afli hafi verið keyptur af Norð-
mönnum. „Við erum að frysta um
600 tonn á sólarhring,“ segir Jón
Gunnar. Hann segir að aflinn verði
svo seldur á Asíumarkaði og til
Úkraínu. „Við hefðum viljað selja
þetta til Rússlands en eins og allir
vita sáu einhverjir til þess að við
getum ekki gert það,“ segir Jón
Gunnar.
Fá um helmingi lægra verð
Hann segir að Síldarvinnslan fái
um helmingi minna fyrir aflann á
þessum mörkuðum en í Rússlandi.
Hann segir að vinnan muni standa
út vikuna. „Nú vonumst við bara til
þess að bætt verði við kvótann eftir
mælingar,“ segir Jón Gunnar.
Fjöldi norskra
skipa landar hér
Beðið fregna af loðnumælingum
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Í höfn Norsku loðnuveiðiskipin á Norðfirði. 600 tonn eru fryst á sólarhring.