Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Grænlenska landsstjórnin hefur sótt
um að svæði í Eystribyggð verði
skráð á heimsminjaskrá UNESCO.
Orri Vésteinsson, prófessor í
fornleifafræði við Háskóla Íslands,
hefur mikið rannsakað norrænar
minjar á Suður-Grænlandi. Hann
var fenginn til að skrifa texta um-
sóknarinnar. Gert er ráð fyrir að
UNESCO taki afstöðu til umsókn-
arinnar 2017.
„Svæðin eru Brattahlíð, Garðar,
Vatnahverfi, Hvalsey og í Dal,“
sagði Orri. Þessir staðir standa Ís-
lendingum nærri enda settust nor-
rænir menn þar að á 10. öld og
bjuggu fram á þá 15. að þeir hurfu
úr sögunni.
Orri sagði að það hefði lengi þótt
augljóst að þessir staðir ættu heima
á heimsminjaskrá UNESCO. Búið
er að senda inn endanlega gerð um-
sóknarinnar. Farið verður yfir hvort
öll formsatriði umsóknarinnar eru í
lagi og má vænta tilkynningar um
það í vor. Eftir það fer umsóknin til
umsagnar og hafa þeir sem hana
veita næstum heilt ár til að taka af-
stöðu og gefa skýrslur. Síðan verður
umsóknin tekin fyrir á fyrrihluta
næsta árs.
„Það er svo gaman að rannsaka
þessar minjar í Suður-Grænlandi.
Þetta er svo líkt því sem við eigum
að venjast á Íslandi. Ég held að það
dragi íslenska fornleifafræðinga til
Grænlands að bæði þykjumst við
hafa eitthvert vit á þessu og svo er
svo merkilegt að skoða eitthvað sem
er næstum því eins og við þekkjum,
en samt ekki alveg. Þá fer maður að
horfa öðruvísi á sitt eigið efni,“ sagði
Orri. Það sem gerir grænlenskar
fornminjar frábrugðnar íslenskum
helgast aðallega af staðháttum.
„Skilyrði til landbúnaðar í Græn-
landi eru í raun og veru miklu verri
heldur en á Íslandi. Það mótaði þetta
samfélag sem var miklu háðara veið-
um, fyrst og fremst selveiðum öfugt
við fiskveiðarnar á Íslandi. Allir að-
drættir voru miklu erfiðari á Græn-
landi en á Íslandi og dreifbýlið, ein-
angrunin og fjarlægð frá meginlandi
Evrópu margfalt meiri en á Íslandi.
Þetta hefur að mörgu leyti verið ólíkt
samfélag því íslenska, þótt þau væru
af sama meiði,“ sagði Orri.
Fornleifarannsóknirnar leiddu það
í ljós að norrænu mennirnir á Græn-
landi voru frumkvöðlar í landbúnaði
á heimskautasvæði. „Það er í fyrsta
skipti í veraldarsögunni sem menn
stunduðu landbúnað í heimskauta-
landi,“ sagði Orri. „Fyrir 19. öld var
landbúnaður fyrst og fremst stund-
aður í tempruðu beltunum og í hita-
beltinu að einhverju leyti. Inúít-
arnir tóku líka upp landbúnað
mjög snemma, eða á 18. öld.“
Sótt um fyrir Eystribyggð
Grænlenska landsstjórnin hefur sótt um að byggð norrænna manna í Suður-Grænlandi verði skráð
á heimsminjaskrá UNESCO Orri Vésteinsson fornleifafræðingur skrifaði texta umsóknarinnar
Morgunblaðið/RAX
Brattahlíð Brugðið var á víkingaleik þegar þess var minnst árið 2000 að þúsöld var liðin frá því að Leifur heppni
fann Ameríku. Einnig var þess minnst að þá tóku norrænu íbúarnir á Grænlandi kristna trú.
Ísafjörðurinn í Ilulissat er eini
staðurinn á Grænlandi sem er á
heimsminjaskrá UNESCO,
menningarmálastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna. Á Íslandi eru
Þingvellir og Surtsey á heims-
minjaskrá UNESCO.
Ísland gerðist aðili að samn-
ingi UNESCO um verndum
menningar- og náttúruarfleifðar
heimsins árið 1995. „Með samn-
ingnum sameinuðust aðildarríki
UNESCO um alþjóðlegan samn-
ing til verndar heimsminjum, að
standa vörð um menningu
heimsins og sporna við eyði-
leggingu minja,“ segir á heima-
síðunni heimsminjar.is.
Menntamálaráðuneytið hefur
umsjón með framkvæmd
samningsins fyrir Ís-
lands hönd. Um-
hverfisráðuneytið
fer með fram-
kvæmd þess hluta
samningsins sem
lýtur að náttúru-
minjum.
Þingvellir og
Surtsey
HEIMSMINJASKRÁ UNESCO
Orri Vésteinsson
Rómantískur
13.-14. & 20.-21. febrúar
9.990 kr.
fyrir tvo
matseðill
fyrir tvo
O
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Forréttur til að deila
Moules Marinières (kræklingur)
✶ ✶ ✶
Aðalréttur, val um:
Poulet aux Écrevisses
(kjúklingur með ferskvatnshumri)
Carré d‘agneau en croûte d‘herbes
(grilluð lambakóróna)
✶ ✶ ✶
Eftirréttur til að deila
Planche de verrines
(úrval eftirrétta í glösum)