Morgunblaðið - 16.02.2016, Side 17

Morgunblaðið - 16.02.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkustofnun hefur undanfarin ár verið að safna upplýsingum um stað- setningarhnit allra borhola í landinu. Slíkar upplýsingar er yfirleitt að finna fyrir nýrri holur og borholur sem til dæmis orkufyrirtæki og hita- og vatns- veitur láta bora en enn vantar upplýsingar um hátt í fimm þús- und holur, aðal- lega þær eldri. Í borholuskrá Orkustofnunar eru varðveittar upplýsingar um 13.500 borholur. Þorvaldur Braga- son, verkefnisstjóri gagnamála hjá Orkustofnun, segir að Þorgils Jón- asson hafi safnað þessum upplýsing- um í áratugi, allt þar til hann hætti vegna aldurs árið 2014. „Orkustofn- un hefur síðustu ár verið að reyna að finna staðsetningarhnit á eldri hol- um. Áður en GPS-tæknin kom skráðu menn ekki nákvæma stað- setningu sem hægt er að færa í kortagrunn og veita aðgang að í kor- tasjá. Nokkrir sérfræðingar sem starfa í þessum geira vinna með okk- ur að þessu auk þess sem við erum í góðu sambandi við borfyrirtæki, veitufyrirtæki og aðra sem þekkja vel til. Reynt er að finna allar holur sem hafa verið boraðar í viðkomandi sveitarfélagi, tekin ný mynd af staðnum og GPS-mæling,“ segir Þorvaldur. Erfitt að finna holur Haukur Jóhannesson jarðfræð- ingur hefur unnið kerfisbundið að þessu verkefni á Vestfjörðum, í Döl- um og á Snæfellsnesi, samhliða öðr- um störfum þar. Hann segir að stundum sé erfitt að finna holur. Þær séu oftast kenndar við lögbýlin og ekki víst að landeigendur eða ábú- endur þekki staðsetningu þeirra. Hann segist stundum hafa náð þess- um upplýsingum með því að hringja í eldri ábúendur á hjúkrunarheimilum eða annars staðar. Haukur segir að aðrar upplýsing- ar í borholuskrá Orkustofnunar nýt- ist ekki ef staðsetning holunnar er ekki kunn. Í borholuskránni eru ekki aðeins jarðhitaholur heldur einnig kalda- vatnsholur og holur sem boraðar hafa verið vegna framkvæmda af ýmsu tagi. Undir lok síðasta árs voru skráðar 13.518 borholur á Íslandi í borholu- skrá Orkustofnunar. Einhverjar hafa bæst við síðan. Sú elsta er frá vetrinum 1904 til 1905 þegar leitað var eftir köldu vatni í Vatnsmýri í Reykjavík. Þorvaldur segir að 8.700 borholur séu staðsettar með nútíma tækni. Því vantar enn upplýsingar um nærri 5.000 borholur en stór hluti þeirra er mannvirkjaholur. Þorvaldur bendir á að borholu- skráin geti reynst vel fyrir landeig- endur til að meta væntanlegan ár- angur borunar, með því að kanna hvort til séu gögn um borholur í grennd við fyrirhugaðan borstað og árangur af þeim. Birt á vefnum Þorvaldur segir að það sé stefna Orkustofnunar að hafa gögn sem greitt hafi verið fyrir með opinberu fé opin og helst sem aðgengilegust á vef stofnunarinnar. Starfsmenn séu komnir áleiðis með það en þetta sé mikið verkefni sem taki sinn tíma. Í borholuskránni sem nú er á vef Orkustofnunar eru til dæmis upplýs- ingar um það hverjir hafa látið bora viðkomandi holu, auðkennisnúmer, dýpi, bortíma og staðsetningarhnitin ef þau eru kunn. Orkustofnun leitar að 5000 borholum  13.500 holur hafa verið boraðar á Íslandi  Orkustofnun heldur úti borholuskrá  Safnar upplýs- ingum um staðsetningarhnit  Enn vantar upplýsingar um margar holur, aðallega þær eldri. Morgunblaðið/Golli Virkjun Borholur eru til af öllum stærðum og gerðum og boraðar í margvíslegum tilgangi. Ekki er vitað um ná- kvæma staðsetningu allra og þá sérstaklega hvar elstu borholurnar eru að finna víða um landið. Þorvaldur Bragason Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Almenna Lífeyrissjóðsins og viðtali við framkvæmdastjórann Gunnar Baldvinsson. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld Heimsókn til Almenna Lífeyrissjóðsins • Fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með um 40 þúsund sjóðsfélaga • Fjölbreytt og vönduð eignastýring • Húsnæðislán á bestu fáanlegu kjörum • Öflug þjónusta við sjóðsfélaga Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20.30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.