Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir aldar-fjórðungigufuðu
Sovétríkin upp.
Sovétríkin voru
dulúðleg og dimm.
Kremlarkastalar
láku litlu og
Pravda, blaðið sem kennt var
við sannleikann, fór með hann
að sínum hætti. Því þurfti að
geta í margar eyður. Sovét-
fræðingar og kennarar í
Kremlarfræðum urðu nokkuð
fjölmenn stétt og virt enda virt-
ust þeir einir vita eitthvað um
hvað kynni að gerast á þessum
luktu loftum. Þeir máttu þó
þykjast góðir gætu þeir sagt
gamlar fréttir rétt.
Hin fræga ræða Krútsjeffs
um Stalín, félaga sinn og fóstra,
var sprengjufrétt. En henni var
þó ekki slegið upp samdægurs.
Hún lak út löngu eftir flutning,
kölluð „leyniræðan“ sem af-
hjúpaði Stalín. Ekki þó af öll-
um. Þeir voru til sem töldu
fréttir um ræðuna eina ófræg-
ingarsyrpuna enn. Hrun Sov-
étríkjanna laut næstum sömu
lögmálum. Sovétfræðingarnir
sáu það ekki fyrir. Enginn
þeirra hefði haldið fræðimanns-
titli sínum hefði hann spáð því
með góðum fyrirvara að enda-
lok Sovétveldisins myndu helst
minna á það þegar loft lekur úr
blöðru. Síðasti forseti Sovét-
ríkjanna segir í nýlegri bók að
hann hafi ekki einu sinni fengið
tóm til að tæma skrifstofuna
sína.
Líklegt má telja að gæfist
sérfræðingunum annað tæki-
færi myndu þeir sjá sovéthrun-
ið fyrir, þótt ekki væri fyrir
annað en að þeir gætu nú haft
hliðsjón af gamla hruninu. En
það verður ekkert sovéthrun
„taka tvö“. Nema þá kannski í
Kína, en Kína á aðra sögu og
aðra lund en Rússland, hjarta
gamla sovétsins.
En þá víkur sögunni að öðru
hruni. Heimskreppu í banka-
heimi, sem sumir telja þó enn
að sé einvörðungu íslensk af-
urð, með áþekkum hætti og
skyr og súrsaðir hrútspungar.
Þá kreppu, sem og hið ís-
lenska afbrigði hennar, sáu
færri fyrir en þykjast núna.
Þótt sovétfræðingarnir séu
orðnir fámenn stétt gildir ann-
að um hagfræðingana í há-
skóladeildum og stofnunum.
Þeim er mörgum illa við þá
hugsun að verða teknir aftur í
sama rúminu og seinast. Þeir
eru því varir um sig. Enda hef-
ur verið rifjað upp að banka-
kreppur eru ekki einstakar.
Þær eru hluti af þekktum veru-
leika. Sumir ganga svo langt að
vitna til helgra rita um sjö feit
ár og svo sjö mögur. Hvað sem
er um það að segja er veruleik-
inn sá að kreppur sem koma og
fara verða síður
staðbundnar nú en
áður. Allur heimur-
inn er undir eftir
alþjóðavæðingu og
rafvæðingu fjár-
málanna. Ýmsir
telja að alþjóða-
væðing geti líka fækkað krepp-
um og minnkað þær. Síðasta
kreppa hafi t.d. farið betur en
horfði vegna þess að svo vel
stóð á að fjölmennasta ríki
heims var að komast í upptakt
um það leyti.
William White heitir maður
og sagði þá skoðun sína nýlega
að kreppa, engu betri en sú síð-
asta, væri sennilega fram und-
an. Það varð ýmsum um sem
heyrðu þá spá. Því að William
White var í hinum fámenna
hópi þeirra sem sáu þá kreppu
fyrir og lágu ekki á því. Hann
var aðalhagfræðingur í BIS, al-
þjóðlega greiðslubankanum í
Basel, sem stundum er kallaður
banki Seðlabankanna. White
segir að ójafnvægi í heimsbú-
skapnum hafi versnað jafnt og
þétt síðustu árin. Samanlagðar
skuldir sem hlutfall af heims-
framleiðslu hafi verið 200% árið
2007 en séu nú 250%. Tilraunir
til að draga úr skuldsetningu
ríkissjóða, fyrirtækja og heim-
ila hafi ekki gengið eftir. Ríkin
hafi þannig ekki náð að
grynnka svo á skuldum sínum
að þau hafi burði til að bregðast
við þegar næsta áfall bresti á.
Þeir sem áttu kost á að hlusta á
White á lokuðum fundum árin
fyrir hrun minnast þess vafalít-
ið m.a. fyrir það hversu tilgerð-
arlaust og með einföldum orð-
um hann rökstuddi skoðanir
sínar.
Þeir sem vefja rök sín inn í
flóknar langlokur upplýsa það,
sem þó vakir fyrir þeim að
leyna, hversu þokukennd hugs-
unin er og myrkvuð.
Nú segir White: „Það sem
fær ekki staðist til lengdar tek-
ur enda.“ Hann telur að spurn-
ingin snúist aðeins um tíma.
Flestir voru ósammála White
síðast. Margir eru það nú.
Rannsóknarstofnunin CEBR
(Center for Economics and
Business Research) telur að
undirliggjandi þættir efna-
hagslífsins gefi raunverulega
tilefni til bjartsýni þegar horft
sé til heimsbúskapar. Tals-
menn hennar segja að hag-
vaxtarhorfur hafi farið batn-
andi. Stofnunin spáir því að
hagvöxtur muni aukast um
2,6% á árinu og verða sá sami
og varð í fyrra. Það sé miklu
betri mynd en þróunin á fyrstu
45 dögum þessa árs virtist
boða. Þar ráði mestu að svart-
sýni á efnahagsþróun í Kína
hafi verið byggð á óraunsæju
mati.
Þá hafa menn það.
Það segir ekki allt
að hafa haft rétt
fyrir sér síðast, en
menn leggja þess
vegna við hlustir}
Hverju á að trúa?
H
ver man ekki þá stund þegar
hann eða hún eignaðist sinn
fyrsta geislaspilara? Ó, þá náð
að eiga CD, svo handhægt, svo
stafrænt, nútímalegt og fínt.
Gamli plötuspilarinn féll í ónáð, fór í glatkist-
una og lá þar hnípinn, gleymdur og smáður.
Sama er að segja um stafrænu myndavélina.
Þvílík snilld! Skyndilega er hægt að taka mý-
grút af myndum, í þessari líka skínandi skerpu,
og aldrei þarf að fara aftur og láta framköll-
unarþjónustu okra á sér.
Að ekki sé svo minnst á lesbrettið þar sem
geyma má fleiri þúsund bókmenntaverka á raf-
bókaformi og taka með sér hvert á land sem er.
Það er nú munur að fara í fríið með bókasafnið í
rassvasanum. Er eitthvað sem stafræna bylt-
ingin getur ekki?
Jú, það er reyndar eitt sem henni er um megn, og það er
að fá hipsterinn á sitt band. Hipsterinn hefur beðið þolin-
móður álengdar, jafnvel í skugganum, látið lítið fyrir sér
fara – þangað til nú. Hans tími er kominn og stafræna
byltingin er, þvert á allar spár, að hopa.
Fyrstu merki þessa voru þau að vínylplatan reis aftur
upp frá dauðum. Hún hefur tekið sinn tíma í að safna
kröftum til upprisunnar en nú halda henni engin bönd.
Sala vínylplatna í Bandaríkjunum og Evrópu hefur aukist
um mörg hndruð prósent á síðustu árum og gamli geisla-
diskurinn fellur á milli skips og bryggju því hann hefur
ekki hentugleika tónlistarskráa sem eru á stafrænu formi
né hnausþykkt og lífrænt hljóð vínylsins.
Svipuð þróun er skyndilega hafin hvað bæk-
urnar varðar, ótrúlegt en satt. Amazon, fyrir-
tækið sem hefur að mestu leyti rutt brautina
varðandi rafbækur og lesbretti, ekki síst með
hinu geysivinsæla apparati Kindle, tilkynnti í
vikunni sem leið að það hygðist opna 300 bóka-
búðir um gervöll Bandaríkin. Á minn sann!
Áþreifanlegar bækur með lykt, áferð og öllu
hinu eiga sér þá viðreisnar von, eftir allt
saman. Spyrjið bara hipsterinn. Hann er með-
’etta.
Og hvað haldið þið að sé heitasta heitt í
helstu varnarþingum hipstersins vestanhafs, í
Williamsburg-hluta Brooklyn (sem er samt al-
veg að verða of hipp og kúl fyrir hipsterinn;
hann fer bráðum að leita á ferskari mið) og í
Portland, og í Austin í Texas, svo dæmi séu
tekin? Jú, lesandi góður, líkast til ertu búinn að ráða í það
út frá samhenginu hér að framan. Jú, framköllunarþjón-
usta fyrir filmumyndavélar er blússandi bissness því hip-
sterinn lætur ekki að sér hæða. Hann kærir sig kollóttan
um stafræn þægindi sem skila af sér steingeldum tón-
gæðum, slitróttum myndgæðum og óáþreifanlegum
prentgæðum. Ef hann vill það ekki, þá varir það ekki.
Hin seinni misseri hefur stafræni herinn viljað jarðsetja
línulega dagskrá því stafrænt er svo miklu betra. En hip-
sterinn er ekki sannfærður. Hann vill heildræna dagskrá
upp á gamla mátann. Og frí á fimmtudögum.
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Hipsterinn heldur sínu striki
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fjöldi umsagna um frum-varp til laga um verslunmeð áfengi og tóbak hef-ur borist allsherjar- og
menntamálanefnd Alþingis. Mikill
meirihluti umsagnanna er neikvæð-
ur í garð frumvarpsins og umsagn-
araðilar leggjast flestir gegn því að
einkaleyfi ríkisins á sölu áfengis
verði afnumið. Það á þó ekki við
um umsagnir Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, Samtaka verslunar og
þjónustu og Viðskiptaráðs, sem
fagna markmiðum frumvarpsins
um afnám einkaleyfis ríkisins og
styðja að það verði að lögum.
ÁTVR sér ástæðu til þess að
leiðrétta í umsögn sinni um áfeng-
isfrumvarpið staðhæfingar í þá
veru að fyrirtækið hafi ekki skilað
hagnaði af rekstrinum. Orðrétt
segir í umsögn ÁTVR: „Vegna
vangaveltna um að rekstur ÁTVR
skili ekki hagnaði og umfjöllunar
um meintar takmarkaðar tekjur
ríkissjóðs af rekstrinum skal tekið
fram að allt frá því stofnuninni var
komið á fót hefur verslunin verið
rekin með hagnaði. Yfirleitt hefur
hagnaðinum verið ráðstafað beint í
ríkissjóð.“
7,1 milljarður í arð
Fram kemur í umsögninni að
á undanförnum sex árum hafi
ÁTVR verið rekið með um 7,7
milljarða hagnaði og þar af hafi
verið greiddur 7,1 milljarður króna
í ríkissjóð.
ÁTVR leggst gegn því að
einkaleyfi ríkisins til smásölu á
áfengi verði afnumið. Í niðurlagi
umsagnar ÁTVR segir: „Að lokum
vill ÁTVR benda á að allar um
sagnir fagaðila á sviði lýðheilsu-
mála um frumvarpið um afnám
einkasölu ríkisins á smásölu áfeng-
is nú og á síðasta löggjafarþingi
eru á sama veg; eindregið er lagst
gegn því að frumvarpið verði að
lögum og varhugur goldinn við því
að slaka á þeirri aðhaldssömu
áfengisstefnu sem íslensk stjórn-
völd hafa markað og fylgt. Í um-
sögn embættis landlæknis segir
þannig að verði frumvarpið að lög-
um sé það í beinni andstöðu við
metnaðarfulla og mikilvæga stefnu-
mótun ríkisstjórnarinnar um að
efla lýðheilsu í landinu. Í umsögn
Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar, WHO, er árangri
Íslands í áfengisvörnum hrósað og
tekið fram að mikil fylgni sé með
einkasölu ríkisins, háu áfengisverði,
háum áfengiskaupaaldri og fram-
úrskarandi framkvæmd annars
vegar og lítilli áfengisneyslu ungs
fólks og þjóðarinnar í heild. WHO
lýsir yfir áhyggjum vegna hugs-
anlegra afleiðinga þess að afnema
einkasöluna og tekur fram að mjög
líklegt sé að áfengisneysla muni
aukast, einkum hjá ungu fólki, við-
kvæmum hópum og drykkjufólki.
Bent er á að í aðgerðaráætlun Evr-
ópudeildar WHO til þess að draga
úr skaðlegum áhrifum áfeng-
isneyslu séu ríki Evrópu hvött til
að varðveita einkasölu ríkisins á
smásölu áfengis, þar sem hún er
við lýði. Sé sveigt af þeirri leið sé
ólíklegt að hægt verði að snúa aft-
ur til fyrra fyrirkomulags.“
Í umsögn SVÞ er lagt til að
auglýsingabann á áfengi verði af-
numið. Orðrétt segir m.a. í um-
sögninni: „Að mati SVÞ kann það
að skjóta skökku við að samhliða
breytingum á smásölu á áfengi, og
lagðar eru fram í fyrirliggjandi
frumvarpi, sé umrætt auglýs-
ingabann ekki einnig tekið til end-
urskoðunar með það að markmiði
að afnema bannið alfarið eða draga
úr því banni.“ Telur SVÞ að bannið
mismuni innlendum framleiðendum
áfengis.
SVÞ vill afnema aug-
lýsingabann á áfengi
Morgunblaðið/Júlíus
ÁTVR Ríkið hefur einkaleyfi á smásölu áfengis á Íslandi. Frumvarpið ger-
ir ráð fyrir að einkaleyfi ríkisins til smásölu verði afnumið.
„Barnaheill – Save the Child-
ren á Íslandi skora á þing-
menn að segja nei við tillögu
þessari um að einkaleyfi ÁTVR
á áfengissölu verði aflagt,“
segir m.a. í umsögn Barna-
heilla.
Í umsögn Barnaheilla segir
orðrétt: „Börn eiga rétt á
vernd og umönnun eins og vel-
ferð þeirra krefst og jafnframt
rétt á að lifa og þroskast við
bestu mögulegu aðstæður. Ís-
land hefur lögfest barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna þar
sem meðal annars er kveðið á
um þessi og önnur mannrétt-
indi barna og gildir sáttmálinn
sem íslensk lög.
Samkvæmt barnasáttmálan-
um skal það sem barni er fyrir
bestu ávallt hafa forgang við
ráðstafanir sem varða börn.
Þetta þýðir að við allar sam-
félagslegar ákvarðanir sem
teknar eru og varða líf barna
verður að hafa sjónarmiðið um
það sem barni er fyrir bestu
ráðandi.“
Þingmenn
segi nei
BARNAHEILL