Morgunblaðið - 16.02.2016, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Lífríki Stokkandaparið, steggurinn grænhöfði til vinstri og kollan kvenfuglinn til hægri, svamlaði í leit að æti en kippti sér ekki mikið upp við dauðan lax sem velktist undir þeim.
Eggert
WINCHESTER| „Að-
eins hinir látnu hafa
séð á bak stríði.“ Yf-
irlýsing George Santa-
yana virðist mjög við-
eigandi þessa dagana,
þar sem arabaheim-
urinn, frá Sýrlandi og
Írak til Jemen og Líb-
ýu, er suðupottur of-
beldis, Afganistan er
læst í bardaga við ta-
líbana og stór svæði í
Mið-Afríku eru plöguð af blóðugri
samkeppni – oft eftir trúarlegum
eða þjóðfræðilegum línum – um
náttúruauðlindir. Meira að segja
friðurinn í Evrópu er í hættu – sjá
baráttu aðskilnaðarsinna í austur-
hluta Úkraínu, þar sem meira en
6.000 manns féllu áður en núver-
andi vopnahlé komst á.
Hvað útskýrir þessa tilhneigingu
til þess að beita vopnavaldi til þess
að leysa vandamál heimsins? Fyrir
ekki svo löngu var stefnan sett á
frið, ekki stríð. Árið 1989, þegar
kommúnisminn féll, tilkynnti
Francis Fukuyama um „endalok
sögunnar“ og tveimur árum síðar
fagnaði George H.W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, „nýrri skipan
heimsmála“ þar sem stórveldi
heimsins ynnu saman.
Á þeim tíma höfðu þeir rétt fyrir
sér. Seinni heimsstyrjöld, þar sem
minnst 55 milljón manna létu lífið,
hafði verið hápunktur villimennsku
mannkynsins. En frá 1950 til 1980 –
frá Kóreu- og Víetnamstríðunum og
til endaloka kalda stríðsins – féllu
að meðaltali um 180.000 manns á
ári í átökum. Á tíunda áratugnum
féll sú tala niður í 100.000 á ári. Og
á fyrsta áratug þess-
arar aldar féll hún enn
frekar, niður í um
55.000 manns á ári –
en það var lægsta
meðaltal nokkurs ára-
tugar í hundrað ár og
jafngilti því að ein-
ungis um 1.000 manns
á ári féllu í „venjuleg-
um bardögum“.
Því miður, eins og
ég greini frá í bók
minni The World in
Conflict, er þessi tala
nú á uppleið. Í ljósi þess að flest
Afríkustríðin, frá Austur-Kongó til
Sómalíu, hófust fyrir mörgum ára-
tugum er útskýringuna að finna
annars staðar: Í hinum íslamska
heimi frá norðurhluta Nígeríu til
Afganistan og víðar.
Síðan sýrlenska borgarastríðið
hófst árið 2011 hafa fleiri en
250.000 manns látist og helmingur
íbúanna hefur neyðst til þess að
flýja heimili sín, sem valdið hefur
straumi flóttamanna til landanna í
kring og til Evrópusambandsins. Í
raun hefur Sýrlandsstríðið eitt og
sér verið nóg til þess að breyta
landslagi átakanna – og mannfallið
verður enn geipilegra þegar dauðs-
föllin í Írak, Jemen og Líbíu eru
tekin með.
Þeir sem fögnuðu arabíska vor-
inu fyrir fimm árum verða að viður-
kenna í dag að blóm þess fölnuðu
fljótt. Aðeins Túnis getur státað af
einhverju í líkingu við lýðræði, á
meðan Líbía, Jemen og Sýrland
hafa bæst í hóp Sómalíu sem brost-
in ríki og Egyptaland, fjölmennasta
ríki arabaheimsins, hefur snúið aft-
ur á braut einræðisins, nánast í
greipar harðstjórnar.
Spurningin er hvenær – eða
hvort – þessar tölur munu fara aft-
ur niður á við. Þökk sé einkum fjöl-
þjóðasamtökum á borð við Samein-
uðu þjóðirnar fara ríki mjög sjaldan
í stríð við önnur ríki. (Hið skamm-
vinna stríð Rússlands við Georgíu
2008 er undantekningin sem sannar
regluna.) Á sama hátt, þökk sé
Evrópusambandinu – sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels árið 2012
fyrir að hafa í „meira en sex ára-
tugi stuðlað að framgangi friðar og
sátta, lýðræðis og mannréttinda í
Evrópu“ – er annað stríð á milli
Frakklands og Þýskalands óhugs-
andi.
Í staðinn eru stríð á milli ríkja og
aðila sem ekki tilheyra ríkjum –
milli til dæmis Nígeríu og Boko Ha-
ram, eða Indlands og uppreisnar-
manna úr hópi naxalíta. Eða þau
eru borgarastríð – til dæmis í Suð-
ur-Súdan eða Líbýu. Eða þau eru
staðgenglastríð svipuð þeim sem
sáust í kalda stríðinu – sjáið til
dæmis Írani og notkun þeirra í Sýr-
landi á stríðsmönnum Hezbollah frá
Líbanon til þess að verja stjórn
Bashar al-Assads falli.
Hverjar sem hinar mismunandi,
oft samhangandi, ástæður átakanna
eru – hugmyndafræði, trúarbrögð,
þjóðerni, samkeppni um auðlindir –
gaf prússneski hershöfðinginn Carl
von Clausewitz fyrir tveimur öldum
beinskeyttasta svarið við því hvers
vegna við grípum til ofbeldis: „Stríð
er valdbeiting til þess að neyða óvin
okkar til þess að fylgja vilja okkar.“
En getur valdbeiting ein og sér
knúið fram ósigur Ríkis íslams og
ráðið niðurlögum öfgasinnaðs jihad-
isma í arabaheiminum? Það eru
tvær ástæður til þess að efast um
það. Ein þeirra er tregða utanað-
komandi hervelda, hvort sem það
eru Bandaríkin og bandamenn
þeirra í Atlantshafsbandalaginu,
eða Rússland Vladimírs Pútín, til
þess að setja „stígvél á jörðina“,
eftir hina sársaukafullu reynslu af
Írak og Afganistan (sem var stór-
slys fyrir Sovétríkin á níunda ára-
tugnum og á þessari öld fyrir
Bandaríkin og NATO).
Hin ástæðan er hið mikla að-
dráttarafl sem íslamisminn hefur á
marga af hinum 1,3 milljörðum
múslima víðs vegar um heiminn.
Þjóðríki arabaheimsins eru upp-
finningar nýlendutímans, sem komu
í stað kalífadæmanna – Umayya,
Abbasída, Fatimída og loks Ottó-
mana – sem eitt sinn teygði anga
sína frá Mesópótamíu til Atlants-
hafsins. Þegar Abu Bakr al-
Baghdadi tilkynnti um nýtt kalíf-
adæmi í júní 2014, með sjálfan sig
sem „leiðtoga hinna trúuðu,“ snerti
það streng. Það sem meira er;
mörgum virðist sem að grimmdar-
verk hins bókstafssinnaða Ríkis ísl-
ams séu ekki svo ólík hegðun Sádi-
Arabíu, sem hefur eytt áratugum í
að dreifa Wahhabi-bókstafstrú sinni
í gegnum moskur og madrössur vítt
og breitt um heiminn.
Skilaboðin verða með öðrum orð-
um að breytast ef arabaríkin eiga
að verða friðsæl á ný. Hin súnníska
Sádi-Arabía verður að byrja með
því að tempra andstöðu sína við sjía
almennt séð og þá sérstaklega Íran,
þar sem sjíar eru í meirihluta. Á
sama tíma hefur Ríki íslams mann-
skap, peninga, landsvæði og hern-
aðarreynslu (sem kemur að miklu
leyti til frá fyrrverandi foringjum í
Íraksher).
Sádi-Arabía mun á endanum sjá
að landið þarf aðstoð Írans til þess
að ráða niðurlögum Ríkis íslams.
Og á endanum mun Ríki íslams
springa innan frá þegar þegnar
þess heimta að fá að hlusta á tónlist
og hegða sér eins og þeir vilja. Því
miður eru lykilorðin hér „á end-
anum“.
Eðli Sádi-Araba, sem á uppruna
sinn í hinni aldalöngu óvild á milli
araba og Persa, er að líta á Írani
sem ógn sem þarf að mæta, frekar
en að lifa með. Hvað varðar Ríki
íslams er Norður-Kórea sönnun
þess að grimmilegar harðstjórnir
geta enst í langan tíma. Á sama
tíma mun fjöldi dauðsfalla af völd-
um átaka einungis fara upp á við,
og gera lítið úr diplómötum, friðar-
berum og öllum áköllum til mann-
gæsku og siðmenningar.
Eftir John Andrews » Þeir sem fögnuðu
arabíska vorinu fyrir
fimm árum verða að
viðurkenna í dag að
blóm þess fölnuðu fljótt.
Aðeins Túnis getur stát-
að af einhverju í líkingu
við lýðræði, á meðan
Líbía, Jemen og Sýr-
land hafa bæst í hóp
Sómalíu sem brostin
ríki.
John Andrews
John Andrews, fv. ritstjóri og erlend-
ur fréttaritari Economist, er höfund-
ur bókarinnar The World in Conflict:
Understanding the world‘s trou-
blespots.
©Project Syndicate, 2016.
www.project-syndicate.org
Meira stríð en friður