Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 28

Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 ✝ Gísli ReynirSigurðsson fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1943. Hann lést 3. febr- úar 2016 á Borgar- spítalanum. Foreldrar Gísla voru hjónin Sig- urður Gíslason, f. 23. apríl 1905 að Stakkhamri í Miklaholtshreppi, d. 22. september 1958, og Krist- ín Unnur Þórðardóttir, f. 20. júní 1913 á Ísafirði, d. 7. apríl 1990. Systkini Gísla eru Alda, f. 12. nóvember 1932, d. 17. ágúst 2005, Sigrún, f. 28. apríl 1937, Sólveig Svava, f. 22. mars 1938, d. 11. mars 2012, Aðalheiður Lilja, f. 11. apríl 1941, María Erna, f. 2. desember 1944, og Margrét, f. 10. febrúar 1952. Gísli giftist Ágústu Ingu Pét- ursdóttur, f. 8. apríl 1946. Þau hjónin skildu árið 2009. Börnin þeirra eru: 1) Íris Gísladóttir f. 12. maí 1997. b) Úlfar Týr, f. 18. september 2004. c) Ísar Vilji, f. 1. águst 2009. d) Hrafndís Yrja, f. 11. júní 2014. Gísli ólst upp í Laugarnes- hverfinu í Reykjavík. Eftir grunnskóla fór Gísli að vinna á sjó í nokkur ár og gerðist svo leigubílstjóri um tíma. Hann fór út í nám við plastsuðu í Dan- mörku og starfaði við það hjá Berki í Hafnarfirði. Árið 1977 flutti fjölskyldan til Svíþjóðar og fékk hann vinnu sem verk- stjóri hjá Volvo í Färgelanda. Fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands 1988 og var í eitt ár á Akranesi en settist svo að í Mos- fellsbæ. Fljótlega eftir að hann kom til landsins stofnaði hann ásamt öðrum fiskréttaverk- smiðju í Reykjavík og starfaði við það í mörg ár. Síðustu árin fór Gísli að vinna aftur við plastiðn hjá Bergplasti í Hafn- arfirði. Gísli var í Lionshreyfingunni í Mosfellsbæ. Hann var mjög söngelskur og söng í mörgum kórum bæði á Íslandi sem og í Svíþjóð. Útför Gísla fer fram frá Há- teigskirkju í Reykjavík í dag, 16. febrúar 2016, og hefst at- höfnin klukkan 15. Zell, f. 6. janúar 1968. Maki Björn Jonas Zell, f. 21. maí 1964. Börn: a) Danielle Íris, f. 8. desember 1989. b) Jonatan Reynir, f. 18. maí 1996. c) Jenny Louise, f. 17. apríl 2001. 2) Sig- urður Gíslason, f. 26. mars 1969. Börn: a) Daníel Hrafn, f. 17. febrúar 1992. b) Sindri Guðbrandur, f. 16. des- ember 1995. c) Elmar Ingi, f. 21. desember 1999. 3) Pétur Gísla- son, f. 26. október 1972. Sam- býliskona Björk Guðjónsdóttir, f. 19. desember 1973. Börn: a) Alexander Zakarías, f. 1. janúar 1997. b) Diljá Jökulrós, f. 23. desember 1998. c) Helena Tindra, f. 22. febrúar 2006. 4) Steinar Gíslason, f. 31. október 1975. Sambýliskona Geirfríður Sif Magnúsdóttir, f. 17. desem- ber 1978. Börn: a) Andri Freyr, Elsku pabbi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þína síðustu daga. Ég frétti af veik- indum þínum nokkrum dögum áður en þú lést á Borgarspítalan- um og vorum við systkinin við hlið þér þegar þú kvaddir. Eitt af uppáhaldslögum þínum, Nú sefur jörðin, hljómaði þegar þú sofnað- ir rótt í fangi okkar. Þú varst mikill tónlistarunn- andi og elskaðir að syngja, söngst bæði með kórum og einnig fyrir okkur börnin þín og sofnuðum við systkinin oft við fallegan söng frá þér. Þú hafðir mikinn áhuga á tækni og tölvum og lestri góðra bóka. Nú er liðinn svolítill tími síðan ég kom síðast í heimsókn til þín en við reyndum að hringjast á hvern sunnudag og hlakkaði ég alltaf til samtala okkar. Við áttum margar góðar stundir saman og mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég gifti mig á Íslandi árið 1998, sænskum manni, í Háteigs- kirkjunni. Þú og mamma hjálp- uðuð mér og Jonasi með veisluna og margt annað í kringum brúð- kaupið. Þú fékkst bílstjóra og leigðir rútu til að keyra sænska ættingja og vini sem komu í brúð- kaupið á Þingvelli, Gullfoss og Geysi, Bláa lónið og fleira. Var þetta mjög skipulagt og flott hjá þér og oft hafa ættingjar í Svíþjóð rifjað upp þetta frábæra ævintýri hjá okkur. Ekki lést þú þetta duga, pabbi minn, heldur þegar sænsku gestirnir voru farnir þá buðuð þú og mamma okkur hjónum og tengdaforeldr- um mínum í skemmtilegt ferða- lag um Ísland. Ég á líka margar góðar minn- ingar um ferðalög okkar fjöl- skyldunnar um Ísland, Svíþjóð og ýmis fleiri Evrópulönd með tjaldvagn aftan í bílnum, enda hafðir þú mjög gaman af því að ferðast. Annar frábær tími sem er mér minnisstæður er þegar þú komst til Svíþjóðar og hjálpaðir til þeg- ar við Jonas byggðum húsið okk- ar árið 2004. Þá bjóst þú hjá okk- ur í sex mánuði. Þú varst mjög handlaginn og þetta var í annað skipti sem þú lagðir fyrir þig húsasmíði, því árið 1980 byggðir þú stórkostlegt hús fyrir okkur fjölskylduna í Svíþjóð. Þar áttum við heima í 11 ár eða þar til við fluttum aftur til Íslands árið 1988. Ekki fann ég mig alveg hér á landinu og flutti því aftur til Sví- þjóðar um tvítugt. „Ég mun alltaf vera þér til hjálpar ef þú þarft á mér að halda,“ sagðir þú þegar við kvöddumst. Með þessi orð og tryggð frá þér sem veganesti hélt ég af stað út í lífið. Síðan ég flutti til Svíþjóðar höfum við oft kvatt hvort annað með tárum og söknuð í hjarta, en nú kveðjumst í hinsta sinn. Ég er þakklát fyrir allar okkar góðu samverustundir. Pabbi, þú varst yndislega hjartahlýr og góður maður og við, Jonas og börnin okkar, kveðjum þig í dag með fallegum minningum, söknuði og virðingu. Íris. Elsku pabbi. Mikið er sorglegt að þú sért farinn og erfitt að hugsa til þess að geta ekki knús- að þig framar. Ég er svo ánægður að hafa boðið þér og Ragnheiði heim til okkar í nýársheimsókn. Þar varstu bara nokkuð bratt- ur og engan grunaði að stuttu seinna yrðir þú farinn frá okkur. Þar náðum við að spjalla og barnabörnin fengu að knúsast að- eins í afa sínum, en mikið er ég feginn að við gátum eytt smátíma saman áður en sjúkdómurinn tók þig frá okkur. Ég mun alltaf muna síðustu orðinn þín til mín á spítalanum: „Ég elska þig líka.“ Þessum hjartahlýju orðum náðir þú með herkjum að koma út úr þér þrátt fyrir að vera orðinn fárveikur. Fleiri orðum náði ég ekki frá þér, elsku pabbi, en mikið er ég hepp- inn að hafa heyrt í þér. Ég mun einnig alltaf muna hvernig þú horfðir á mig rétt áður en þú fórst, því með augunum þínum kvaddir þú mig í hinsta sinn, en svo varstu farinn og sorgin tók við. Margar bestu minningarnar sem ég á um þig snúast um tím- ann þegar við unnum saman. Þér leið alltaf svo vel í vinnunni því þar varstu vinsæll og áttir svo auðvelt með að slá á létta strengi. Gaman var að sjá hvernig aðrir starfsmenn horfðu oft á þig með aðdáun og virðingu. Virðingu sem þú þurftir aldrei að krefjast því þú vannst þér hana svo auð- veldlega inn. Það fyllti mig af stolti og það var yndislegt að fá að vera þín hægri hönd. Við átt- um margar góðar stundir þar saman. Einnig var hjálp þín ómetan- leg þegar ég var að gera upp hús- ið á Kambsveginum. Saman fór- um við í alls konar pælingar og vangaveltur sem enduðu oft í sniðugum og flottum lausnum. Fannst mér rosalega gaman að vera með þér í því að finna bestu lausnina á öllum þessum vanda- málum sem komu upp. Við viss- um báðir að fljótfærni borgar sig ekki, það hef ég svo sannarlega lært frá þér. Ég man sögu sem þú sagðir mér af starfmanni sem vann með þér hjá Volvo í Svíþjóð, manninum sem leit út fyrir að vinna hægt en var langafkasta- mesti starfsmaðurinn því hann var búinn að finna bestu leiðina. Veit ekki hvort þessi saga sé góð dæmisaga eða sönn en þú til- einkaðir þér þennan hugsunar- hátt í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Það er svo margt sem þú hefur kennt mér yfir ævina og ég vildi að við hefðum getað átt meiri tíma saman. Ég vildi óska þess að börnin mín hefðu getað kynnst betur manninum sem ég veit að þú hafðir að geyma. Þú varst hjartahlýr og alltaf svo stutt í stóra knúsið þitt, knúsið sem um- vafði mann allan. Hvíl þú nú í friði. Þinn sonur, Steinar. Elsku faðir minn. Það var sárt að horfa á þig hverfa inn í annan heim, en segja má að veikindi þín hafi hrifsað þig óvænt frá okkur. Ég get þó ekki annað en verið þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Minningar um góðar stundir eru margar. Ferðalög okkar fjöl- skyldunnar, með tjaldvagninn á sumrin og skíðaferðir okkar á veturna eru dæmi um ævintýri sem aldrei munu gleymast. Mér er það einnig minnisstætt þegar við fórum eitt sinn saman til Hvanneyrar í vinnuferð. Að fara í slíka ferð með pabba var virkilega spennandi fyrir sjö ára strák. Ekki spillti fyrir að ferðin var farin á bílaleigubíl, Volkswa- gen bjöllu, sem mér þótti sér- staklega skemmtilegur bíll á þeim tíma. Vinnuferðir okkar áttu eftir að verða fleiri þegar fram liðu stundir, en þegar ég var um tvítugt keyrðum við saman Hvalfjörðinn, nánast daglega, á leið okkar í Mosfellsdal þar sem unnum saman eitt sumar. Það var ekki eini vinnustaðurinn sem við áttum sameiginlegan, því þú stofnaðir fyrirtæki um svipað leyti, sem framleiddi örbylgju- rétti úr sjávarfangi, og þar stóð ég vaktina með þér í u.þ.b. tvö ár. Þú varst mikill söngfugl og hlustaðir mikið á tónlist. Söngur þinn þegar þú svæfðir okkur systkinin er mér minnisstæður og nágrannarnir sögðu stundum í gríni að þú svæfðir þeirra börn líka, svo vel hljómaði rödd þín milli hæða. Fallega röddin þín fékk síðar njóta sín í nokkrum kórum Mosfellsbæjar. Þegar ég var lítill fórum við oft saman í sund. Þú varst mikill sundmaður og þú gast synt enda- laust í kafi. Mér fannst sem þú hlytir að vera ofurhetja að geta kafað svona lengi. Bíómyndir og bækur voru meðal þinna helstu áhugamála, í bland við krossgátur, þrautir og síðar tölvur. Þú varst mikill húm- oristi og hafðir gaman af góðum gamansögum. Árið 1977 fluttum við til Sví- þjóðar, en að flytjast búferlum með sex manna fjölskyldu á þeim tíma var eflaust ekki auðvelt. Þessi ár í Svíþjóð hafa verið mér dýrmætt veganesti, bæði góð lífs- reynsla og í Svíþjóð eignaðist ég vini sem ég á enn í dag. Þú varst mikill dugnaðarfork- ur og lagðir mikið á þig til að sjá fyrir fjölskyldunni. Þú varst handlaginn og gast gert næstum allt sjálfur og byggðir t.d. heilt hús í frítíma þínum – húsið okkar í Svíþjóð. Við krakkarnir fengum að að- stoða við undirbúning byggingar- innar með því að hreinsa lóðina, sem var skógi vaxin. Svo kveiktir þú varðeld og grillaðir fyrir okk- ur pylsur að sænskum hætti. Frá því að ég flutti að heiman og stofnaði fjölskyldu, 23 ára gamall, hafa synir mínir átt öruggt skjól hjá afa og ömmu. Þú tókst alltaf vel á móti mér og mín- um með brosi og hlýju faðmlagi. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, hvíl í friði þinn sonur, Sigurður. Elsku afi Gísli. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu) Daníel Hrafn, Sindri Guðbrandur og Elmar Ingi. Gísli mágur minn lést hinn 3. febrúar síðastliðinn, í faðmi fjöl- skyldu sinnar, eftir stutta en snarpa legu. Gísli var góður meðalmaður á hæð með ljóst liðað hár og blá augu sem oftast horfðu á mann með góðlegri glettni um leið og hann heilsaði manni með hlýju faðmlagi og léttum kossi á kinn. Það leyndist engum að þar fór góður drengur, enda vann hann sér traust allra sem unnu með honum, og yfirmenn hans sáu fljótt að þar fór mjög verklaginn maður. Hann var verkstjóri eða fram- leiðnistjóri hjá þeim fyrirtækjum sem hann starfaði hjá. Hjá Barka hf. í Hafnarfirði var hann sendur um allt land til að einangra frysti- hús og skipalestar en það fyrir- tæki sá einnig um einangrun á hitaveiturörum og lagningu þeirra þegar hitaveita var lögð í Hafnarfjörð og Kópavog upp úr 1972. Verkfræðingur í Barka sagði mér að Gísli hefði verið ómetanlegur í allri framleiðslu, duglegur og ákaflega verklaginn. Þegar fjölskyldan dvaldi í Sví- þjóð 1977-1988 vann Gísli í stórri plastverksmiðju og var þar gerð- ur að verkstjóra. Þar var hann óðara kominn í að gera við það sem aflaga fór svo að ekki þyrfti að kalla inn utanaðkomandi við- gerðarmann. Þegar þau seinna byggðu sér hús, sá Gísli að mestu leyti um framkvæmdir og inn- réttingar. Eftir að þau fluttu heim tók við að byggja í Skeljatanganum, smámsaman fóru börnin að tínast að heiman og þeim var að sjálf- sögðu hjálpað að standsetja gamlar íbúðir eða við að byggja nýtt, til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum. Gísli var léttur í skapi og hafði gaman af því að syngja, en hann var í Reykjalundarkórnum. Þrátt fyrir þetta varð maður var við að hann átti það til að vera þungur og eiga erfitt með að segja hug sinn. Þá rifjast upp saga hans um þegar hann var 15 ára að vinna með föður sínum sem var verk- stjóri hjá Eimskip í útskipun, að það kom bílstjóri frá Selfossi með vörur sem lá á að koma um borð svo að bíllinn kæmist aðra ferð, en svo stóð á að komið var hádegi og allir voru farnir nema Sigurð- ur og Gísli og maður á spili, svo ákveðið var að losa bílinn. Svo illa tókst til að bómuvírinn slitnaði og bóman féll á Sigurð og hann lést samstundis að Gísla ásjáandi. Þessi sorglega lífsreynsla reyndist honum afar erfið og á þeim tíma var enga áfallahjálp að hafa og fjölskylda hans í mikilli sorg sjálf. Það er ekki vafi í mínum huga að þessi atburður hefur aldrei úr huga hans vikið og valdið því að hann varð dulur á eigin líðan. Gísli var ákaflega vel liðinn engu að síður og reyndist fjöl- skyldu sinni vel og börn og barnabörn elskuðu hann og sakna hans mikið. Ég vil þakka Gísla fyrir fylgd- ina síðastliðin 50 ár um leið og ég vil votta fjölskyldu hans, systrum og vinum innilega samúð. Guð blessi minningu hans og eilíft líf. Þorlákur Ásgeir Pétursson. Þó sorgin sé mér ofarlega í huga og ég eigi erfitt með að kyngja því að þú sért ekki á með- al okkar, þá er þakklæti ekki síð- ur ofarlega í huga. Þakklæti fyrir að hafa þekkt þig og umgengist síðastliðin þrjú ár. Ég minnist þín eins og ég kynntist þér, einstak- lega hlýr maður sem tókst upp hanskann fyrir þá sem máttu sín minna og þú gerðir allt fallegt og gott í kringum þig. Með þér var móðir mín ham- ingjusöm og ég veit að hún á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Ég veit líka að með tímanum get- ur hún glaðst yfir stundunum sem þið áttuð saman, fyrir vin- skapinn, ferðalögin og hlýju faðmlögin. Ég bið algóðan Guð að geyma þig, elsku Gísli, og fer með bæn- ina sem ég hef svo oft farið með fyrir drengina mína áður en nótt- in skellur á. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Algóði Guð geymi þig, elsku Gísli, og veri með fjölskyldu þinni. Anna Baldrún og fjölskylda. Kæri bróðir. Þú hefur tekið þér á hendur ferðalag sem við áttum ekki von á að þú færir í núna. Það örlar á smá reiði í brjóstum okkar, sér- staklega að þú skyldir fara svona snögglega en að sjálfsögðu er þér fyrirgefið þetta bráðræði. Þú varst eini strákurinn í hópi sjö systkina. Það hefur án efa verið krefj- andi verkefni, en þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Þú varst ekki hár í loftinu þegar þú stóðst uppi á stól og söngst fyrir alla viðstadda „Ég á lítinn skrýtinn skugga“. Með augu eins og fagurblátt hafið eða heiður himinn á sólrík- um degi, ljósa lokka og rödd eins og engill. Þú heillaðir alla og varst mikill gleðigjafi. Óréttlæti gastu illa þolað og varst sannur vinur vina þinna. Umhyggja þín og örlæti gagnvart öllum og þá ekki síst þeim sem minna máttu sín var þér mikilsvert. Þú veittir hverjum manni yl frá þinni hlýju lund og hafðir stórt hjarta. Það gat líka heyrst í þér ef þér mislíkaði eitthvað. Kannski helst þegar þú varst að lesa lífsregl- urnar yfir örverpinu í systkina- hópnum en uppákomurnar ristu aldrei djúpt enda reyndir þú að vera sannur í orði og verki. Þegar við, eftirlifandi systkini, hittumst hjá Röggu vinkonu þinni í nóvember sl. áttum við sannarlega ekki von á að þetta yrði okkar síðasta „tjútt“ saman. Við áttum margar gleðistundir saman og þín er afar sárt saknað. Elsku hjartans bróðir; megi vegurinn koma á móti þér, megi vindurinn alltaf vera í bakið á þér, megi sólin skína blítt á andlit þitt, rigningin falla mjúklega á akur þinn og þar til við hittumst á ný, megi Guð varðveita þig í lófa sínum. (Írsk blessun) Þínar systur, Sigrún, Aðalheiður, María og Margrét. Þau okkar í Ameríku sem þekktu Gísla vel eru slegin vegna fráfalls hans og hvarfi hans út lífi okkar. Frændi hans, Siggi, talaði um hversu hjálpsamur frændi hans var honum þegar hann var að alast upp í Reykjavík – hann gat alltaf talað við Gísla. Mér, Jim, finnst ég hafa tengst honum sérstaklega, ekki bara vegna þess að systir hans, Sól- veig, var konan mín – við áttum sérstakt samband og við kölluð- um ávallt hvor annan „bróðir minn“. Systir mín, Joanie, kynntist góðvild Gísla, örlæti og vináttu bæði í heimsóknum sínum til okk- ar og heimsóknum hennar til Ís- lands. Og frænka mín Edna Dell minnist Gísla með hlýhug frá heimsókn hans til okkar á þakka- gjörðarhátíð fyrir nokkrum ár- um. Samúð okkar er hjá fjölskyldu Gísla vegna fráfalls hans og við vitum að ástvinir sem þegar eru í himnaríki munu gleðjast við end- urfundi með þessum mjög sér- staka manni. Með dýpstu samúð, Sigurður (Siggi) og Liz, Jim, Joanie og Edna Dell. Gísli Reynir Sigurðsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.