Morgunblaðið - 16.02.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 ✝ Salóme Marías-dóttir ljósmóðir fæddist í Sætúni í Grunnavíkurhreppi 30. mars 1927. Hún lést 26. janúar 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Marías Þorvalds- son, sjómaður og bóndi, f. 13. maí 1885 í Kjós í Grunnavíkurhreppi, d. 7. ágúst 1956 í Hafnarfirði, og Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir og bóndi, f. 26. apríl 1894 á Húsavík, d. 20. september 1974 í Reykjavík. Systkini Salóme voru 15, þau eru öll látin utan Sesselju Marí- asdóttur Berthelsen, f. 1932, sem býr í Kaupmannahöfn. Samfeðra systur Salóme voru Karólína Guðrún, f. 1914, d. 2005, og Halldóra Friðgerður, f. band 1960 og voru alla tíð búsett í miðbæ Reykjavíkur og frá árinu 1972 til dánardags bjuggu þau á Ásvallagötu 40. Salóme ólst upp í foreldra- húsum, fyrst í Grunnavík, en fluttist 12 ára með foreldrum sínum til Ísafjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur og lét draum sinn um að verða ljósmóðir ræt- ast þegar hún hóf nám 19 ára gömul. Hún útskrifaðist með ljósmóðurpróf 1948 og vann í kjölfarið sem ljósmóðir á Land- spítalanum þar til hún fluttist til Kaupmannahafnar. Í Kaup- mannahöfn starfaði hún um tveggja ára skeið á fæðing- ardeild Ringaards og Möllers á Amager. Hún flutti aftur til Reykjavíkur og starfaði sem hjúkrunarstarfsmaður á hjúkr- unarstöð Bláa bandsins við Flókagötu á árunum 1956-1960. Lengstan starfsferil átti hún á elliheimilinu Grund en þar starf- aði hún í rúm 30 ár, frá 1961, og þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Útför hennar var gerð, að eigin ósk, í kyrrþey 5. febrúar 2016. 1919, d. 1970. Sam- mæðra systur voru Fanney Sigrún, f. 1914, d. 2008, Elín Margrét, f. 1919, d. 1985, og Ásthildur Valdís Engilráð, f. 1920, d. 1944. Al- systkini voru Hólm- fríður, f. 1922, d. 1939, Sigurjón, f. 1923, d. 1987, Ragnheiður, f. 1924, d. 2007, Svanhildur, f. 1925, d. 2007, Guðmundur, f. 1928, d. 1929, Tryggvi Skarp- héðinn, f. 1930, d. 2003, Unnur Lovísa, f. 1934, d. 2013, Guð- mundur, f. 1935, d. 1972, og Hólmfríður Hulda, f. 1938, d. 1997. Eiginmaður Salóme var Markús Jóhann Eiríksson skrif- stofumaður, f. 14. júlí 1916, d. 3. apríl 1991. Þau gengu í hjóna- Elsku Salla, ég sakna þín. Þú áttir alltaf svo stóran sess í lífi mínu. Sem barn og unglingur gat ég leitað til þín þegar lífið var mér ekki hliðhollt. Þá rædd- um við málin í eldhúsinu þínu á Ásvallagötunni. Það var dýr- mætt að geta leitað til þín því þú bjóst yfir trygglyndi og styrk sem fæstum er gefinn. Ég veit að margir úr fjölskyldunni treystu á þig og komu oft og tíðum í eldhúsið til þín og þáðu frá þér ráð og þagmælsku á erf- iðum stundum. Ég held að flest- ir séu mér sammála um að þú hafir verið sálusorgari og trún- aðarmaður stórfjölskyldunnar. Líf þitt og starf einkenndist af umönnun og umhyggju fyrir velferð þeirra sem á vegi þínum urðu. Það er erfitt að geta sér til um fjölda þeirra, en þeir voru margir. Þær konur sem þú aðstoðaðir sem ljósmóðir, þeir sem vegna áfengissýki leituðu aðstoðar á Bláa bandinu, þeir fjölmörgu virðulegu heimilis- menn Grundar á yfir 30 ára tímabili og eiginmaður þinn sem alla tíð bar menjar af 10 ára viðureign sinni við berkla. Þú varst stoð og stytta margra. En hvert leitaðir þú? Þeir sterku gleymast stundum. Ég veit að það var þér þungbært að verða ekki barna auðið. Það var mikil synd, þú hefðir orðið frá- bær móðir. Það veit ég af eigin raun því þú varst mér sem móð- ir og dætrum mínum sem amma. Á yfirborðinu varstu óaðfinn- anleg, sterk og lést ekki auman blett á þér finna. Þeir sem þekktu þig vel vissu hins vegar að undir niðri varstu líka við- kvæm, blíðlynd og til í alls kon- ar fíflalæti. Mest held ég að þú hafir hlegið þegar þú varst að passa Kristlín, hún var svo opin og uppátækjasöm og ólík öðrum sem þú þekktir. Þú varst stolt af Kristlín, hve sjálfstæð hún var, trygg þér og dugleg að mennta sig og ferðast. Þú elsk- aðir að ferðast eins og hún og gerðir það óspart. Bæði innan- lands og víða um Evrópu þar sem þú naust fegurðar og tón- listar á fínustu stöðum. Við ferðuðumst líka saman í seinni tíð til staða sem þú hafðir ekki haft tækifæri til að heimsækja, um hálendi Íslands og til Am- eríku. Fjölskyldan mín á góðar og dýrmætar minningar af tím- anum með þér. Það er mér mikils virði að hafa getað létt þér lífið og glatt þig þegar þörfin var mest, síð- ustu árin þín þegar heilsu þinni tók að hraka og vinir og systk- ini hurfu úr þessum heimi hvert af öðru. Á þessari stundu finn ég til söknuðar. Söknuðar yfir því að geta ekki framar fundið styrk þinn þegar á þarf að halda og gleði þegar vel gengur. Þú varst svo innilega einlæg bæði í gleði og sorg. Á sama tíma er ég þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu og dætra minna svona lengi. Þú varst vantrúuð á líf eftir dauðann en ég vona að síðustu orð mín til þín á dánarbeði hafi ræst. Að amma og afi, mamma, Markús, Jóhanna, Anna, María og öll systkini þín hafi tekið vel á móti þér. Mér finnst líka eins og þessi kveðja frá mömmu eigi að fylgja. Sof þú, systir, eina eykt, meðan und þín grær; unz engill upprisunnar leiðir þig til örófs þíns, þar sem vitund þín vex í grasagarði Alvaldsins og tilvera þín angar, eins og upphafið. (Fríða Guðmundsson.) Þín, Ingilín Kristmannsdóttir. Salóme Maríasdóttir HINSTA KVEÐJA Sallamma, það var leið- inlegt að þú gast ekki kom- ið í níu ára afmælið mitt og svo varstu dáin. Ég var mjög sorgmædd þegar mamma sagði mér það. Ég samdi strax fyrir þig bæn sem ég syng á kvöldin. Ég vona að þú heyrir hana og gleðjist yfir því sem ég gaf þér. Bjart á himni hér ég leita ömmu er. Salóme var góð og yndisleg. Nú lífi hennar lokið og hún dáin eins og er. Ást og kveðja, þín Marlín Ívarsdóttir. Smáauglýsingar Bækur Hjólabækurnar vinsælu - allar 4 í pakka Hjólabækurnar allar 4 í pakka. Vestfirðir, Vesturland, Suðvesturland, Árnessýsla. Tilboð 5,900 kr. Sending með Íslandspósti innifalin. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is Sími 456-8181 eða 895 8260. Hornstrandabækurnar - allar 5 í pakka Hornstrandabækurnar vinsælum allar 5 í pakka. Tilboð 7.900 kr. Sending með Íslandspósti innifalin. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is Sími 456-8181 eða 895 8260. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt VANAÐIR DÖMUSKÓR ÚR LEÐRI Á ÓTRÚLEGU VERÐI! Teg. 171 Tilboðsverð aðeins 5.900.- Teg. 5528 Tilboðsverð aðeins 6.900.- Teg. 619413 Litir: svart og rautt. Tilboðsverð aðeins 6.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Frænka mín, Ingibjörg Þórðar- dóttir, lést 15. jan- úar síðastliðinn. Mig langar að minnast hennar með nokkrum línum. Hún var yndisleg kona og einstök á margan hátt. Henni á ég margt að þakka. Heimili þeirra Ólafs stóð mér ávallt opið og sérstaklega skipti máli fyrir mig þegar hún beitti sér fyrir því að ég fengi skólavist í Langholtsskóla á síðasta árinu mínu í grunnskóla. Þann vetur bjó ég hjá þeim hjónum þar sem ég naut umhyggju og aðhalds en þau aðstoðuðu mig við námið eftir þörfum, smá hjálp í eðlisfræði, stærðfræði, dönsku. Ég man vel þegar danskir vinir þeirra hjóna heimsóttu þau í Efstasundið og Inga bað mig að ræða við þá á dönsku meðan hún útbyggi mat- inn og lagði síðan mikið upp úr því að ég tæki þátt í samræðum með- an við borðuðum. Það var ansi margt sem ég lærði veturinn hjá Ingu og Ólafi, hversu miklu það skipti að árangri væri sýndur áhugi, frelsið sem góðri menntun fylgdi, að gæfan er undir okkur sjálfum komin, ekki öðrum og svo margt fleira. Hún ræddi oft við mig um framtíðina, val á mennta- skóla og til að ná árangri þyrfti bæði eljusemi og dugnað. Sjaldan Ingibjörg Þórðardóttir ✝ IngibjörgÞórðardóttir fæddist 16. mars 1922. Hún lést 15. janúar 2016. Útför Ingibjarg- ar fór fram 1. febr- úar 2016. hef ég skilað eins góðum námsárangri og þennan vetur. Á menntaskóla- árunum heimsótti ég þau Ingu og Ólaf oft og alltaf spurði hún hvernig gengi með námið og hafði sýnilegan áhuga á að vita hvernig þessum unga bróð- ursyni sínum gengi enda held ég hún hafi að hluta tal- ið sig bera ábyrgð á málinu þar sem bróðir hennar bjó langt í burtu. Já, margt á ég þessari góðu konu og hennar fólki að þakka. Blessuð sé minning henn- ar. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Innilegar samúðarkveður til fjölskyldunnar, hvíl í friði frænka. Ágúst Heimir Ólafsson. Skarð er komið í starfsmannahóp Fastus ehf. Við stöndum eftir og eigum erfitt með að skilja að Hilmar samstarfsmaður okkar er skyndilega fallinn frá á besta aldri. Hilmar var einn af frumherj- um hjá Fastus ehf. og starfs- maður félagsins allan þann tíma sem það hefur starfað eða frá 2006. Samstarf hans við marga af vinnufélögum og vin- um var þó mun lengra og náði meira en 20 ár aftur í tímann. Hilmar hafði víðtæka reynslu og þekkingu á tækjabúnaði fyr- ir stóreldhús og matvælafram- leiðendur. Hann var sérlega rómaður fyrir skipulögð vinnu- brögð og vandaðan frágang á öllum tilboðum og fylgiskjölum. Starfsmenn fyrirtækjasviðs Fastus munu sakna þess að geta leitað í þekkingarbanka hans varðandi hin ýmsu úr- lausnarefni sem að þessum málum lúta. Sérstaklega er vert að minn- ast þess að Hilmar var, ef svo má segja, maðurinn á bak við tjöldin í ísvæðingu Íslendinga. Hann sérhæfði sig í virkni ís- véla og á heiðurinn af vali á tækjum í stærstum hluta þeirra Hilmar Örn Bragason ✝ Hilmar ÖrnBragason fæddist 5. desem- ber 1968. Hann lést 4. febrúar 2016. Útför Hilmars fór fram 15. febr- úar 2016. fjölmörgu og ný- stárlegu ísgerða og ísbúða sem komið hafa fram hin seinni ár. Milli Hilmars og margra af traust- ustu starfsmönnum Fastus voru vin- áttu- og tryggða- bönd bundin í löngu samstarfi. Ýmsar minningar um ferðir utan vinnu á hálend- inu við veiðar og fleira skemmti- legt hafa verið rifjaðar upp síð- ustu dagana og hafa menn fundið huggun í því að minnast góðra stunda genginna daga. Hilmar hafði mikla hæfileika og víðtæka reynslu sem nýttist honum í starfi. Hann fór hins vegar ekki alltaf vel með sig og tókst á við ýmis vandamál í líf- inu eins og raunar margir þegar upp er staðið. Þrátt fyrir þetta skilaði Hilm- ar ávallt góðu starfi og veitti samstarfsmönnum sínum aðstoð og miðlaði þekkingu til þeirra þegar það átti við. Starfsmannahópur Fastus ehf. syrgir góðan samstarfs- mann og félaga en um leið er hugur okkar hjá fjölskyldunni og þó einkum börnunum hans tveimur, Birgi og Hildi. Megi góður Guð styðja þau og aðra fjölskyldumeðlimi í sorginni og hið eilífa ljós lýsa honum um alla eilífð. Með vinsemd og virðingu, fyrir hönd starfsfólks Fastus ehf., Bergþóra Þorkelsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.