Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jens Árni Ingimundarson horfir til himins og gantast með að hann sé enn á lífi. Himnaríki verði að bíða enn um sinn eftir komu hans. Það vildi þannig til að þriðjudag- inn í síðustu viku var Jens við dauð- ans dyr eftir að æðar í maga hans sprungu. Hárrétt viðbrögð sonar hans, Sigurðar, urðu honum til lífs. „Það var um sjöleytið um kvöldið – þá var ég að horfa á sjónvarp – sem ég stóð upp og ætlaði mér að fara að horfa á leik uppi í Fylkis- húsi,“ segir Jens, sem er einn dygg- asti stuðningsmaður Fylkiskvenna í handbolta. Missir helst ekki af leik. Læknir sagði þetta ganga yfir „Ég geng inn í svefnherbergi og á leiðinni byrja mikil þyngsli í höfðinu. Það endaði með því að ég setti kodda á gólfið og lagðist svo á gólfið og með fæturna upp í rúm. Lá þar í hálf- tíma. Það hafði ósköp lítil áhrif. Það endaði með því að ég hringdi í Læknavaktina og spurði ráða. Þeir sendu þá lækni til mín. Hann kom fljótlega og skoðaði mig. Blóðþrýst- ingurinn var allt of hár. Læknirinn var þeirrar skoðunar að þetta myndi jafna sig fljótlega. Svo fer hann. Svona fjórum til fimm mínútum síð- ar verð ég slæmur í maganum og kasta upp blóði. Þá hringdi ég aftur í Læknavaktina og hún sagði mér að koma mér niður á bráðavakt. Sonur- inn kom þá. Ég var þá þokkalegur en með mikil þyngsli fyrir höfðinu. Þegar ég geng frá útidyrunum að bílnum fer mér að versna og ég rétt komst í bílinn til hans. Svo get ég ekki svarað meiru og var ég orðinn rænulaus í Ártúnsbrekkunni þegar ég ranka við mér. Hann barði á brjóstið á mér með annarri hendinni en hélt á símanum í hinni. Hann var að tala við Neyðarlínuna og biðja um sjúkrabíl. Þetta var við planið hjá N1. Svona hélt hann í mér lífinu þar til sjúkrabíllinn kom,“ segir Jens, sem vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Landspítala. Heilsuræktin mikilvæg Jens, sem verður 84 ára í ágúst, segir að ef ekki hefði verið fyrir að- stoð Sigurðar væri hann sennilega ekki lengur meðal okkar. Honum hefði líklega blætt út í heimahúsi. Jens fékk tvo lítra af blóði, en magaspeglun leiddi í ljós að æðar í maga höfðu sprungið. Voru þær brenndar og lekinn stöðvaður. Þrátt fyrir áfallið er Jens ekki af baki dottinn. Hann var mættur til æfinga í Árbæjarþreki í gærmorgun en segist þó ekki hafa tekið jafn vel á því og venjulega. Hann ætli sér að fara rólega fyrst um sinn. Jens æfir þar alla virka daga á veturna og segir hann það eiga þátt í hversu hraustur hann er. Þá skipti miklu máli að hann skuli hafa drepið í síðustu sígarettunni klukkan hálf níu laugardagskvöldið 18. júlí 1992. Hélt lífinu í föður sínum með því að berja hjartað í gang  Jens Á. Ingimundarson segir son sinn hafa drýgt hetjudáð í Ártúnsbrekkunni Morgunblaðið/Golli Hraustur Jens er ættaður frá Djúpavogi og stundaði sjóinn á unglingsárum. Hann starfaði síðan m.a. fyrir Hampiðjuna og Sláturfélag Suðurlands. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vinnustöðvun þeirra sem tilheyra flutningasveit Rio Tinto Alcan í Straumsvík og starfa á hafnar- og vinnusvæði fyrirtækisins við út- skipun á áli er fordæmalaus, að sögn Gylfa Ingvarssonar, tals- manns samninganefndar starfs- manna. Hún beinist eingöngu að þessum verkþætti starfseminnar. Felur vinnustöðvunin í sér að engu áli verði skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn, þ.e. ótímabund- ið útskipunarbann á áli frá mið- nætti 24. febrúar nk. Tólf starfs- menn starfa við útskipunina og tilheyra þeir verkalýðsfélaginu Hlíf. Aðgerðin er engu að síður studd af öllum þeim verkalýðs- félögum sem starfsfólk fyrirtæk- isins tilheyrir. „Eftir að búið var að taka ákvörðun um að fara þessa leið var farið yfir lögfræðilegt álit um það hvernig standa ætti að þessu og úr varð þessi niðurstaða,“ segir Gylfi en vonast er til þess að fá samninganefnd Rio Tinto að samningaborðinu með þessum að- gerðum. Eins og fram hefur komið hefur þegar verið beitt allsherjar- verkfalli og yfirvinnubanni í deil- unni. vidar@mbl.is Fordæmalaus aðgerð  Verkfallsaðgerðin beinist að afmörkuðum verkþætti Morgunblaðið/Ómar Straumsvík Engu áli verður skipað um borð eftir 24 febrúar. Eiríkur Fannar Traustason var í gær dæmdur í fangelsi í fjögur ár og sex mánuði fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku þar sem hún lá sofandi í tjaldi á tjaldsvæði í Hrísey. Eiríkur játaði fyrir dómi sakargiftir og sam- þykkti bótaskyldu gagnvart stúlkunni. Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi þann 25. júlí 2015 farið inn í tjald stúlkunnar, sem er frönsk og hafði verið á hjólaferðalagi um landið. Var stúlkan þá sofandi en Eiríkur greip um munn hennar, hélt henni niðri og sló hana hnefahöggi í andlitið. Því næst sneri hann stúlkunni á magann og ýtti höfði hennar niður í svefnpok- ann og hótaði henni ítrekað að drepa hana ef hún þegði ekki. Þá sló hann hana ítrekað í höfuð og líkama og reyndi að hafa við hana samfarir. Því næst fróaði hann sér yfir stúlk- una og hafði á hana sáðlát. Aftur reyndi Eiríkur svo að hafa við hana samfarir og þrýsti henni á ný niður og setti svefnpokann yfir höfuð hennar. Áður en hann fór úr tjaldinu hótaði hann henni á ný. Af þessu hlaut stúlk- an stórt mar á andliti og eymsli í kjálkalið. Auk fangelsisvistar var Eiríkur dæmdur til að greiða stúlkunni 1,7 milljónir í miskabætur og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Fjögurra og hálfs árs dómur  Nauðgaði 17 ára stúlku í Hrísey Vandaðar gjafavörur og silkiblóm Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16. Frábærum árangri blaðbera Morgunblaðsins á síðasta ári var fagnað í prentsmiðju blaðsins í gær. Af því tilefni voru dregnir út vinningar í happdrætti. Alls voru það 76 blaðberar sem unnu meira en 250 daga af 306 og náðu að vera með kvartanafjölda innan settra gæðamarka, en sjö blaðberar unnu alla 306 útgáfudagana á síð- asta ári og fjórir blaðberar af 76 báru út kvart- analaust á síðasta ári. Frábærum árangri blaðbera Morgunblaðsins fagnað Morgunblaðið/Eggert Sjö blaðberar unnu alla 306 útgáfudagana á síðasta ári Íbúasamtök Háa- leitis og stjórn foreldrafélags Háaleitisskóla gera alvarlega athugasemd við stöðu barna í Háaleitishverf- inu. Segir í at- hugasemd sem send var borgarfulltrúum o.fl. í gærkvöldi að borgin sýni stöðu barna skeytingarleysi. Gildi þá einu hvort um sé að ræða umferðarör- yggi í hverfinu, aðstöðu til útiveru, ástand skólalóða eða þá ákvörðun að skipta ekki út dekkjakurli á gervigrasvelli á Framsvæðinu. „Mælirinn er fullur og gott betur vegna nýjusta frétta af úrgangs- dekkjakurlinu á Framvellinum... Á sama tíma er áætlað að bregðast við á öðrum íþróttavöllum borgar- innar,“ segir þar. vidar@mbl.is Saddir á skeyting- arleysi borgarinnar Háleiti Umferðar- öryggi þykir ónógt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.