Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 11
Ljósmyndir/Víðir Björnsson Í ölduróti Víðir fremst á myndinni og Gummi vinur hans í briminu á Óseyrarnesi. þegar hann var strákur og að það hafi nú vaknað á ný. „Ég stunda sjósund með félög- um mínum og ég er í raun háður sjónum, hann togar í mig. Ég bók- staflega verð að ganga í fjöruborðinu í hverri viku við Óseyrarnes á bernskuslóðunum. Þegar ég fer í fjallgöngur reyni ég að velja leið og stað sem ég veit að er fallegur og tek myndir í leiðinni. En ég fer líka stundum gagngert eitthvert út til þess eins að taka myndir,“ segir Víðir, sem hefur tekið þó nokkuð af fuglamyndum, enda er hann alinn upp við sjávarsíðuna á Eyrarbakka þar sem fuglalífið er fjölbreytt. „Amma og mamma hafa gefið krumma matarafganga allt sitt líf og þar sem foreldrar mínir búa á Eyrar- bakka veit krummi alveg hvert hann á að koma í matinn. Mig langaði að ná mynd af þessum merkilega fugli og ég faldi myndavélina rétt við góð- gætið og skildi hana þar eftir, því að hrafninn er var um sig. Úr þessu komu margar góðar myndir, ekki að- eins af krumma, heldur líka af öðrum fuglum. Þessar myndir hafa vakið lukku og mynd af starra að næla sér í bita var birt í The Telegraph, en ástæðan fyrir því að ég átti greiða leið í erlenda miðla með myndir mín- ar er sú að síðastliðið haust náði ég góðri mynd af svokölluðum njólu- baug (e. moonbow), sem er nætur- regnbogi, en njóla er skáldamál og merkir nótt. Njólubaugur er sjald- gæfur en getur myndast þegar fer saman mjög bjart tunglskin og súld eða skúraveður ásamt dreifðum skýjum. BBC hafði samband við mig út af þessari njólubaugsmynd og tók við mig viðtal, og í framhaldinu fór myndin út um allan heim. Nætur- regnboginn er því brú mín út í heim; eftir þetta var ég kominn með fullt af tengiliðum úti um víða veröld sem vildu fá myndir frá mér. Núna sendi ég myndir til konu í London hjá fyrirtækinu Rex ShutterStock og hún reynir að selja þær áfram fyrir mig til fjölmiðla og fleiri aðila, en myndir þaðan birtast í hinum ýmsu miðlum hvar sem er í heiminum.“ Ljósmyndun og útivist er fullkomin blanda Ljósmyndunin er ástríða hjá Víði en honum er fleira til lista lagt, hann er meðal annars meðlimur í hljómsveitinni Kiriyama Family og leikur þar á bassagítar og hljóm- borð. „Framtíðarplönin eru enn að gerjast með mér, kannski fer ég og læri ljósmyndun, kannski ekki, því að flestir þeirra ljósmyndara sem ég dáist að eru sjálfmenntaðir. Ég stefni að því að vinna við eitthvað tengt ljósmyndun og verk- efnin eru nú þegar byrjuð að tínast inn. Fólk hefur hvatt mig mjög mikið áfram og það er frábært. Ég hef al- gerlega fundið mig í þessu og ég varð útivistarmaður á sama tíma, þetta er fullkomin blanda.“ Júlía Víðir fór með Júlíu Bjarneyju systur sinni í fjörugöngu á Eyrarbakka í miklu roki og rigningu á 17. júní. Þau voru svo heppin að fá þessa þrjá svani fljúgandi akkúrat yfir á þessari mynd. Myndin er tekin í fyrra. Árás Hér sést ofan í kok á gargandi önd áður en hún beit Víði í höndina. Sveppur Íslensk náttúra býður upp á fjölbreytt myndefni. Hægt er að skoða myndirnar hans Víðis á slóðinni: www.vidirbjornsson.com og á instagram: vidirb DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 VANT AR ÞIG ORKU ? Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur Fæst í apótekum, Hagkaupum og Fjarðarkaupum. balsam.is ÁN ALLRA AUKAEFNA ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA Á morgnana Í vinnuna Í skólann og prófalesturinn Fyrir æfinuna Bóka- og bíóhátíð barnanna stendur sem hæst í Hafnarfirði þessa dagana. Sérstök áhersla er lögð á bækur og kvikmyndir og skapandi og skemmti- leg verkefni sem tengjast hvoru tveggja. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víð- um skilningi og styður hátíðin við læs- isverkefni leik- og grunnskóla bæj- arins sem í gangi hefur verið síðustu misseri. Fléttun við skólastarf, frístunda- starf og fjölskyldulíf, segir á Face- book-síðu hátíðarinnar þar sem fjöl- breyttri dagskránni eru gerð skil. T.d býður Byggðasafn skólahópum á sér- staka sýningu virka daga um sögu kvikmyndahúsanna í Hafnarfirði. Í Bókasafni Hafnarfjarðar er lands- keppni 4. – 10. bekkinga í ljóðaskrif- um, efnt til SMS örsögukeppni með þemanu „lestur“ og börnin fá tækifæri til að semja saman sögu á umbúða- pappír. Í dag og á morgun kl. 9.30 og 10.30 eru bíósýningar í Bæjarbíói fyrir 4 – 5 ára börn í leikskólum bæjarins. Síðasti dagur hátíðarinnar er sunnu- daginn 21. febrúar. Skóla- og frístundastarfi fléttað í fjölskyldulífið Hátíð í bæ Sögur og kvikmyndir eru í hávegum hafðar á hátíðinni í Hafnarfirði. Bóka- og bíóhátíð barnanna stendur sem hæst í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.